Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 18:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fagnar því að sjónum sé í auknum mæli beint að lífstíl, svefn, hreyfingu og mataræði. Þannig sé best að bregðast við því að íslenskum börnum fjölgar með offitu eins og kom fram í Kompás í vikunni. Sérstaklega fjölgar feitum drengjum og það úti á landi. Svandís segir forvarnir og úrræði í þessum málum felast í þjónustu á fleiri stigum heilbrigðisþjónustunnar og það byrji á heilsugæslunni. „Þetta sjáum við í heilbrigðisstefnunni, þar sem áherslu er lögð á að heilsugæslustöðvarnar geti verið meira heilsueflandi. Þar sé fræðsla í boði og stuðningur við fólk sem vill breyta lifnaðarháttum eða lifa hollara og betra lífi. Þannig að við viljum sjá þjónustu á fleiri stigum, allt frá heilsugæslunni, sem þjónustar fólk víðar um land, og veita þannig stuðning við að breyta lifnaðarháttum.“ Svandís sér ekki fyrir sér sérstakt átak hvað varðar offitu. Hún sé hrifnari af tillögum frá Embætti landlæknis sem fjallar um geðrækt á öllum skólastigum, frá leikskóla til framhaldsskóla. „Sem stuðlar að því að börnunum okkar líði betur, almennt. Lengi býr að fyrstu gerð og við þurfum að byrja sem fyrst, það er svo mikilvægt að börn séu læs á sig og tilfinningar sínar. Því við vitum betur í dag en áður að líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur. Þegar okkur líður illa eru t.d. meiri líkur á að við förum út af brautinni í mataræði.“Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Fyrir utan heilsueflingu og geðrækt hefur Svandís stofnað starfshóp sem er í þann veg að fara af stað til að koma fjórtán tillögum frá Embætti landlæknis til framkvæmda til að minnka sykurneyslu. Þar á meðal er sykurskattur, þar sem hærri álögur verða á óhollum mat en lækkaðar á móti af hollum mat, eins og ávöxtum og grænmeti. Aðspurð hvort ráðherra hafi meðbyr ríkisstjórnarinnar í því máli segist hún hafa faglegan meðbyr. „Þarna er sterkur faglegur grunnur en því miður hefur umræðan einkennst af hinu hefðubundna bitbeini stjórnmálaafla. Við þurfum að taka umræðuna upp úr því og horfa á árangur í lýðheilsumálum með neyslustýringu. Við höfum náð árangri með tóbaks- og áfengisgjaldi. Þannig að já, ég trúi því að við getum gert sykurskatt að lögum.“ Alþingi Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fagnar því að sjónum sé í auknum mæli beint að lífstíl, svefn, hreyfingu og mataræði. Þannig sé best að bregðast við því að íslenskum börnum fjölgar með offitu eins og kom fram í Kompás í vikunni. Sérstaklega fjölgar feitum drengjum og það úti á landi. Svandís segir forvarnir og úrræði í þessum málum felast í þjónustu á fleiri stigum heilbrigðisþjónustunnar og það byrji á heilsugæslunni. „Þetta sjáum við í heilbrigðisstefnunni, þar sem áherslu er lögð á að heilsugæslustöðvarnar geti verið meira heilsueflandi. Þar sé fræðsla í boði og stuðningur við fólk sem vill breyta lifnaðarháttum eða lifa hollara og betra lífi. Þannig að við viljum sjá þjónustu á fleiri stigum, allt frá heilsugæslunni, sem þjónustar fólk víðar um land, og veita þannig stuðning við að breyta lifnaðarháttum.“ Svandís sér ekki fyrir sér sérstakt átak hvað varðar offitu. Hún sé hrifnari af tillögum frá Embætti landlæknis sem fjallar um geðrækt á öllum skólastigum, frá leikskóla til framhaldsskóla. „Sem stuðlar að því að börnunum okkar líði betur, almennt. Lengi býr að fyrstu gerð og við þurfum að byrja sem fyrst, það er svo mikilvægt að börn séu læs á sig og tilfinningar sínar. Því við vitum betur í dag en áður að líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur. Þegar okkur líður illa eru t.d. meiri líkur á að við förum út af brautinni í mataræði.“Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Fyrir utan heilsueflingu og geðrækt hefur Svandís stofnað starfshóp sem er í þann veg að fara af stað til að koma fjórtán tillögum frá Embætti landlæknis til framkvæmda til að minnka sykurneyslu. Þar á meðal er sykurskattur, þar sem hærri álögur verða á óhollum mat en lækkaðar á móti af hollum mat, eins og ávöxtum og grænmeti. Aðspurð hvort ráðherra hafi meðbyr ríkisstjórnarinnar í því máli segist hún hafa faglegan meðbyr. „Þarna er sterkur faglegur grunnur en því miður hefur umræðan einkennst af hinu hefðubundna bitbeini stjórnmálaafla. Við þurfum að taka umræðuna upp úr því og horfa á árangur í lýðheilsumálum með neyslustýringu. Við höfum náð árangri með tóbaks- og áfengisgjaldi. Þannig að já, ég trúi því að við getum gert sykurskatt að lögum.“
Alþingi Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07