„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2019 18:08 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm „Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag. Halldóra benti í fyrirspurn sinni á það misræmi sem fram hafi komið í málflutningi ráðherra um fordæmisgildi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins.Rúv vakti athygli á misræmi í málflutningi ráðherra en í gær hafði Áslaug Arna sagt í samtali við Rúv að Landsréttarmálið hefði ekki mikið fordæmisgildi. Það stangaðist á við það sem hún og aðrir ráðherrar höfðu áður sagt um málið. Í svari sínu á Alþingi í dag sagði Áslaug Arna að í fréttum Rúv í gær hafi hún verið að vísa til Póllands og málsatvika þar, en pólsk stjórnvöld lýstu því nýverið að þau styðji mál Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Áslaug Arna segir að orð hennar í viðtalinu við Rúv í gær hafi aðeins snúið að þessum þætti er varði Pólland, „enda var viðtalið um þau mál sérstaklega og aðkomu Póllands að þessu máli. Ég get ekki séð að málið sem við erum með fyrir yfirdeildinni geti verið fordæmisgefandi fyrir stöðuna í Póllandi að neinu leyti,“ sagði Áslaug. Að öðru leyti kunni málið að hafa fordæmisgildi fyrir önnur ríki. „Við höfum talið að niðurstaða Mannréttindadómstólsins geti haft miklar afleiðingar fyrir Ísland sem og önnur ríki Evrópu þar sem hvers konar annmarki á málsmeðferð, meðal annars við skipun dómara á einhverju stigi, geti leitt til þess að dómsniðurstaða teljist með öllu ólögmæt, óháð því hversu tæknilegur annmarkinn er. Það er þetta sem er meðal annars vísað til í greinargerð okkar að geti haft fordæmisgildi víðar,“ sagði Áslaug. Hún harmi ef orð hennar hafi misskilist hvað þetta varðar. „Ef ég var eitthvað óskýr og það gætir einhvers misskilnings leiðréttist það hér með. Mér finnst leiðinlegt ef það er en til þess að taka af öll tvímæli er ég eindregið þeirrar skoðunar að tryggja beri sjálfstæði dómstóla í hvívetna og það eru einfaldlega engin tengsl milli Íslands og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi,“ sagði Áslaug Arna. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag. Halldóra benti í fyrirspurn sinni á það misræmi sem fram hafi komið í málflutningi ráðherra um fordæmisgildi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins.Rúv vakti athygli á misræmi í málflutningi ráðherra en í gær hafði Áslaug Arna sagt í samtali við Rúv að Landsréttarmálið hefði ekki mikið fordæmisgildi. Það stangaðist á við það sem hún og aðrir ráðherrar höfðu áður sagt um málið. Í svari sínu á Alþingi í dag sagði Áslaug Arna að í fréttum Rúv í gær hafi hún verið að vísa til Póllands og málsatvika þar, en pólsk stjórnvöld lýstu því nýverið að þau styðji mál Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Áslaug Arna segir að orð hennar í viðtalinu við Rúv í gær hafi aðeins snúið að þessum þætti er varði Pólland, „enda var viðtalið um þau mál sérstaklega og aðkomu Póllands að þessu máli. Ég get ekki séð að málið sem við erum með fyrir yfirdeildinni geti verið fordæmisgefandi fyrir stöðuna í Póllandi að neinu leyti,“ sagði Áslaug. Að öðru leyti kunni málið að hafa fordæmisgildi fyrir önnur ríki. „Við höfum talið að niðurstaða Mannréttindadómstólsins geti haft miklar afleiðingar fyrir Ísland sem og önnur ríki Evrópu þar sem hvers konar annmarki á málsmeðferð, meðal annars við skipun dómara á einhverju stigi, geti leitt til þess að dómsniðurstaða teljist með öllu ólögmæt, óháð því hversu tæknilegur annmarkinn er. Það er þetta sem er meðal annars vísað til í greinargerð okkar að geti haft fordæmisgildi víðar,“ sagði Áslaug. Hún harmi ef orð hennar hafi misskilist hvað þetta varðar. „Ef ég var eitthvað óskýr og það gætir einhvers misskilnings leiðréttist það hér með. Mér finnst leiðinlegt ef það er en til þess að taka af öll tvímæli er ég eindregið þeirrar skoðunar að tryggja beri sjálfstæði dómstóla í hvívetna og það eru einfaldlega engin tengsl milli Íslands og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi,“ sagði Áslaug Arna.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira