450 alþjóðlegir kvenleiðtogar ræða málin í Hörpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 13:59 Hluti þeirra kvenleiðtoga sem sækja heimsþingið heimsóttu Alþingi í morgun. Alþingi Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, forsetaframbjóðandi í Nígeríu og 10 ára aðgerðasinni frá Sýrlandi eru meðal þeirra um 450 kvenleiðtogar frá yfir 100 löndum sækja heimsþing um jafnréttismál sem hefst í Hörpu á morgun. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir konur til að ræða og finna leiðir til að takast á við ýmsar áskoranir sem heimsbyggðin stendur frami fyrir að því er haft er eftir Silvönu Koch-Mehrin, forseta og stafnanda WPL í fréttatilkynningu. „Til að flýta aðgerðum hefur Heimsþingið ákveðið að hrinda úr vör aðgerðaáætlun þar sem innlendir og erlendir samstarfsaðilar taka þátt í samkomulagi um beinar aðgerðir sem verða kynntar á þinginu,“ er haft eftir Koch-Mehrin. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi en að henni standa samtökin Women Leaders Global Forum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi auk annarra alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari þingsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra er stjórnarformaður WPL. „Að Heimsþing kvenleiðtoga eigi heimili sitt á Íslandi er mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir þann stóra hóp kvenleiðtoga úr stjórnmálum, viðskiptum og víðar sem koma til að deila reynslu sinni, leiðum og lausnum, heldur einnig fyrir Ísland til að miðla af því sem vel hefur reynst hér til að jafna tækifæri kynjanna,“ er haft eftir Hönnu Birnu í tilkynningunni. Þótt ráðstefnan hefjist formlega ekki fyrr en á morgun er einnig dagskrá í dag. Hluti af hópnum heimsótti til að mynda Alþingi í morgun og síðdegis í dag verður móttaka á Bessastöðum fyrir gesti ráðstefnunnar en nánar má lesa um dagskrána hér. Á þinginu verða jafnframt veittar sérstakar jafnréttisviðurkenningar til tuttugu aðila sem hafa náð árangri í jafnréttismálum víða um heim. Þá verða kynntar niðurstöður mælingar á viðhorfum tíu þúsund einstaklinga víða að úr heiminum til kvenna og karla í ólíkum leiðtogahlutverkum. Alþingi Jafnréttismál Reykjavík Utanríkismál Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, forsetaframbjóðandi í Nígeríu og 10 ára aðgerðasinni frá Sýrlandi eru meðal þeirra um 450 kvenleiðtogar frá yfir 100 löndum sækja heimsþing um jafnréttismál sem hefst í Hörpu á morgun. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir konur til að ræða og finna leiðir til að takast á við ýmsar áskoranir sem heimsbyggðin stendur frami fyrir að því er haft er eftir Silvönu Koch-Mehrin, forseta og stafnanda WPL í fréttatilkynningu. „Til að flýta aðgerðum hefur Heimsþingið ákveðið að hrinda úr vör aðgerðaáætlun þar sem innlendir og erlendir samstarfsaðilar taka þátt í samkomulagi um beinar aðgerðir sem verða kynntar á þinginu,“ er haft eftir Koch-Mehrin. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi en að henni standa samtökin Women Leaders Global Forum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi auk annarra alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari þingsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra er stjórnarformaður WPL. „Að Heimsþing kvenleiðtoga eigi heimili sitt á Íslandi er mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir þann stóra hóp kvenleiðtoga úr stjórnmálum, viðskiptum og víðar sem koma til að deila reynslu sinni, leiðum og lausnum, heldur einnig fyrir Ísland til að miðla af því sem vel hefur reynst hér til að jafna tækifæri kynjanna,“ er haft eftir Hönnu Birnu í tilkynningunni. Þótt ráðstefnan hefjist formlega ekki fyrr en á morgun er einnig dagskrá í dag. Hluti af hópnum heimsótti til að mynda Alþingi í morgun og síðdegis í dag verður móttaka á Bessastöðum fyrir gesti ráðstefnunnar en nánar má lesa um dagskrána hér. Á þinginu verða jafnframt veittar sérstakar jafnréttisviðurkenningar til tuttugu aðila sem hafa náð árangri í jafnréttismálum víða um heim. Þá verða kynntar niðurstöður mælingar á viðhorfum tíu þúsund einstaklinga víða að úr heiminum til kvenna og karla í ólíkum leiðtogahlutverkum.
Alþingi Jafnréttismál Reykjavík Utanríkismál Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03