Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2019 19:00 Í dag var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm sem felur í sér miklar breytingar á þessu svæði á allra næstu árum. Meðal annars verður flutt þangað húsið Norðurpóllinn sem var fyrsta húsið sem reist var við Hlemm árið 1904. Húsið var einhvers konar áningarstaður fyrir fólk sem var að koma inn til borgarinnar. Þar gat það fengið sér að borða og mun væntanlega geta það aftur þegar húsið rís hér á ný við Hlemm. Hlemmur verður bíllaust svæði þar sem hjólandi og gangandi komast vel um og einungis strætó, eða borgarlína, má keyra niður laugaveginn frá Fíladelfíu að Hlemmi. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs segir að haldin hafi verið samkeppni þar sem stofur voru fengnar til að gera tillögur um nýtt skipulag á Hlemmi. „Niðurstaðan varð sú að fá tvær stofur, Mandaworks frá Svíþjóð og DLD héðan frá Íslandi, til að móta saman endanlega tillögu. Þannig að við fengjum gæðin úr báðum tillögunum,“ segir Sigurborg Ósk. Skipulagið miði að því að halda í söguna eins og vatnsbrunn sem þar var en einnig yngri hluta sögunnar.„Sem voru svona aðeins meira pönk. Aðeins meiri grófleiki og meiri steypa. Þannig að þetta mun haldast í hendur og vonandi ná að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins,“ segir Sigurborg Ósk. Nú þegar sé mikið mikil lifandi starfsemi á Hlemmi sem muni aukast með nýja skipulaginu.Hlemmur verður ekki lengur miðstöð strætisvagna eins og hann hefur verið í áratugi? „Já það er kannski stærsta breytingin. Í dag er Hlemmur í raun og veru svo kölluð tímajöfnunarstöð þannig að strætó stoppar oft hér mjög lengi. Það hlutverk mun færast yfir á BSÍ og strætó mun hætta að stoppa alveg uppvið Hlemm Mathöll og stoppa við Snorrabrautina. Samhliða þessu verður Borgartúnið opnað beint alveg út á Snorrabrautina rétt ofan við Sæbraut. Hluta Rauðarárstígs inn á Hlemm verður lokað fyrir bílaumferð sem og Laugavegi milli hans og Snorrabrautar og Hlemmur verður kjarnastöð borgarlínu. „Stærsta stoppistöðin og það verður mikið í hana lagt.“Og Hverfisgatan verður þá heilmikil strætóleið líka? „Já svo sannarlega. Það verður eflaust best tengda gata borgarinnar með borgarlínu og öðrum strætóleiðum,“ segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Húsið Norðurpólinn var fyrsta húsið sem var reist við Hlemm árið 1904 og verður það flutt þangað aftur. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Í dag var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm sem felur í sér miklar breytingar á þessu svæði á allra næstu árum. Meðal annars verður flutt þangað húsið Norðurpóllinn sem var fyrsta húsið sem reist var við Hlemm árið 1904. Húsið var einhvers konar áningarstaður fyrir fólk sem var að koma inn til borgarinnar. Þar gat það fengið sér að borða og mun væntanlega geta það aftur þegar húsið rís hér á ný við Hlemm. Hlemmur verður bíllaust svæði þar sem hjólandi og gangandi komast vel um og einungis strætó, eða borgarlína, má keyra niður laugaveginn frá Fíladelfíu að Hlemmi. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs segir að haldin hafi verið samkeppni þar sem stofur voru fengnar til að gera tillögur um nýtt skipulag á Hlemmi. „Niðurstaðan varð sú að fá tvær stofur, Mandaworks frá Svíþjóð og DLD héðan frá Íslandi, til að móta saman endanlega tillögu. Þannig að við fengjum gæðin úr báðum tillögunum,“ segir Sigurborg Ósk. Skipulagið miði að því að halda í söguna eins og vatnsbrunn sem þar var en einnig yngri hluta sögunnar.„Sem voru svona aðeins meira pönk. Aðeins meiri grófleiki og meiri steypa. Þannig að þetta mun haldast í hendur og vonandi ná að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins,“ segir Sigurborg Ósk. Nú þegar sé mikið mikil lifandi starfsemi á Hlemmi sem muni aukast með nýja skipulaginu.Hlemmur verður ekki lengur miðstöð strætisvagna eins og hann hefur verið í áratugi? „Já það er kannski stærsta breytingin. Í dag er Hlemmur í raun og veru svo kölluð tímajöfnunarstöð þannig að strætó stoppar oft hér mjög lengi. Það hlutverk mun færast yfir á BSÍ og strætó mun hætta að stoppa alveg uppvið Hlemm Mathöll og stoppa við Snorrabrautina. Samhliða þessu verður Borgartúnið opnað beint alveg út á Snorrabrautina rétt ofan við Sæbraut. Hluta Rauðarárstígs inn á Hlemm verður lokað fyrir bílaumferð sem og Laugavegi milli hans og Snorrabrautar og Hlemmur verður kjarnastöð borgarlínu. „Stærsta stoppistöðin og það verður mikið í hana lagt.“Og Hverfisgatan verður þá heilmikil strætóleið líka? „Já svo sannarlega. Það verður eflaust best tengda gata borgarinnar með borgarlínu og öðrum strætóleiðum,“ segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Húsið Norðurpólinn var fyrsta húsið sem var reist við Hlemm árið 1904 og verður það flutt þangað aftur.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira