Vandamálið er ekki skortur á trausti Eva Hauksdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:15 Forsætisráðherra skipaði nefnd til að finna út hvernig auka mætti traust almennings á stjórnmálum. Af því að engum datt í hug að heppileg leið til þess væri að sú að standa við orð sín, segja satt, hafa upplýsingar aðgengilegar og axla ábyrgð. Ekki fer neinum sögum af því hvað gert var við tillögur starfshópsins, sem komst að einkar fyrirsjáanlegum niðurstöðum.Að auka traust á atvinnulífinu Nú þarf að auka traust almennings á atvinnulínu. Til þess ætlar sjávarútvegsráðherra, persónulegur vinur Þorsteins Más í Samherja, að óska eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) á viðskiptaháttum fyrirtækja sem versla með aflaheimildir í þriðja heiminum. Aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunarinnar er Íslendingur, fyrrum fjármálaráðherra og einn þeirra sem báru ábyrð á bankahruninu. Það vill svo skemmtilega til að sá hinn sami var sjávarútvegsráðherra áður en hann varð fjármálaráðherra. Hann er þekktur fyrir frændhygli og fékk sem dómsmálaráðherra á sig dóm til greiðslu miskabóta eftir að hafa misnotað aðstöðu sína til þess að skipa son Davíðs Oddssonar í embætti héraðsdómara. Hér er stutt samantekt á nokkrum afrekum Árna Mathiesen. Auðvitað mun úttekt FAO ekki auka traust eins eða neins á íslensku atvinnulífi. Og engum sem neinu ræður mun detta í hug að öruggasta leiðin til þess sé almennilegt eftirlit, að kröfum um heiðarlega viðskiptahætti sé framfylgt, að upplýsingar séu almenningi aðgengilegar og það hafi verulega óþægilegar afleiðingar að brjóta af sér. Allra síst mun forystu VG detta í hug að traust almennings á bæði stjórnmálunum og atvinnulífinu verði áfram í molum á meðan við sitjum uppi með fjármálaráðherra sem hvað eftir annað hefur þótt tortryggilegur.Skortur á trausti er ekki vandamál Skortur á trausti er ekki vandamál á Íslandi. Vandamálið er rótgróin spilling og það væri heimskulegt að treysta stjórnmálamönnum og atvinnurekendum sem komast upp með það ár eftir ár að misnota aðstöðu sína. Spilling verður ekki upprætt með því að fá heiðarlegra fólk í ábyrgðarstöður. Spilling er nefnilega eðlileg í þeim skilningi að maðurinn hefur meðfædda hvöt til þess að gera sér lífið auðveldara, hygla sínum nánustu og treysta þeim þrátt fyrir augljósa breyskleika. Til þess að sporna gegn spillingu þurfa tvö grundvallaratriði að vera í lagi:Gagnsæi og gott aðgengi að upplýsingumÞað þarf að vera einfalt og fljótlegt að losna við þá sem misnota aðstöðu sína og koma í veg fyrir að þeir sömu komist aftur í valdastöður Ef þessi tvö atriði eru ekki í lagi mun eftirlit alltaf verða veikt og götótt og þeir sem á endanum hrekjast frá einum kjötkatlinum ganga beint að hinum næsta. Þeir einu sem treysta kerfi sem ekki bregst við þeirri hættu eru heimskingjar og þeir sem sjálfir njóta góðs af því.Höfundur er álitshafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Samherjaskjölin Tengdar fréttir Orðsporið en ekki innistæðan – viðbrögðin við Samherjamálinu Í Namibíu grasserar spilling og það eru ekki nýjar fréttir. En þar í landi virðist þó vera einhver viðleitni til að bregðast við henni. 19. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra skipaði nefnd til að finna út hvernig auka mætti traust almennings á stjórnmálum. Af því að engum datt í hug að heppileg leið til þess væri að sú að standa við orð sín, segja satt, hafa upplýsingar aðgengilegar og axla ábyrgð. Ekki fer neinum sögum af því hvað gert var við tillögur starfshópsins, sem komst að einkar fyrirsjáanlegum niðurstöðum.Að auka traust á atvinnulífinu Nú þarf að auka traust almennings á atvinnulínu. Til þess ætlar sjávarútvegsráðherra, persónulegur vinur Þorsteins Más í Samherja, að óska eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) á viðskiptaháttum fyrirtækja sem versla með aflaheimildir í þriðja heiminum. Aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunarinnar er Íslendingur, fyrrum fjármálaráðherra og einn þeirra sem báru ábyrð á bankahruninu. Það vill svo skemmtilega til að sá hinn sami var sjávarútvegsráðherra áður en hann varð fjármálaráðherra. Hann er þekktur fyrir frændhygli og fékk sem dómsmálaráðherra á sig dóm til greiðslu miskabóta eftir að hafa misnotað aðstöðu sína til þess að skipa son Davíðs Oddssonar í embætti héraðsdómara. Hér er stutt samantekt á nokkrum afrekum Árna Mathiesen. Auðvitað mun úttekt FAO ekki auka traust eins eða neins á íslensku atvinnulífi. Og engum sem neinu ræður mun detta í hug að öruggasta leiðin til þess sé almennilegt eftirlit, að kröfum um heiðarlega viðskiptahætti sé framfylgt, að upplýsingar séu almenningi aðgengilegar og það hafi verulega óþægilegar afleiðingar að brjóta af sér. Allra síst mun forystu VG detta í hug að traust almennings á bæði stjórnmálunum og atvinnulífinu verði áfram í molum á meðan við sitjum uppi með fjármálaráðherra sem hvað eftir annað hefur þótt tortryggilegur.Skortur á trausti er ekki vandamál Skortur á trausti er ekki vandamál á Íslandi. Vandamálið er rótgróin spilling og það væri heimskulegt að treysta stjórnmálamönnum og atvinnurekendum sem komast upp með það ár eftir ár að misnota aðstöðu sína. Spilling verður ekki upprætt með því að fá heiðarlegra fólk í ábyrgðarstöður. Spilling er nefnilega eðlileg í þeim skilningi að maðurinn hefur meðfædda hvöt til þess að gera sér lífið auðveldara, hygla sínum nánustu og treysta þeim þrátt fyrir augljósa breyskleika. Til þess að sporna gegn spillingu þurfa tvö grundvallaratriði að vera í lagi:Gagnsæi og gott aðgengi að upplýsingumÞað þarf að vera einfalt og fljótlegt að losna við þá sem misnota aðstöðu sína og koma í veg fyrir að þeir sömu komist aftur í valdastöður Ef þessi tvö atriði eru ekki í lagi mun eftirlit alltaf verða veikt og götótt og þeir sem á endanum hrekjast frá einum kjötkatlinum ganga beint að hinum næsta. Þeir einu sem treysta kerfi sem ekki bregst við þeirri hættu eru heimskingjar og þeir sem sjálfir njóta góðs af því.Höfundur er álitshafi.
Orðsporið en ekki innistæðan – viðbrögðin við Samherjamálinu Í Namibíu grasserar spilling og það eru ekki nýjar fréttir. En þar í landi virðist þó vera einhver viðleitni til að bregðast við henni. 19. nóvember 2019 11:30
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun