Kynbundið ofbeldi á Alþingi Böðvar Jónsson skrifar 28. október 2019 09:00 Það var sannarlega áfall að lesa frétt á forsíðu Fréttablaðsins 18. október sl. Yfirskriftin var „80 prósent verða fyrir ofbeldi“. Þarna er verið að fjalla um kynbundið ofbeldi gagnvart þingkonum á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun. Niðurstaða könnunarinnar er borin saman við sambærilega, viðamikla könnun á kynbundnu ofbeldi sem gerð var af Alþjóða þingmannasambandinu og fól í sér fjóra þætti: Sálfræðilegt-, kynferðislegt-, líkamlegt- og efnahagslegt ofbeldi. Það sem vakti sérstaka athygli mína í samanburðinum var, að kynferðislega ofbeldið gagnvart þingkonum hér var rúmum 3% hærra og líkamlega ofbeldið rúmum 9% hærra en í evrópskum þjóðþingum. Aðeins í einum þessara ofbeldisþátta skora evrópsk þjóðþing hærra en okkar háttvirta Alþingi, en það var sálfræðilega ofbeldið sem hjá þeim reyndist 85% á móti 80 prósentum hér. Það er sárt til þess að vita að komið er fram við konur sem starfa á Alþingi með svo ámælisverðum hætti að dökkur skuggi siðleysis falli á þessa stofnun. Hugmyndir um eflingu mannréttinda og jafnræði kynjanna eru óaðskiljanlegar átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Konur búa enn við bág kjör í mörgum þjóðfélögum þar sem hefðbundin forréttindi karla eru varin af fullri hörku. Yngstu trúarbrögð heims, bahaí trúin, hefur ekki farið varhluta af þessu harðræði, en hún boðar meðal annars jafnrétti karla og kvenna og leggur áherslu á að konur komist til jafnrar forystu á við karla á öllum sviðum mannlífsins. Íranska skáldkonan og bahaíinn Tahirih, fyrsti þekkti píslarvottur kvenréttindabaráttunnar og fyrsta konan í íslömsku samfélagi sem felldi blæjuna opinberlega til að boða hin nýju viðhorf trúar sinnar, var líflátin í almenningsgarði í Teheran árið 1852. Sagt er að hennar síðustu orð hafi verið þessi: „Þið getið tekið mig af lífi hvenær sem ykkur þóknast, en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Síðan þá hafa konur um allan heim svo sannarlega risið upp, krafist réttar síns og óumdeilanlega sýnt getu sína á öllum sviðum mannlegs lífs. Hvað þurfa þær að gera meira? Ekkert, það sem á vantar er hugarfarsbreyting og aukinn siðferðisþroski meðal þeirra manna sem leyfa sér að lítillækka konur, koma í veg fyrir að þær njóti sannmælis og beita þær ofbeldi með einum eða öðrum hætti.Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það var sannarlega áfall að lesa frétt á forsíðu Fréttablaðsins 18. október sl. Yfirskriftin var „80 prósent verða fyrir ofbeldi“. Þarna er verið að fjalla um kynbundið ofbeldi gagnvart þingkonum á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun. Niðurstaða könnunarinnar er borin saman við sambærilega, viðamikla könnun á kynbundnu ofbeldi sem gerð var af Alþjóða þingmannasambandinu og fól í sér fjóra þætti: Sálfræðilegt-, kynferðislegt-, líkamlegt- og efnahagslegt ofbeldi. Það sem vakti sérstaka athygli mína í samanburðinum var, að kynferðislega ofbeldið gagnvart þingkonum hér var rúmum 3% hærra og líkamlega ofbeldið rúmum 9% hærra en í evrópskum þjóðþingum. Aðeins í einum þessara ofbeldisþátta skora evrópsk þjóðþing hærra en okkar háttvirta Alþingi, en það var sálfræðilega ofbeldið sem hjá þeim reyndist 85% á móti 80 prósentum hér. Það er sárt til þess að vita að komið er fram við konur sem starfa á Alþingi með svo ámælisverðum hætti að dökkur skuggi siðleysis falli á þessa stofnun. Hugmyndir um eflingu mannréttinda og jafnræði kynjanna eru óaðskiljanlegar átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Konur búa enn við bág kjör í mörgum þjóðfélögum þar sem hefðbundin forréttindi karla eru varin af fullri hörku. Yngstu trúarbrögð heims, bahaí trúin, hefur ekki farið varhluta af þessu harðræði, en hún boðar meðal annars jafnrétti karla og kvenna og leggur áherslu á að konur komist til jafnrar forystu á við karla á öllum sviðum mannlífsins. Íranska skáldkonan og bahaíinn Tahirih, fyrsti þekkti píslarvottur kvenréttindabaráttunnar og fyrsta konan í íslömsku samfélagi sem felldi blæjuna opinberlega til að boða hin nýju viðhorf trúar sinnar, var líflátin í almenningsgarði í Teheran árið 1852. Sagt er að hennar síðustu orð hafi verið þessi: „Þið getið tekið mig af lífi hvenær sem ykkur þóknast, en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Síðan þá hafa konur um allan heim svo sannarlega risið upp, krafist réttar síns og óumdeilanlega sýnt getu sína á öllum sviðum mannlegs lífs. Hvað þurfa þær að gera meira? Ekkert, það sem á vantar er hugarfarsbreyting og aukinn siðferðisþroski meðal þeirra manna sem leyfa sér að lítillækka konur, koma í veg fyrir að þær njóti sannmælis og beita þær ofbeldi með einum eða öðrum hætti.Höfundur er lyfjafræðingur.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun