Vandamálið er ekki skortur á trausti Eva Hauksdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:15 Forsætisráðherra skipaði nefnd til að finna út hvernig auka mætti traust almennings á stjórnmálum. Af því að engum datt í hug að heppileg leið til þess væri að sú að standa við orð sín, segja satt, hafa upplýsingar aðgengilegar og axla ábyrgð. Ekki fer neinum sögum af því hvað gert var við tillögur starfshópsins, sem komst að einkar fyrirsjáanlegum niðurstöðum.Að auka traust á atvinnulífinu Nú þarf að auka traust almennings á atvinnulínu. Til þess ætlar sjávarútvegsráðherra, persónulegur vinur Þorsteins Más í Samherja, að óska eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) á viðskiptaháttum fyrirtækja sem versla með aflaheimildir í þriðja heiminum. Aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunarinnar er Íslendingur, fyrrum fjármálaráðherra og einn þeirra sem báru ábyrð á bankahruninu. Það vill svo skemmtilega til að sá hinn sami var sjávarútvegsráðherra áður en hann varð fjármálaráðherra. Hann er þekktur fyrir frændhygli og fékk sem dómsmálaráðherra á sig dóm til greiðslu miskabóta eftir að hafa misnotað aðstöðu sína til þess að skipa son Davíðs Oddssonar í embætti héraðsdómara. Hér er stutt samantekt á nokkrum afrekum Árna Mathiesen. Auðvitað mun úttekt FAO ekki auka traust eins eða neins á íslensku atvinnulífi. Og engum sem neinu ræður mun detta í hug að öruggasta leiðin til þess sé almennilegt eftirlit, að kröfum um heiðarlega viðskiptahætti sé framfylgt, að upplýsingar séu almenningi aðgengilegar og það hafi verulega óþægilegar afleiðingar að brjóta af sér. Allra síst mun forystu VG detta í hug að traust almennings á bæði stjórnmálunum og atvinnulífinu verði áfram í molum á meðan við sitjum uppi með fjármálaráðherra sem hvað eftir annað hefur þótt tortryggilegur.Skortur á trausti er ekki vandamál Skortur á trausti er ekki vandamál á Íslandi. Vandamálið er rótgróin spilling og það væri heimskulegt að treysta stjórnmálamönnum og atvinnurekendum sem komast upp með það ár eftir ár að misnota aðstöðu sína. Spilling verður ekki upprætt með því að fá heiðarlegra fólk í ábyrgðarstöður. Spilling er nefnilega eðlileg í þeim skilningi að maðurinn hefur meðfædda hvöt til þess að gera sér lífið auðveldara, hygla sínum nánustu og treysta þeim þrátt fyrir augljósa breyskleika. Til þess að sporna gegn spillingu þurfa tvö grundvallaratriði að vera í lagi:Gagnsæi og gott aðgengi að upplýsingumÞað þarf að vera einfalt og fljótlegt að losna við þá sem misnota aðstöðu sína og koma í veg fyrir að þeir sömu komist aftur í valdastöður Ef þessi tvö atriði eru ekki í lagi mun eftirlit alltaf verða veikt og götótt og þeir sem á endanum hrekjast frá einum kjötkatlinum ganga beint að hinum næsta. Þeir einu sem treysta kerfi sem ekki bregst við þeirri hættu eru heimskingjar og þeir sem sjálfir njóta góðs af því.Höfundur er álitshafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Samherjaskjölin Tengdar fréttir Orðsporið en ekki innistæðan – viðbrögðin við Samherjamálinu Í Namibíu grasserar spilling og það eru ekki nýjar fréttir. En þar í landi virðist þó vera einhver viðleitni til að bregðast við henni. 19. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra skipaði nefnd til að finna út hvernig auka mætti traust almennings á stjórnmálum. Af því að engum datt í hug að heppileg leið til þess væri að sú að standa við orð sín, segja satt, hafa upplýsingar aðgengilegar og axla ábyrgð. Ekki fer neinum sögum af því hvað gert var við tillögur starfshópsins, sem komst að einkar fyrirsjáanlegum niðurstöðum.Að auka traust á atvinnulífinu Nú þarf að auka traust almennings á atvinnulínu. Til þess ætlar sjávarútvegsráðherra, persónulegur vinur Þorsteins Más í Samherja, að óska eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) á viðskiptaháttum fyrirtækja sem versla með aflaheimildir í þriðja heiminum. Aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunarinnar er Íslendingur, fyrrum fjármálaráðherra og einn þeirra sem báru ábyrð á bankahruninu. Það vill svo skemmtilega til að sá hinn sami var sjávarútvegsráðherra áður en hann varð fjármálaráðherra. Hann er þekktur fyrir frændhygli og fékk sem dómsmálaráðherra á sig dóm til greiðslu miskabóta eftir að hafa misnotað aðstöðu sína til þess að skipa son Davíðs Oddssonar í embætti héraðsdómara. Hér er stutt samantekt á nokkrum afrekum Árna Mathiesen. Auðvitað mun úttekt FAO ekki auka traust eins eða neins á íslensku atvinnulífi. Og engum sem neinu ræður mun detta í hug að öruggasta leiðin til þess sé almennilegt eftirlit, að kröfum um heiðarlega viðskiptahætti sé framfylgt, að upplýsingar séu almenningi aðgengilegar og það hafi verulega óþægilegar afleiðingar að brjóta af sér. Allra síst mun forystu VG detta í hug að traust almennings á bæði stjórnmálunum og atvinnulífinu verði áfram í molum á meðan við sitjum uppi með fjármálaráðherra sem hvað eftir annað hefur þótt tortryggilegur.Skortur á trausti er ekki vandamál Skortur á trausti er ekki vandamál á Íslandi. Vandamálið er rótgróin spilling og það væri heimskulegt að treysta stjórnmálamönnum og atvinnurekendum sem komast upp með það ár eftir ár að misnota aðstöðu sína. Spilling verður ekki upprætt með því að fá heiðarlegra fólk í ábyrgðarstöður. Spilling er nefnilega eðlileg í þeim skilningi að maðurinn hefur meðfædda hvöt til þess að gera sér lífið auðveldara, hygla sínum nánustu og treysta þeim þrátt fyrir augljósa breyskleika. Til þess að sporna gegn spillingu þurfa tvö grundvallaratriði að vera í lagi:Gagnsæi og gott aðgengi að upplýsingumÞað þarf að vera einfalt og fljótlegt að losna við þá sem misnota aðstöðu sína og koma í veg fyrir að þeir sömu komist aftur í valdastöður Ef þessi tvö atriði eru ekki í lagi mun eftirlit alltaf verða veikt og götótt og þeir sem á endanum hrekjast frá einum kjötkatlinum ganga beint að hinum næsta. Þeir einu sem treysta kerfi sem ekki bregst við þeirri hættu eru heimskingjar og þeir sem sjálfir njóta góðs af því.Höfundur er álitshafi.
Orðsporið en ekki innistæðan – viðbrögðin við Samherjamálinu Í Namibíu grasserar spilling og það eru ekki nýjar fréttir. En þar í landi virðist þó vera einhver viðleitni til að bregðast við henni. 19. nóvember 2019 11:30
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun