Ein frægasta kappakstursbraut heims seld Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2019 14:00 Frá Indy 500-kappakstrinum í maí. Fremstur í flokki fer Simon Pagenaud, ökumaður Penske, sem hrósaði sigri. AP/Darron Cummings Roger Penske, einn þekktasti liðsstjóra og bíleigandi í sögu akstursíþrótta, hefur fest kaup á Indianapolis-kappakstursbrautinni í Indiana í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um kaupin í gær en Penske keypti í leiðinni Indycar-kappakstursröðina. Kappakstursbrautin í Indianapolis er sú elsta í heiminum, byggð árið 1909. Þar hefur Indy 500-kappaksturinn verið haldinn í rúma öld en í seinni tíð hefur einnig verið keppt þar í NASCAR. Til skamms tíma var haldið Formúlu 1-mót á hluta gömlu brautarinnar í Indianapolis en sú keppni lagðist af árið 2007. Brautin hefur verið í eigu Hulman-fjölskyldunnar undanfarin 74 ár en Tony Hulman George, stjórnarformaður fjölskyldufyrirtækisins, mun áfram stýra rekstri hennar fyrir hönd Penske-fyrirtækisins. Kaupin ganga í gegn í byrjun næsta árs, að sögn AP-fréttastofunnar. Penske er eitt þekktasta nafnið í sögu akstursíþrótta. Hann á meðal annars lið í Indycar-mótaröðinni, NASCAR og IMSA-sportbílakeppninni auk annars fyrirtækjareksturs í Bandaríkjunum. Lið Penske hafa verið sigursæl í Indy 500-kappakstrinum. Hann hefur hrósað sigri þar átján sinnum, oftar en nokkur annar liðsstjóri og bíleigandi í Indycar. Ökumenn Penske hafa unnið keppnina tvö undanfarin ár. Sjálfur hefur Penske, sem er 82 ára gamall, stýrt keppnisáætlun ástralska ökumannsins Wills Power sem vann Indy 500 í fyrra. Akstursíþróttir Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Alonso ekki með í Indy 500 Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn datt út í tímatökum fyrir Indy 500 kappaksturinn sem fer fram næstu helgi. 20. maí 2019 17:30 Franchitti fagnaði sigri í Indy 500 | afdrifarík mistök hjá Sato Skoski ökumaðurinn Dario Franchitti sigraði í Indy 500 kappakstrinum sem fram fór í Indianapolis í gær. Mótið er eitt það þekktasta í kappakstursíþróttinni og var þetta í 96. sinn sem keppnin fer fram. Franchitti þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. 28. maí 2012 11:30 Alonso kláraði ekki í Indy 500 | Sjáðu ótrúlegan árekstur Fékk að sleppa Mónakókappakstrinum og leiddi um tíma í kappakstrinum í Bandaríkjunum. 29. maí 2017 07:00 Ótrúleg mistök á lokahring Indy-500 kappakstursins Bandaríkjamaðurinn J.R. Hildebrand fór illa að ráði sínu í Indianapolis-500 kappakstrinum sem lfram fór í gær. Hinn 23 ára nýliði hafði gott forskot á keppinauta sína á lokahringnum þegar hann missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann keyrði á vegg. 30. maí 2011 09:30 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Roger Penske, einn þekktasti liðsstjóra og bíleigandi í sögu akstursíþrótta, hefur fest kaup á Indianapolis-kappakstursbrautinni í Indiana í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um kaupin í gær en Penske keypti í leiðinni Indycar-kappakstursröðina. Kappakstursbrautin í Indianapolis er sú elsta í heiminum, byggð árið 1909. Þar hefur Indy 500-kappaksturinn verið haldinn í rúma öld en í seinni tíð hefur einnig verið keppt þar í NASCAR. Til skamms tíma var haldið Formúlu 1-mót á hluta gömlu brautarinnar í Indianapolis en sú keppni lagðist af árið 2007. Brautin hefur verið í eigu Hulman-fjölskyldunnar undanfarin 74 ár en Tony Hulman George, stjórnarformaður fjölskyldufyrirtækisins, mun áfram stýra rekstri hennar fyrir hönd Penske-fyrirtækisins. Kaupin ganga í gegn í byrjun næsta árs, að sögn AP-fréttastofunnar. Penske er eitt þekktasta nafnið í sögu akstursíþrótta. Hann á meðal annars lið í Indycar-mótaröðinni, NASCAR og IMSA-sportbílakeppninni auk annars fyrirtækjareksturs í Bandaríkjunum. Lið Penske hafa verið sigursæl í Indy 500-kappakstrinum. Hann hefur hrósað sigri þar átján sinnum, oftar en nokkur annar liðsstjóri og bíleigandi í Indycar. Ökumenn Penske hafa unnið keppnina tvö undanfarin ár. Sjálfur hefur Penske, sem er 82 ára gamall, stýrt keppnisáætlun ástralska ökumannsins Wills Power sem vann Indy 500 í fyrra.
Akstursíþróttir Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Alonso ekki með í Indy 500 Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn datt út í tímatökum fyrir Indy 500 kappaksturinn sem fer fram næstu helgi. 20. maí 2019 17:30 Franchitti fagnaði sigri í Indy 500 | afdrifarík mistök hjá Sato Skoski ökumaðurinn Dario Franchitti sigraði í Indy 500 kappakstrinum sem fram fór í Indianapolis í gær. Mótið er eitt það þekktasta í kappakstursíþróttinni og var þetta í 96. sinn sem keppnin fer fram. Franchitti þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. 28. maí 2012 11:30 Alonso kláraði ekki í Indy 500 | Sjáðu ótrúlegan árekstur Fékk að sleppa Mónakókappakstrinum og leiddi um tíma í kappakstrinum í Bandaríkjunum. 29. maí 2017 07:00 Ótrúleg mistök á lokahring Indy-500 kappakstursins Bandaríkjamaðurinn J.R. Hildebrand fór illa að ráði sínu í Indianapolis-500 kappakstrinum sem lfram fór í gær. Hinn 23 ára nýliði hafði gott forskot á keppinauta sína á lokahringnum þegar hann missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann keyrði á vegg. 30. maí 2011 09:30 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Alonso ekki með í Indy 500 Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn datt út í tímatökum fyrir Indy 500 kappaksturinn sem fer fram næstu helgi. 20. maí 2019 17:30
Franchitti fagnaði sigri í Indy 500 | afdrifarík mistök hjá Sato Skoski ökumaðurinn Dario Franchitti sigraði í Indy 500 kappakstrinum sem fram fór í Indianapolis í gær. Mótið er eitt það þekktasta í kappakstursíþróttinni og var þetta í 96. sinn sem keppnin fer fram. Franchitti þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. 28. maí 2012 11:30
Alonso kláraði ekki í Indy 500 | Sjáðu ótrúlegan árekstur Fékk að sleppa Mónakókappakstrinum og leiddi um tíma í kappakstrinum í Bandaríkjunum. 29. maí 2017 07:00
Ótrúleg mistök á lokahring Indy-500 kappakstursins Bandaríkjamaðurinn J.R. Hildebrand fór illa að ráði sínu í Indianapolis-500 kappakstrinum sem lfram fór í gær. Hinn 23 ára nýliði hafði gott forskot á keppinauta sína á lokahringnum þegar hann missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann keyrði á vegg. 30. maí 2011 09:30