Burknagata opnuð fyrir umferð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2019 23:00 Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Vísir Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann. Framkvæmdum miðar vel á svæðinu en yfir eitt þúsund sinnum hefur verið sprengt vegna þeirra. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Alls er verið að reisa fjórar byggingar. Í meira en ár hefur verið unnin jarðvegsvinna fyrir stærstu bygginguna það er nýjan meðferðarkjarna en bæði hefur verið grafið og sprengt. Misjafnlega mikið er sprengt í hvert sinn en stundum er nokkuð tilkomumikið að fylgjast með þegar sprengt er líkt og sjá má á myndbandi sem starfsmaður verkefnisins, Guðjón Magnússon, tók um miðjan október.„Það er búið að sprengja eitthvað í kringum þúsund sprengingar,ׅ“ segir Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins. Gömlu Hringbrautinni var lokað þegar framkvæmdir hófust en á morgun verður hluti hennar opnaður fyrir umferð aftur. „Þetta er gamla Hringbrautin opnuð með nýju nafni Burknagata og þetta verður megingatan hér í gegnum þetta svæði og fer hér í áttina að Umferðarmiðstöðinni. Gaman að segja frá því líka að þetta er sex akreina gata og tvær akreinar verða í algjörri biðstöðu en það eru fyrstu akreinar sem eru hannaðar sérstaklega fyrir Borgarlínu og þær munu bíða eftir því að Borgarlínan verði að veruleika og síðan tengist hér gatan áfram,“ segir Gunnar. Þrátt fyrir að framkvæmdum miði vel er enn mikið eftir. „Eins og það er í fjármálaáætlun þá er horft á það að þessu verki fullljúki, ekki bara meðferðarkjarnanum, heldur líka næsta húsi sem er rannsóknarhúsið og svo bílastæða, tækni- og skrifstofuhús að þessu ljúki öllu 2025,“ segir Gunnar. Landspítalinn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira
Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann. Framkvæmdum miðar vel á svæðinu en yfir eitt þúsund sinnum hefur verið sprengt vegna þeirra. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Alls er verið að reisa fjórar byggingar. Í meira en ár hefur verið unnin jarðvegsvinna fyrir stærstu bygginguna það er nýjan meðferðarkjarna en bæði hefur verið grafið og sprengt. Misjafnlega mikið er sprengt í hvert sinn en stundum er nokkuð tilkomumikið að fylgjast með þegar sprengt er líkt og sjá má á myndbandi sem starfsmaður verkefnisins, Guðjón Magnússon, tók um miðjan október.„Það er búið að sprengja eitthvað í kringum þúsund sprengingar,ׅ“ segir Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins. Gömlu Hringbrautinni var lokað þegar framkvæmdir hófust en á morgun verður hluti hennar opnaður fyrir umferð aftur. „Þetta er gamla Hringbrautin opnuð með nýju nafni Burknagata og þetta verður megingatan hér í gegnum þetta svæði og fer hér í áttina að Umferðarmiðstöðinni. Gaman að segja frá því líka að þetta er sex akreina gata og tvær akreinar verða í algjörri biðstöðu en það eru fyrstu akreinar sem eru hannaðar sérstaklega fyrir Borgarlínu og þær munu bíða eftir því að Borgarlínan verði að veruleika og síðan tengist hér gatan áfram,“ segir Gunnar. Þrátt fyrir að framkvæmdum miði vel er enn mikið eftir. „Eins og það er í fjármálaáætlun þá er horft á það að þessu verki fullljúki, ekki bara meðferðarkjarnanum, heldur líka næsta húsi sem er rannsóknarhúsið og svo bílastæða, tækni- og skrifstofuhús að þessu ljúki öllu 2025,“ segir Gunnar.
Landspítalinn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira