Kirkjugarðar í vanda: Treystir sér ekki til að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi Hrund Þórsdóttir skrifar 2. desember 2019 07:00 Árið 2005 gerðu ríkið og kirkjugarðaráð samning um greiðslur sem áttu að standa straum af kostnaði við lögbundin verkefni kirkjugarða. Í kjölfar efnahagshrunsins lækkaði ríkið einingaverð í gjaldalíkani samningsins og skar þannig niður fjárframlög til kirkjugarðanna. Á árunum 2009 til 2018 vantaði um þrjá komma fjóra milljarða króna að nafnvirði upp á að framlög til kirkjugarða væru í samræmi við samninginn. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir gögn hafa verið lögð fyrir fjárlaganefnd, Alþingi og bæði fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið, sem er fagráðuneyti kirkjugarða, í von um skilning á stöðunni og aukin fjárframlög en það hafi lítil áhrif haft. „Þeir telja að rúmlega 40% skerðing eigi að gilda hjá okkur þótt þetta hafi verið leiðrétt hjá mörgum öðrum stofnunum hjá ríkinu,“ segir Þórsteinn. Hann segir samningsstöðu kirkjugarðanna svo veika að ekki hefði haft þýðingu að segja upp samningnum. Þá hafi kirkjugarðaráð skoðað að höfða mál vegna samningsbrota en það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs. „Bygging nýrrar bálstofu og nýs líkhúss er ekki lengur á færi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis vegna stanslauss niðurskurðar í rúm tíu ár. Á því verkefni þurfa ríki og sveitarfélög að taka með KGRP og það á næstu árum. Margar viðvaranir hafa verið gefnar en ráðamenn, þ.e. ráðherrar og ríkisstjórnir, með fjármálaráðuneytið í fararbroddi, hafa jafnan daufheyrst við þeim viðvörunum,” segir Þórsteinn.Aðstandendur óánægðir með aðbúnað kirkjugarða Verulega hefur verið dregið úr viðhaldi mannvirkja, sem liggja víða undir skemmdum. Erfitt hefur reynst að greiða jarðverktökum eðlilega þóknun fyrir störf þeirra í þágu garðanna og sumarstarfsfólki Kirkjugarða Reykjavíkur hefur fækkað úr 160 í 60. Þá hefur ekki verið hægt að hrinda í framkvæmd áformum um byggingu líkhúss og athafnarýmis við Gufuneskirkjugarð.Hafið þið orðið vör við óánægju hjá aðstandendum við aðbúnað í kirkjugörðunum? „Já það hefur borið á því, við höfum fengið kvartanir.“ Þórsteinn segir að verði ekki brugðist við þurfi að skera enn frekar niður og þá liggi beint við að hætta þjónustu sem ekki sé hluti af lögbundnum verkefnum kirkjugarða, þar á meðal rekstri líkhúsa og athafnarýma vegna útfara. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni.“Bálstofan í Fossvogi, sú eina á landinu, er 72 ára og verði líkbrennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman.visir/SigurjónLíkbrennsluofnar gætu fallið saman Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu. Hún er 72 ára gömul og verði brennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman. Líkhúsið, sem þjónar í raun landinu öllu og tekur við um 90% landsmanna eftir andlát, er litlu yngra. Starfsemi bálstofu og líkhúss er nú rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu.Hvað myndi gerast ef þessum þjónustuþáttum í Fossvogi yrði lokað? „Það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda því að þá væri ekki hægt að brenna hér á landi og yrði að flytja lík til útlanda,“ segir Þórsteinn. Meðal tillagna sem lagðar voru fyrir Sigríði Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, árið 2017, var að heimila kirkjugörðum með lagabreytingu að innheimta gjöld vegna reksturs líkhúsa og athafnarýma. Þórsteinn segir að gjaldið, sem tekið yrði af dánarbúum, yrði hóflegt, eða um 30 þúsund fyrir notkun líkhúsa og um 15 þúsund fyrir leigu á kirkju vegna útfarar. „Þannig að þetta yrðu ekki háar upphæðir í hlutfalli við kostnað við útfarir, en þessu hefur þó verið hafnað,“ segir Þórsteinn. Ekki náðist í dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Árið 2005 gerðu ríkið og kirkjugarðaráð samning um greiðslur sem áttu að standa straum af kostnaði við lögbundin verkefni kirkjugarða. Í kjölfar efnahagshrunsins lækkaði ríkið einingaverð í gjaldalíkani samningsins og skar þannig niður fjárframlög til kirkjugarðanna. Á árunum 2009 til 2018 vantaði um þrjá komma fjóra milljarða króna að nafnvirði upp á að framlög til kirkjugarða væru í samræmi við samninginn. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir gögn hafa verið lögð fyrir fjárlaganefnd, Alþingi og bæði fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið, sem er fagráðuneyti kirkjugarða, í von um skilning á stöðunni og aukin fjárframlög en það hafi lítil áhrif haft. „Þeir telja að rúmlega 40% skerðing eigi að gilda hjá okkur þótt þetta hafi verið leiðrétt hjá mörgum öðrum stofnunum hjá ríkinu,“ segir Þórsteinn. Hann segir samningsstöðu kirkjugarðanna svo veika að ekki hefði haft þýðingu að segja upp samningnum. Þá hafi kirkjugarðaráð skoðað að höfða mál vegna samningsbrota en það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs. „Bygging nýrrar bálstofu og nýs líkhúss er ekki lengur á færi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis vegna stanslauss niðurskurðar í rúm tíu ár. Á því verkefni þurfa ríki og sveitarfélög að taka með KGRP og það á næstu árum. Margar viðvaranir hafa verið gefnar en ráðamenn, þ.e. ráðherrar og ríkisstjórnir, með fjármálaráðuneytið í fararbroddi, hafa jafnan daufheyrst við þeim viðvörunum,” segir Þórsteinn.Aðstandendur óánægðir með aðbúnað kirkjugarða Verulega hefur verið dregið úr viðhaldi mannvirkja, sem liggja víða undir skemmdum. Erfitt hefur reynst að greiða jarðverktökum eðlilega þóknun fyrir störf þeirra í þágu garðanna og sumarstarfsfólki Kirkjugarða Reykjavíkur hefur fækkað úr 160 í 60. Þá hefur ekki verið hægt að hrinda í framkvæmd áformum um byggingu líkhúss og athafnarýmis við Gufuneskirkjugarð.Hafið þið orðið vör við óánægju hjá aðstandendum við aðbúnað í kirkjugörðunum? „Já það hefur borið á því, við höfum fengið kvartanir.“ Þórsteinn segir að verði ekki brugðist við þurfi að skera enn frekar niður og þá liggi beint við að hætta þjónustu sem ekki sé hluti af lögbundnum verkefnum kirkjugarða, þar á meðal rekstri líkhúsa og athafnarýma vegna útfara. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni.“Bálstofan í Fossvogi, sú eina á landinu, er 72 ára og verði líkbrennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman.visir/SigurjónLíkbrennsluofnar gætu fallið saman Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu. Hún er 72 ára gömul og verði brennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman. Líkhúsið, sem þjónar í raun landinu öllu og tekur við um 90% landsmanna eftir andlát, er litlu yngra. Starfsemi bálstofu og líkhúss er nú rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu.Hvað myndi gerast ef þessum þjónustuþáttum í Fossvogi yrði lokað? „Það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda því að þá væri ekki hægt að brenna hér á landi og yrði að flytja lík til útlanda,“ segir Þórsteinn. Meðal tillagna sem lagðar voru fyrir Sigríði Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, árið 2017, var að heimila kirkjugörðum með lagabreytingu að innheimta gjöld vegna reksturs líkhúsa og athafnarýma. Þórsteinn segir að gjaldið, sem tekið yrði af dánarbúum, yrði hóflegt, eða um 30 þúsund fyrir notkun líkhúsa og um 15 þúsund fyrir leigu á kirkju vegna útfarar. „Þannig að þetta yrðu ekki háar upphæðir í hlutfalli við kostnað við útfarir, en þessu hefur þó verið hafnað,“ segir Þórsteinn. Ekki náðist í dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira