Aukið val Guðfinna Harpa Árnadóttir skrifar 26. nóvember 2019 08:00 Síðasta sumar var ég svo heppin að fá tækifæri til að heimsækja sláturhús, kjötvinnslu, bændaverslun og veitingastað á býlinu Hallegaard á Bornholm í Danmörku. Bóndinn á bænum stofnaði sláturhúsið í kjölfar þess að ekki var lengur hægt að fá slátrað gripum á eynni heldur þurfti að flytja alla sláturgripi með ferju til slátrunar. Honum fannst þetta ótækt fyrir bændurna þar, metnaðarfullan veitingarekstur svæðisins og kröfuharða neytendur en eyjan er, líkt og okkar, mikil ferðamannaparadís. Fyrirtækið á Hallegaard hefur verið í stöðugum vexti og býður nú frábært úrval bæði af ferskvöru og unninni vöru sem er einstakt handverk án allra aukaefna. Þar sem við sátum í sólinni í garði veitingastaðarins og nutum veitinganna varð mér hugsað heim. Þetta vantar okkur alveg heima – staði þar sem dýrin eru alin og unnin alla leið í vandaða lúxusvöru. Staði þar sem allur virðisaukinn sem verður til af hráefninu rennur til frumframleiðandans sjálfs og hans eigið hugvit og elja stjórnar því hversu mikill hann er. Í Borgarnesi starfar reyndar handverkssláturhús, þar sem slátrað er fyrir bændur sem sjálfir hafa markaðssett sína vöru og sjá um afhendingu hennar. Sláturdýrin eru hins vegar ekki alin þar. Einnig eru komnar af stað nokkrar flottar kjötvinnslur í eigu bænda, einhverjir bændur selja sitt kjöt sjálfir tilbúið í frystikistu neytenda og mörg ferðaþjónustufyrirtæki bænda bjóða upp rétti úr afurðum búsins á sínum matseðlum. Öll þessi fyrirtæki útvista hins vegar slátruninni sjálfri til stóru afurðastöðvanna og missa þannig einn hlekk út úr sinni virðiskeðju og kannski ekki síður einn hlekk út úr vinnsluferlinu sem getur verið heftandi á vöruþróun. Ég held að mörg okkar hafi heimsótt sambærileg býli og Hallegaard víðsvegar um Evrópu. Íslensk matvælalöggjöf er evrópsk matvælalöggjöf og á hennar grunni ættum við að geta heimfært sömu reglugerðir og notast er við um alla Evrópu. Einnig eigum við margt gott fagfólk í úrvinnslu matvæla og matvælaöryggi hér á landi sem fyllilega er treystandi til að móta slíkar reglur eða laga þær evrópsku að aðstæðum hér á landi. Þar má nefna starfsfólk Matís en eitt hlutverka Matís er að tryggja matvælaöryggi. Fyrir rúmlega ári síðan eða í byrjun september 2018 gaf Matís út skýrar og nákvæmar tillögur að sérstökum reglum um örsláturhús og voru þær tillögur gefnar út undir stjórn þáverandi forstjóra Matís, Sveins Margeirssonar. Sú útfærsla sem þar er kynnt myndi tryggja að þeir bændur sem vilja geti sjálfir unnið úr eigin hráefni öll skref frá haga í maga án þess að það myndi draga úr matvælaöryggi. Á undanförnum vikum og jafnvel mánuðum hefur sú makalausa samsæriskenning flogið fjöllum hærra að nú standi ekkert í vegi fyrir framþróun á þessu sviði annað en „sumir“ bændur og þá sérstaklega bændaforustan. Þessu hefur verið fleygt fram af „öðrum“ bændum og jafnvel þingmönnum. Ekkert gæti verið fjær því hvað varðar forustu Landssamtaka sauðfjárbænda. Við treystum góðu fagfólki til að móta þessar tillögur þannig að okkar einstöku stöðu í matvælaöryggismálum sé ekki ógnað. Við fögnum því trausti til bænda sem fram kemur ofannefndum tillögum og vitum að þeir bændur sem hefja rekstur örsláturhúsa samkvæmt þessum reglum munu verða traustsins verðir. Við treystum því að landbúnaðarráðherra klári nauðsynlegar laga- og reglubreytingar farssællega og í takti við áður útgefnar tillögur Matís enda hefur Kristján Þór Júlíusson sýnt áhuga og frumkvæði til þess. Breytingarnar munu skipta sauðfjárbændur máli og þær munu líka skipta neytendur máli. Það munu ekki öll býli setja af stað örsláturhús. Áfram munum við þurfa á stóru afurðastöðvunum, þeirra aðferðafræði og þeirra vöruúrvali að halda. Til viðbótar munu neytendur hafa aðgang að öðruvísi vöruúrvali. Vöruúrvali þar sem þættir eins og rekjanleiki, framleiðsluaðferðir, kolefnisbókhald, gróðurfar í beitilandi, meyrnunartími og sláturaðferðir svo dæmi séu nefnd ráða ferð. Vöruúrvali þar sem einungis hugmyndaflug bóndans og neytandans eru takmarkandi þættir þegar kemur að vöruþróun.Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinna Harpa Árnadóttir Landbúnaður Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta sumar var ég svo heppin að fá tækifæri til að heimsækja sláturhús, kjötvinnslu, bændaverslun og veitingastað á býlinu Hallegaard á Bornholm í Danmörku. Bóndinn á bænum stofnaði sláturhúsið í kjölfar þess að ekki var lengur hægt að fá slátrað gripum á eynni heldur þurfti að flytja alla sláturgripi með ferju til slátrunar. Honum fannst þetta ótækt fyrir bændurna þar, metnaðarfullan veitingarekstur svæðisins og kröfuharða neytendur en eyjan er, líkt og okkar, mikil ferðamannaparadís. Fyrirtækið á Hallegaard hefur verið í stöðugum vexti og býður nú frábært úrval bæði af ferskvöru og unninni vöru sem er einstakt handverk án allra aukaefna. Þar sem við sátum í sólinni í garði veitingastaðarins og nutum veitinganna varð mér hugsað heim. Þetta vantar okkur alveg heima – staði þar sem dýrin eru alin og unnin alla leið í vandaða lúxusvöru. Staði þar sem allur virðisaukinn sem verður til af hráefninu rennur til frumframleiðandans sjálfs og hans eigið hugvit og elja stjórnar því hversu mikill hann er. Í Borgarnesi starfar reyndar handverkssláturhús, þar sem slátrað er fyrir bændur sem sjálfir hafa markaðssett sína vöru og sjá um afhendingu hennar. Sláturdýrin eru hins vegar ekki alin þar. Einnig eru komnar af stað nokkrar flottar kjötvinnslur í eigu bænda, einhverjir bændur selja sitt kjöt sjálfir tilbúið í frystikistu neytenda og mörg ferðaþjónustufyrirtæki bænda bjóða upp rétti úr afurðum búsins á sínum matseðlum. Öll þessi fyrirtæki útvista hins vegar slátruninni sjálfri til stóru afurðastöðvanna og missa þannig einn hlekk út úr sinni virðiskeðju og kannski ekki síður einn hlekk út úr vinnsluferlinu sem getur verið heftandi á vöruþróun. Ég held að mörg okkar hafi heimsótt sambærileg býli og Hallegaard víðsvegar um Evrópu. Íslensk matvælalöggjöf er evrópsk matvælalöggjöf og á hennar grunni ættum við að geta heimfært sömu reglugerðir og notast er við um alla Evrópu. Einnig eigum við margt gott fagfólk í úrvinnslu matvæla og matvælaöryggi hér á landi sem fyllilega er treystandi til að móta slíkar reglur eða laga þær evrópsku að aðstæðum hér á landi. Þar má nefna starfsfólk Matís en eitt hlutverka Matís er að tryggja matvælaöryggi. Fyrir rúmlega ári síðan eða í byrjun september 2018 gaf Matís út skýrar og nákvæmar tillögur að sérstökum reglum um örsláturhús og voru þær tillögur gefnar út undir stjórn þáverandi forstjóra Matís, Sveins Margeirssonar. Sú útfærsla sem þar er kynnt myndi tryggja að þeir bændur sem vilja geti sjálfir unnið úr eigin hráefni öll skref frá haga í maga án þess að það myndi draga úr matvælaöryggi. Á undanförnum vikum og jafnvel mánuðum hefur sú makalausa samsæriskenning flogið fjöllum hærra að nú standi ekkert í vegi fyrir framþróun á þessu sviði annað en „sumir“ bændur og þá sérstaklega bændaforustan. Þessu hefur verið fleygt fram af „öðrum“ bændum og jafnvel þingmönnum. Ekkert gæti verið fjær því hvað varðar forustu Landssamtaka sauðfjárbænda. Við treystum góðu fagfólki til að móta þessar tillögur þannig að okkar einstöku stöðu í matvælaöryggismálum sé ekki ógnað. Við fögnum því trausti til bænda sem fram kemur ofannefndum tillögum og vitum að þeir bændur sem hefja rekstur örsláturhúsa samkvæmt þessum reglum munu verða traustsins verðir. Við treystum því að landbúnaðarráðherra klári nauðsynlegar laga- og reglubreytingar farssællega og í takti við áður útgefnar tillögur Matís enda hefur Kristján Þór Júlíusson sýnt áhuga og frumkvæði til þess. Breytingarnar munu skipta sauðfjárbændur máli og þær munu líka skipta neytendur máli. Það munu ekki öll býli setja af stað örsláturhús. Áfram munum við þurfa á stóru afurðastöðvunum, þeirra aðferðafræði og þeirra vöruúrvali að halda. Til viðbótar munu neytendur hafa aðgang að öðruvísi vöruúrvali. Vöruúrvali þar sem þættir eins og rekjanleiki, framleiðsluaðferðir, kolefnisbókhald, gróðurfar í beitilandi, meyrnunartími og sláturaðferðir svo dæmi séu nefnd ráða ferð. Vöruúrvali þar sem einungis hugmyndaflug bóndans og neytandans eru takmarkandi þættir þegar kemur að vöruþróun.Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun