„Finnst frekar ljótt og leiðinlegt að stofna einhverja hátíð á sama tíma og okkar hátíð er“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2019 20:00 Framkvæmdastjóri Senu Live segir lélegt af forráðamönnum nýrrar tónlistarhátíðar að reyna að nýta sér vörumerki Airwaves til að selja bjór og mat. Forsvarsmaður Airwhales segist hins vegar vilja tryggja aðgang fólksins að frábærri tónlist og fanga þá stemningu sem fylgdi Off venue-viðburðum Airwaves. Fjöldi listamanna kemur fram á hátíðinni, sem hefst á miðvikudag. en hápunktur hennar er án ef tónleikar Of Monsters and Men í Valshöllinni á laugardag. Sena Live hefur undafarin ár séð um rekstur Airwaves. Hefur talsverður þungi farið í tiltekt eftir mikinn taprekstur undanfarin ár. „Þetta er allt í rétta átt. Við sennilega töpum smá peningum, en miklu minna en í fyrra. Við höfum trú á því að á næsta ári náum við að koma þessu á núllið. Að við séum að nálgast einhverja formúlu sem virkar og allir verði ánægðir með hátíðina,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live.Frá tónleikum Geisha Cartel á Hard Rock á Airwaves í fyrra.FBL/ERNIRDrógu úr Off-venue Sena ákvað að skera upp herör gegn ókeypis utan dagskrár viðburðum, eða Off-venue, sem drógu úr sölu á armböndum. Fékk Sena Live einkarétt á vörumerkinu Airwaves sem og Off Venue. Hafa þeir rekstraraðilar sem vilja vera hluti af hátíðinni þurft að greiða gjald fyrir það til Senu Live. Þurfti Sena Live í fyrra að taka á þeim stöðum sem reyndu að nýta sér vörumerki Airwaves án þess að greiða fyrir það. Þá hefur listamönnum sem koma fram verið fækkað til að auka líkur á að betur takist að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis, líkt og markmið hátíðarinnar er. Komu 200 tónlistarmenn og hljómsveitir fram í fyrra en 150 í ár. Munu fleiri hljómsveitir og listamenn þar af leiðandi fá tækifæri til að koma tvisvar fram á meðan hátíðinni stendur.Slæmur málstaður Þessar breytingar hafa verið gagnrýndar sem sést eflaust best í hátíðinni Airwhales sem haldin er í sömu viku og Airwaves á hótelinu Hlemmi Square. Yfirlýst markmið Airwhales er að fanga aftur þá stemningu sem fylgdi Off venue-viðburðunum. Framkvæmdastjóri Senu er heldur ósáttur við þessa hátíð.Frá Airwaves árið 2016.FBL/Andri Marinó„Ef fólkið, sem stofnaði hátíðina Airwhales uppi á Hlemmi, telur sig vera að verja einhvern góðan málstað, þá tel ég það á mjög miklum misskilningi byggt. Airwaves er rekin af hugsjón og frumtilgangurinn er að koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri. Við erum líka í rekstri, þetta er vara sem við erum að selja. Það er ekki hægt að stilla sambærilegri vöru sem kostar ekkert inn á við hlið okkar vöru. Mér finnst frekar ljótt og leiðinlegt að stofna einhverja hátíð á sama tíma og okkar hátíð er og búa til eitthvað nafn sem hljómar næstum því nákvæmlega eins og okkar nafn,“ segir Ísleifur.Fara gegn hátíðinni Hann segir gríðarlega vinnu lagða í Airwaves sem nýtur stuðnings Reykjavíkurborgar og Icelandair. Eitt af markmiðum hátíðarinnar er einnig að fjölga ferðamönnum á Íslandi yfir vetrartímann sem hótel njóta góðs af. „Það er unnið í þessu allt árið og verið að reyna að bjarga hátíðinni. Mér finnst þetta bara lélegt að gera þetta. Að reyna að take-a hátíðina. Þau eru ekki að gera listamönnum neinn greiða með þessu. Ég held að það sé einhver staður þarna sem er að reyna að fá fólk inn, á bakinu á listamönnum og Airwaves, til að kaupa af sér bjór og mat,“ segir Ísleifur. Hann segist efast um að Sena Live muni leggja mikið púður í að eltast við Airwhales. „Ég vil bara lýsa því yfir að mér finnst þetta lélegt. Þeir eru að fara gegn hátíðinni og þar með íslenskum listamönnum. Þeir láta þetta hljóma eins verið sé að berjast fyrir góðum málstað, það er bara misskilningur. Það er ekki góður málstaður að berjast fyrir því að fara í það Off venue fyrirkomulag sem var. Það er ekki hægt að byggja hátíð á heimsmælikvarða sem kostar ekkert inn á. Það koma engar tekjur ef það er ekki hægt að selja inn á hana. Þeir eru þar með að fara gegn hátíðinni og íslenskum listamönnum.“Ísleifur er fremur harðorður í garð hátíðarinnar Airwhales.fréttablaðið/ernirÁsamt því að fækka tónlistarmönnum og Off venue-viðburðum hefur boðsmiðum á hátíðina verið fækkað. Í fyrra voru þeir um 2.000 talsins en flestir fóru þeir til listamanna sem léku á hátíðinni. Von er á fimm hundruð erlendum fjölmiðlamönnum til landsins sem munu fjalla um hátíðina.Vill huga að þeim sem fá ekki tækifæri Forsvarsmaður Airwhales er Bretinn James Cox. Hann segir dagskrá utan Airwaves hafa beint sviðsljósinu enn frekar að íslenskri tónlist. Einnig þurfi að huga að fólkinu sem hefur ekki efni á að sækja hátíðina. „Airwhales er ný tónlistarhátíð sem við höldum á Hlemmi Square. Hún stendur yfir í þrjá daga og kostar ekkert inn á hana. Við verðum með tuttugu listamenn á henni,“ segir Cox. Hann segir hátíðina hafa fæðst vegna breytinganna á Airwaves.James Cox, forsvarsmaður Airwhales.Vísir/Egill„Off-venue-viðburðum hefur fækkað umtalsvert og því miklu færri tækifæri fyrir nýja listamenn að sýna sig og sanna fyrir sviðsljósinu erlendra fjölmiðla. Við vildum endurheimta þessa stemningu og gefa listamönnum sem ekki fá að koma fram á Airwaves tækifæri til að koma fram þessa daga sem hátíðin fer fram,“ segir Cox. Hann telur Off-venue umræðuna ekki snúast einvörðungu um listamenn sem fá ekki að spila á Airwaves. „Þetta snýst líka um fólkið sem hefur ekki efni á að kaupa sér miða á hátíðina. Það er dýrt að lifa á Íslandi. Sumir hafa ekki efni á miða og því mikilvægt að þetta fólk hafi möguleika á að sjá nýja og spennandi listamenn,“ segir Cox.Eigandi Hlemms Square gagnrýndi Airwaves í fyrra Hann telur Airwhales ekki brjóta á vörumerkjarétti Airwaves. „Við höfum náð að stofna eitthvað flott og skemmtilegt með þessari hátíð. Við viljum tryggja að listamenn hafi tækifæri á að koma sér á framfæri og fólkið hafi sömuleiðis tækifæri á að sjá þá.“ Eigandi Hlemms Square er Klaus Ortlieb en hann gagnrýndi harðlega nýtt fyrirkomulag Airwaves í fyrra og kvaðst ekki ætla að vera með í dagskrá hátíðarinnar líkt og fyrri ár. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir „Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves“ Iceland Airwaves hefst næstkomandi miðvikudag og stendur fram á laugardag. Sena Live heldur nú utan um hátíðina að öllu leyti í annað sinn og segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdstjóri Senu Live, undirbúning hafa gengið vel. 1. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Framkvæmdastjóri Senu Live segir lélegt af forráðamönnum nýrrar tónlistarhátíðar að reyna að nýta sér vörumerki Airwaves til að selja bjór og mat. Forsvarsmaður Airwhales segist hins vegar vilja tryggja aðgang fólksins að frábærri tónlist og fanga þá stemningu sem fylgdi Off venue-viðburðum Airwaves. Fjöldi listamanna kemur fram á hátíðinni, sem hefst á miðvikudag. en hápunktur hennar er án ef tónleikar Of Monsters and Men í Valshöllinni á laugardag. Sena Live hefur undafarin ár séð um rekstur Airwaves. Hefur talsverður þungi farið í tiltekt eftir mikinn taprekstur undanfarin ár. „Þetta er allt í rétta átt. Við sennilega töpum smá peningum, en miklu minna en í fyrra. Við höfum trú á því að á næsta ári náum við að koma þessu á núllið. Að við séum að nálgast einhverja formúlu sem virkar og allir verði ánægðir með hátíðina,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live.Frá tónleikum Geisha Cartel á Hard Rock á Airwaves í fyrra.FBL/ERNIRDrógu úr Off-venue Sena ákvað að skera upp herör gegn ókeypis utan dagskrár viðburðum, eða Off-venue, sem drógu úr sölu á armböndum. Fékk Sena Live einkarétt á vörumerkinu Airwaves sem og Off Venue. Hafa þeir rekstraraðilar sem vilja vera hluti af hátíðinni þurft að greiða gjald fyrir það til Senu Live. Þurfti Sena Live í fyrra að taka á þeim stöðum sem reyndu að nýta sér vörumerki Airwaves án þess að greiða fyrir það. Þá hefur listamönnum sem koma fram verið fækkað til að auka líkur á að betur takist að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis, líkt og markmið hátíðarinnar er. Komu 200 tónlistarmenn og hljómsveitir fram í fyrra en 150 í ár. Munu fleiri hljómsveitir og listamenn þar af leiðandi fá tækifæri til að koma tvisvar fram á meðan hátíðinni stendur.Slæmur málstaður Þessar breytingar hafa verið gagnrýndar sem sést eflaust best í hátíðinni Airwhales sem haldin er í sömu viku og Airwaves á hótelinu Hlemmi Square. Yfirlýst markmið Airwhales er að fanga aftur þá stemningu sem fylgdi Off venue-viðburðunum. Framkvæmdastjóri Senu er heldur ósáttur við þessa hátíð.Frá Airwaves árið 2016.FBL/Andri Marinó„Ef fólkið, sem stofnaði hátíðina Airwhales uppi á Hlemmi, telur sig vera að verja einhvern góðan málstað, þá tel ég það á mjög miklum misskilningi byggt. Airwaves er rekin af hugsjón og frumtilgangurinn er að koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri. Við erum líka í rekstri, þetta er vara sem við erum að selja. Það er ekki hægt að stilla sambærilegri vöru sem kostar ekkert inn á við hlið okkar vöru. Mér finnst frekar ljótt og leiðinlegt að stofna einhverja hátíð á sama tíma og okkar hátíð er og búa til eitthvað nafn sem hljómar næstum því nákvæmlega eins og okkar nafn,“ segir Ísleifur.Fara gegn hátíðinni Hann segir gríðarlega vinnu lagða í Airwaves sem nýtur stuðnings Reykjavíkurborgar og Icelandair. Eitt af markmiðum hátíðarinnar er einnig að fjölga ferðamönnum á Íslandi yfir vetrartímann sem hótel njóta góðs af. „Það er unnið í þessu allt árið og verið að reyna að bjarga hátíðinni. Mér finnst þetta bara lélegt að gera þetta. Að reyna að take-a hátíðina. Þau eru ekki að gera listamönnum neinn greiða með þessu. Ég held að það sé einhver staður þarna sem er að reyna að fá fólk inn, á bakinu á listamönnum og Airwaves, til að kaupa af sér bjór og mat,“ segir Ísleifur. Hann segist efast um að Sena Live muni leggja mikið púður í að eltast við Airwhales. „Ég vil bara lýsa því yfir að mér finnst þetta lélegt. Þeir eru að fara gegn hátíðinni og þar með íslenskum listamönnum. Þeir láta þetta hljóma eins verið sé að berjast fyrir góðum málstað, það er bara misskilningur. Það er ekki góður málstaður að berjast fyrir því að fara í það Off venue fyrirkomulag sem var. Það er ekki hægt að byggja hátíð á heimsmælikvarða sem kostar ekkert inn á. Það koma engar tekjur ef það er ekki hægt að selja inn á hana. Þeir eru þar með að fara gegn hátíðinni og íslenskum listamönnum.“Ísleifur er fremur harðorður í garð hátíðarinnar Airwhales.fréttablaðið/ernirÁsamt því að fækka tónlistarmönnum og Off venue-viðburðum hefur boðsmiðum á hátíðina verið fækkað. Í fyrra voru þeir um 2.000 talsins en flestir fóru þeir til listamanna sem léku á hátíðinni. Von er á fimm hundruð erlendum fjölmiðlamönnum til landsins sem munu fjalla um hátíðina.Vill huga að þeim sem fá ekki tækifæri Forsvarsmaður Airwhales er Bretinn James Cox. Hann segir dagskrá utan Airwaves hafa beint sviðsljósinu enn frekar að íslenskri tónlist. Einnig þurfi að huga að fólkinu sem hefur ekki efni á að sækja hátíðina. „Airwhales er ný tónlistarhátíð sem við höldum á Hlemmi Square. Hún stendur yfir í þrjá daga og kostar ekkert inn á hana. Við verðum með tuttugu listamenn á henni,“ segir Cox. Hann segir hátíðina hafa fæðst vegna breytinganna á Airwaves.James Cox, forsvarsmaður Airwhales.Vísir/Egill„Off-venue-viðburðum hefur fækkað umtalsvert og því miklu færri tækifæri fyrir nýja listamenn að sýna sig og sanna fyrir sviðsljósinu erlendra fjölmiðla. Við vildum endurheimta þessa stemningu og gefa listamönnum sem ekki fá að koma fram á Airwaves tækifæri til að koma fram þessa daga sem hátíðin fer fram,“ segir Cox. Hann telur Off-venue umræðuna ekki snúast einvörðungu um listamenn sem fá ekki að spila á Airwaves. „Þetta snýst líka um fólkið sem hefur ekki efni á að kaupa sér miða á hátíðina. Það er dýrt að lifa á Íslandi. Sumir hafa ekki efni á miða og því mikilvægt að þetta fólk hafi möguleika á að sjá nýja og spennandi listamenn,“ segir Cox.Eigandi Hlemms Square gagnrýndi Airwaves í fyrra Hann telur Airwhales ekki brjóta á vörumerkjarétti Airwaves. „Við höfum náð að stofna eitthvað flott og skemmtilegt með þessari hátíð. Við viljum tryggja að listamenn hafi tækifæri á að koma sér á framfæri og fólkið hafi sömuleiðis tækifæri á að sjá þá.“ Eigandi Hlemms Square er Klaus Ortlieb en hann gagnrýndi harðlega nýtt fyrirkomulag Airwaves í fyrra og kvaðst ekki ætla að vera með í dagskrá hátíðarinnar líkt og fyrri ár.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir „Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves“ Iceland Airwaves hefst næstkomandi miðvikudag og stendur fram á laugardag. Sena Live heldur nú utan um hátíðina að öllu leyti í annað sinn og segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdstjóri Senu Live, undirbúning hafa gengið vel. 1. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves“ Iceland Airwaves hefst næstkomandi miðvikudag og stendur fram á laugardag. Sena Live heldur nú utan um hátíðina að öllu leyti í annað sinn og segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdstjóri Senu Live, undirbúning hafa gengið vel. 1. nóvember 2019 13:15