Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 18:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist reiðubúin að hitta svokallaða Klúbbmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, óski þeir eftir því. Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins. Klúbbmennirnir svokölluðu eru Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Einar Bollason. Þeir voru handteknir árið 1976 og sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna gruns um að þeir tengdust hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þau Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir voru m.a. dæmd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir að bera sakir á Klúbbmenn. Sævar, Kristján og Erla voru ekki sýknuð af þeim hluta dómsins við endurupptöku málsins í fyrra. Sigmundur spurði hvort ráðherra teldi að Klúbbmenn, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskulduðu frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins. Í svari Katrínar kemur fram að í dómum Hæstaréttar frá því í mars 1983 hafi fjórum mönnum verið dæmdar bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í að meðaltali þrjá mánuði að ósekju. Þannig liggi fyrir endanlegir dómar í þeirra málum sem „miðuðu eðli máls samkvæmt að því að bæta þeim að fullu það tjón sem þeir urðu fyrir.“ Þá hafi afsökunarbeiðni forsætisráðherra þann 28. september 2018 ekki aðeins náð til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar í málinu, heldur einnig annarra „sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins.“ Katrín kvaðst jafnframt ekki hafa hitt Klúbbmenn vegna málsins sem fyrirspurnin varðar. Hún sé þó að sjálfsögðu reiðubúin til að eiga slíkan fund með aðilum ef eftir honum er óskað. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist reiðubúin að hitta svokallaða Klúbbmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, óski þeir eftir því. Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins. Klúbbmennirnir svokölluðu eru Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Einar Bollason. Þeir voru handteknir árið 1976 og sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna gruns um að þeir tengdust hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þau Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir voru m.a. dæmd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir að bera sakir á Klúbbmenn. Sævar, Kristján og Erla voru ekki sýknuð af þeim hluta dómsins við endurupptöku málsins í fyrra. Sigmundur spurði hvort ráðherra teldi að Klúbbmenn, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskulduðu frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins. Í svari Katrínar kemur fram að í dómum Hæstaréttar frá því í mars 1983 hafi fjórum mönnum verið dæmdar bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í að meðaltali þrjá mánuði að ósekju. Þannig liggi fyrir endanlegir dómar í þeirra málum sem „miðuðu eðli máls samkvæmt að því að bæta þeim að fullu það tjón sem þeir urðu fyrir.“ Þá hafi afsökunarbeiðni forsætisráðherra þann 28. september 2018 ekki aðeins náð til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar í málinu, heldur einnig annarra „sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins.“ Katrín kvaðst jafnframt ekki hafa hitt Klúbbmenn vegna málsins sem fyrirspurnin varðar. Hún sé þó að sjálfsögðu reiðubúin til að eiga slíkan fund með aðilum ef eftir honum er óskað.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07
Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55