Umferðaraukning heldur ekki í við fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2019 13:00 Verkefnastjóri Vegagerðarinnar segir umferðartölur haldast fast í hendur við efnahagsástandið. Vísir/Vilhelm Samdráttur hefur orðið á umferð á höfuðborgarsvæðinu því hún heldur ekki í við fólksfjölgun. Verkefnastjóri Vegagerðarinnar segir umferðartölur haldast fast í hendur við efnahagsástandið. Umferð á sextán lykilteljurum Vegagerðarinnar á hringveginum hefur aukist um 2,7 prósent frá áramótum. Árið á undan hafði umferðin um hringveginn aukist um 4,3 prósent á sama tíma. „Það er spáð 0,2 prósent samdrætti í hagvexti. Umferðartölur og hagvöxtur tengjast mjög náið. Það er 98 prósent fylgni á milli umferðartalna og hagvaxtar. Samdráttur í hagvexti kemur niður á umferð,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðardeildar Vegagerðarinnar. Hann segir samdrátt í hagkerfinu skila sér síðar í umferðina og því gæti orðið enn frekari samdráttur á næstu mánuðum. Gjaldþrot flugfélagsins WOW air hefur til dæmis haft töluverð áhrif. „Ég sé það bara á tölum ferðamanna frá Bandaríkjunum og Kanada, það sem WOW flutti mest til okkar. Ferðamenn frá Bandaríkjunum hafa dregist saman um 33 prósent það sem af er ári og kanadískir um 25 prósent. Bretum hefur einnig fækkað um tæp fimmtán prósent. Bretar eru næst fjölmennastir. Þessir þrír hópar geta valdið fimmtán prósent samdrætti í ferðamönnum til landsins í ár. Það gæti þýtt eitt og hálft til tvö prósentu samdrætti í umferð.“ Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð aukist um 1,2 prósent það sem af er ári. Umferð á höfuðborgarsvæðinu fylgir betur hagvaxtarþróun. Í fyrra jókst umferðin á svæðinu á sama tíma um 3 prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári verið 1,7 prósent. „Þetta nær ekki að halda í við fólksfjölgun, þessi aukning sem hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í raun samdráttur.“ Segir Friðleifur Ingi sem býst ekki við mikilli aukningu í umferð á næsta ári miðað við hagspár. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Samdráttur hefur orðið á umferð á höfuðborgarsvæðinu því hún heldur ekki í við fólksfjölgun. Verkefnastjóri Vegagerðarinnar segir umferðartölur haldast fast í hendur við efnahagsástandið. Umferð á sextán lykilteljurum Vegagerðarinnar á hringveginum hefur aukist um 2,7 prósent frá áramótum. Árið á undan hafði umferðin um hringveginn aukist um 4,3 prósent á sama tíma. „Það er spáð 0,2 prósent samdrætti í hagvexti. Umferðartölur og hagvöxtur tengjast mjög náið. Það er 98 prósent fylgni á milli umferðartalna og hagvaxtar. Samdráttur í hagvexti kemur niður á umferð,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðardeildar Vegagerðarinnar. Hann segir samdrátt í hagkerfinu skila sér síðar í umferðina og því gæti orðið enn frekari samdráttur á næstu mánuðum. Gjaldþrot flugfélagsins WOW air hefur til dæmis haft töluverð áhrif. „Ég sé það bara á tölum ferðamanna frá Bandaríkjunum og Kanada, það sem WOW flutti mest til okkar. Ferðamenn frá Bandaríkjunum hafa dregist saman um 33 prósent það sem af er ári og kanadískir um 25 prósent. Bretum hefur einnig fækkað um tæp fimmtán prósent. Bretar eru næst fjölmennastir. Þessir þrír hópar geta valdið fimmtán prósent samdrætti í ferðamönnum til landsins í ár. Það gæti þýtt eitt og hálft til tvö prósentu samdrætti í umferð.“ Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð aukist um 1,2 prósent það sem af er ári. Umferð á höfuðborgarsvæðinu fylgir betur hagvaxtarþróun. Í fyrra jókst umferðin á svæðinu á sama tíma um 3 prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári verið 1,7 prósent. „Þetta nær ekki að halda í við fólksfjölgun, þessi aukning sem hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í raun samdráttur.“ Segir Friðleifur Ingi sem býst ekki við mikilli aukningu í umferð á næsta ári miðað við hagspár.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira