„Enn eitt dæmið“ um af hverju er mikilvægt að rannsaka fjárfestingaleið Seðlabankans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 18:00 Smári McCarthy. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar vilja að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að rannsaka svokallaða fjárfestingaleið Seðlabankan Íslands. Þingflokkarnir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis en að sögn flutningsmanna er tilgangurinn að varpa skýru ljósi á allar þær fjármagnstilfærslur sem gerðar voru fyrir tilstilli fjárfestingaleiðarinnar. Með fjárfestingaleiðinni stóð seðlabankinn fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn keypti erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar. „Viðskiptin eru liður í losun hafta á fjármagnshreyfingar með gjaldeyri, sbr. áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Markmið Seðlabanka Íslands með viðskiptunum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta, án þess að það valdi verulegum óstöðugleika í gengis og peningamálum eða tefli fjármálastöðugleika í tvísýnu,“ segir í kynningu SÍ um fjárfestingaleiðina sem vitnað er til í greinagerð með þingsályktunartillögunni. „Við höfum lagt þetta fram áður og þá fékkst þetta ekki til meðferðar en núna er bara enn eitt dæmið komið fram um það af hverju þetta er mikilvægt og vonandi klárast þetta í þetta skiptið,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Dæmið sem hann vísar til nú er meint brot Samherja og dótturfélaga í Namibíu. „Í grundvallaratriðum þá voru um 207 milljarðar króna sem komu inn í gegnum fjárfestingaleiðina á meðan að hún var í gangi og við vitum í rauninni ekki nógu mikið um hvaðan þessir peningar komu,“ segir Smári. „Eitthvað af þessu virðist hafa komið frá aflandsfélögum og í þeim tilfellum þá gæti verið um að ræða peninga sem að fóru úr landi, jafnvel fyrir hrun, í jafnvel ólögmætum viðskiptum og það þarf í rauninni að kanna það hvort að þessir peningar hafi fengið að koma aftur inn í landið með afslætti og notaður til þess að kaupa upp eignir sem að voru á stórlækkuðu verði vegna hrunsins.“ Þessi atriði þurfi að gera upp að mati Smára og komast til botns í því hvort að fjárfestingaleiðin hafi verið misnotuð með einhverjum hætti með tilliti til þessara atriða. Spurður hvort ekki ætti að vera löngu búið að koma auga á slíka misnotkun, reynist grunurinn réttur, segir Smári að það hefði verið betra. „Það er í rauninni ekkert sem hefur bent til þess að það hafi verið eftirlit með þeim þætti per se, það var verið að staðfesta að uppboðin væru að ganga með réttum hætti en það var eftir því sem að við best vitum ekkert verið að kanna sérstaklega uppruna peninganna og hvernig það var að flæða,“ segir Smári. Alþingi Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar vilja að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að rannsaka svokallaða fjárfestingaleið Seðlabankan Íslands. Þingflokkarnir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis en að sögn flutningsmanna er tilgangurinn að varpa skýru ljósi á allar þær fjármagnstilfærslur sem gerðar voru fyrir tilstilli fjárfestingaleiðarinnar. Með fjárfestingaleiðinni stóð seðlabankinn fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn keypti erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar. „Viðskiptin eru liður í losun hafta á fjármagnshreyfingar með gjaldeyri, sbr. áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Markmið Seðlabanka Íslands með viðskiptunum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta, án þess að það valdi verulegum óstöðugleika í gengis og peningamálum eða tefli fjármálastöðugleika í tvísýnu,“ segir í kynningu SÍ um fjárfestingaleiðina sem vitnað er til í greinagerð með þingsályktunartillögunni. „Við höfum lagt þetta fram áður og þá fékkst þetta ekki til meðferðar en núna er bara enn eitt dæmið komið fram um það af hverju þetta er mikilvægt og vonandi klárast þetta í þetta skiptið,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Dæmið sem hann vísar til nú er meint brot Samherja og dótturfélaga í Namibíu. „Í grundvallaratriðum þá voru um 207 milljarðar króna sem komu inn í gegnum fjárfestingaleiðina á meðan að hún var í gangi og við vitum í rauninni ekki nógu mikið um hvaðan þessir peningar komu,“ segir Smári. „Eitthvað af þessu virðist hafa komið frá aflandsfélögum og í þeim tilfellum þá gæti verið um að ræða peninga sem að fóru úr landi, jafnvel fyrir hrun, í jafnvel ólögmætum viðskiptum og það þarf í rauninni að kanna það hvort að þessir peningar hafi fengið að koma aftur inn í landið með afslætti og notaður til þess að kaupa upp eignir sem að voru á stórlækkuðu verði vegna hrunsins.“ Þessi atriði þurfi að gera upp að mati Smára og komast til botns í því hvort að fjárfestingaleiðin hafi verið misnotuð með einhverjum hætti með tilliti til þessara atriða. Spurður hvort ekki ætti að vera löngu búið að koma auga á slíka misnotkun, reynist grunurinn réttur, segir Smári að það hefði verið betra. „Það er í rauninni ekkert sem hefur bent til þess að það hafi verið eftirlit með þeim þætti per se, það var verið að staðfesta að uppboðin væru að ganga með réttum hætti en það var eftir því sem að við best vitum ekkert verið að kanna sérstaklega uppruna peninganna og hvernig það var að flæða,“ segir Smári.
Alþingi Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira