Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:12 Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Vísir/Vilhelm Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. Þetta segir forstjóri Kauphallarinnar. Feimni við upplýsingagjöf kunni að skýra hversu fá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu skráð á markað. Menn ofmeti ef til vill fyrirhöfnina en vanáætli ávinninginn. Þegar mest lét voru 19 sjávarútvegsfyrirtæki skráð á markað á Íslandi en núna er Brim eina íslenska sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð í Kauphöll. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna þau eru ekki fleiri en raun ber vitni. „Einhverju leiti held ég að þetta hljóti að byggjast á því að menn átti sig ekki alveg á ávinningnum og ofmeti hugsanlega flækjustigið við að vera á markaði líka,“ segir Magnús. Í einhverjum tilfellum geti þó verið góðar og gildar ástæður fyrir því að fyrirtæki séu ekki skráð á markað. „Einhverja hluta vegna kann þetta bara að vera feimni við upplýsingagjöf og mig grunar nú að kynslóðaskipti kunni nú að breyta því að einhverju leyti. Nýja kynslóðin virðist ekki jafn hrædd við gagnsæið eins og fyrri kynslóðir.“ Hann telur ljóst að fyrirtæki í sjávarútvegi gætu haft mikið gagn af skráningu á markað, ekki síður nú í ljósi Samherjamálsins. „Þessi togsteita milli myndi ég segja, og sem hefur verið við líði í nokkuð lengi milli sjávarútvegarins og almennings, ég held að skráning á markað og dreifð eignaraðild almennings að þessum fyrirtækjum verði svona grundvöllur sáttar um greinina,“ segir Magnús. Það sé ljóst að Samherjamálið hafi þegar skaðað traust og orðspor. „Skráning þessara fyrirtækja og það gagnsæi sem skráningunni fylgir væri tvímælalaust fallið til þess að auka traust á fyrirtækjunum,“ segir Magnús. Markaðir Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. Þetta segir forstjóri Kauphallarinnar. Feimni við upplýsingagjöf kunni að skýra hversu fá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu skráð á markað. Menn ofmeti ef til vill fyrirhöfnina en vanáætli ávinninginn. Þegar mest lét voru 19 sjávarútvegsfyrirtæki skráð á markað á Íslandi en núna er Brim eina íslenska sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð í Kauphöll. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna þau eru ekki fleiri en raun ber vitni. „Einhverju leiti held ég að þetta hljóti að byggjast á því að menn átti sig ekki alveg á ávinningnum og ofmeti hugsanlega flækjustigið við að vera á markaði líka,“ segir Magnús. Í einhverjum tilfellum geti þó verið góðar og gildar ástæður fyrir því að fyrirtæki séu ekki skráð á markað. „Einhverja hluta vegna kann þetta bara að vera feimni við upplýsingagjöf og mig grunar nú að kynslóðaskipti kunni nú að breyta því að einhverju leyti. Nýja kynslóðin virðist ekki jafn hrædd við gagnsæið eins og fyrri kynslóðir.“ Hann telur ljóst að fyrirtæki í sjávarútvegi gætu haft mikið gagn af skráningu á markað, ekki síður nú í ljósi Samherjamálsins. „Þessi togsteita milli myndi ég segja, og sem hefur verið við líði í nokkuð lengi milli sjávarútvegarins og almennings, ég held að skráning á markað og dreifð eignaraðild almennings að þessum fyrirtækjum verði svona grundvöllur sáttar um greinina,“ segir Magnús. Það sé ljóst að Samherjamálið hafi þegar skaðað traust og orðspor. „Skráning þessara fyrirtækja og það gagnsæi sem skráningunni fylgir væri tvímælalaust fallið til þess að auka traust á fyrirtækjunum,“ segir Magnús.
Markaðir Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent