Frumvarp um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli samþykkt á Alþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 16:21 Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. Þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en níu voru fjarverandi og einn með skráða fjarvist. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þá voru Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, meðal þeirra sem voru fjarverandi auk þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem eru stödd á Bretlandseyjum í tengslum við 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var jafnframt einn þeirra þriggja sem sátu hjá. Frumvarpið hefur verið nokkuð umdeilt en með því er ríkinu veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru í Hæstarétti í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru, ef við á. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Eins og ég hef nefnt hérna áður þá mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðsluna vegna tengsla minna, persónulegra tengsla, við aðila sem kemur málinu við. Þó hefur það verið í því hlutverki að mæla fyrir því að málið verði samþykkt. Ég verð að segja það að umræðunnar upp á síðkastið hafa dregið mjög úr mikilli sannfæringu minni gagnvart málinu að ég hugsa að ég myndi sitja hjá, jafnvel ef ekki væri fyrir fyrrnefnd tengsl,“ sagði Helgi Hrafn. Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins rifjaði einnig upp að þetta væri í þriðja sinn sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið ratar í þingsal. „Ég greiði atkvæði með því frumvarpi vegna þess að ég tel nauðsynlegt að þessu máli ljúki með einhverjum hætti formlega í ljósi sýknu dóms Hæstaréttar á dögunum. Ég tel hins vegar málið meingallað, bæði efnislega og formlega allt of snemma fram komið hér á þinginu í ljósi þess farvegs sem málið er nú komið í,“ sagði Sigríður. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. Þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en níu voru fjarverandi og einn með skráða fjarvist. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þá voru Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, meðal þeirra sem voru fjarverandi auk þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem eru stödd á Bretlandseyjum í tengslum við 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var jafnframt einn þeirra þriggja sem sátu hjá. Frumvarpið hefur verið nokkuð umdeilt en með því er ríkinu veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru í Hæstarétti í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru, ef við á. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Eins og ég hef nefnt hérna áður þá mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðsluna vegna tengsla minna, persónulegra tengsla, við aðila sem kemur málinu við. Þó hefur það verið í því hlutverki að mæla fyrir því að málið verði samþykkt. Ég verð að segja það að umræðunnar upp á síðkastið hafa dregið mjög úr mikilli sannfæringu minni gagnvart málinu að ég hugsa að ég myndi sitja hjá, jafnvel ef ekki væri fyrir fyrrnefnd tengsl,“ sagði Helgi Hrafn. Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins rifjaði einnig upp að þetta væri í þriðja sinn sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið ratar í þingsal. „Ég greiði atkvæði með því frumvarpi vegna þess að ég tel nauðsynlegt að þessu máli ljúki með einhverjum hætti formlega í ljósi sýknu dóms Hæstaréttar á dögunum. Ég tel hins vegar málið meingallað, bæði efnislega og formlega allt of snemma fram komið hér á þinginu í ljósi þess farvegs sem málið er nú komið í,“ sagði Sigríður.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37
Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28
„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30