Bílastæðahús í útboð Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2019 12:30 Bílastæðasjóður rekur sjö bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 bílastæðum. Á fundi borgarstjórnar í dag mun ég leggja það til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bjóða út rekstur þriggja húsa sjóðsins. Bílastæðasjóður ætti að einbeita sér áfram að gjaldtöku meðfram götum (e. On street parking) en láta aðra um rekstur hluta bílastæðahúsanna (e. Off street parking). Á fundi borgarstjórnar þann 5. febrúar á síðasta ári var samþykkt að borgarstjórn myndi fela umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við Bílastæðasjóð, að skoða bestu leiðir varðandi rekstur þeirra sjö bílastæðahúsa sem sjóðurinn rekur í miðborg Reykjavíkur, þar með talið rekstrarútboð, með það fyrir augum að bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni. Einnig var lagt til að rýna fyrirkomulag rekstrarins út frá markmiðum borgarinnar varðandi stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags. Sviðið átti að skila tillögum til skipulags- og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019.Rýmri heimildir skapa tækifæri Ekkert hefur komið út úr þeirri vinnu, þrátt fyrir að tillagan hafi verið samþykkt, og því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks æskilegt að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Rekstur þessa húsa verði boðinn út eigi síðan en 1. febrúar 2020. Þannig mætti bæta þjónustu við þá sem nýta þjónustu bílastæðahúsanna. Enda hafa einkaaðilar meiri möguleika á því að hafa sveigjanlegan opnunartíma á þeim húsum sem færu í útboð. Þar með væri einnig hægt að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsa, ásamt því að skila meiri hagnaði til borgarinnar. Því ætti það að vera auðvelt fyrir flokkana í meirihlutanum að samþykkja þessa framhaldstillögu.Auknir tekjumöguleikar Þessi tillaga er ekki kominn til vegna þess að að bílastæðahúsin séu illa rekin í dag heldur vegna þess að tækifærin eru mun meiri fyrir aðra rekstraraðila en Bílastæðasjóð. Það skýrist fyrst og fremst af ströngum reglum sem Bílastæðasjóður þarf að vinna eftir í dag. Þannig yrði sveigjanleikinn í rekstrinum, t.d. hvað varðar opnunartíma, þjónustustig, bætta nýtingu á stæðum og fleira, mun meiri hjá einkaaðilum. Við vitum að Bílastæðasjóður er vel rekinn innan þess regluramma sem honum er gert að vinna eftir í dag. Því er hægt með útvistun á þremur bílastæðahúsum að afla meiri tekna fyrir Reykjavíkurborg. Það væri hagur þeirra sem myndu taka að sér rekstur bílastæðahúsanna að bæta nýtingu þeirra og auka þjónustu. Þrif og rekstur bílastæðahúsanna myndu einnig vera í höndum leigutaka. Það er vel þekkt í öðrum löndum að rekstur bílastæðahúsa sé leigður út til einkaaðila. Árið 1931 var í Bretlandi stofnað félag sem enn í dag sinnir þessum rekstri en hann nær yfir 150 þúsund stæði í yfir 500 bílastæðahúsum víða í Bretlandi. Hér er því ekki verið að finna upp hjólið og auðvelt að horfa til fordæma frá öðrum löndum við tæknileg úrlausnarefni. Rekstrarútboð á þessum þremur húsum myndi því verða til hagsbóta fyrir notendur þessara bílastæðahúsa og Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Bílastæðasjóður rekur sjö bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 bílastæðum. Á fundi borgarstjórnar í dag mun ég leggja það til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bjóða út rekstur þriggja húsa sjóðsins. Bílastæðasjóður ætti að einbeita sér áfram að gjaldtöku meðfram götum (e. On street parking) en láta aðra um rekstur hluta bílastæðahúsanna (e. Off street parking). Á fundi borgarstjórnar þann 5. febrúar á síðasta ári var samþykkt að borgarstjórn myndi fela umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við Bílastæðasjóð, að skoða bestu leiðir varðandi rekstur þeirra sjö bílastæðahúsa sem sjóðurinn rekur í miðborg Reykjavíkur, þar með talið rekstrarútboð, með það fyrir augum að bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni. Einnig var lagt til að rýna fyrirkomulag rekstrarins út frá markmiðum borgarinnar varðandi stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags. Sviðið átti að skila tillögum til skipulags- og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019.Rýmri heimildir skapa tækifæri Ekkert hefur komið út úr þeirri vinnu, þrátt fyrir að tillagan hafi verið samþykkt, og því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks æskilegt að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Rekstur þessa húsa verði boðinn út eigi síðan en 1. febrúar 2020. Þannig mætti bæta þjónustu við þá sem nýta þjónustu bílastæðahúsanna. Enda hafa einkaaðilar meiri möguleika á því að hafa sveigjanlegan opnunartíma á þeim húsum sem færu í útboð. Þar með væri einnig hægt að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsa, ásamt því að skila meiri hagnaði til borgarinnar. Því ætti það að vera auðvelt fyrir flokkana í meirihlutanum að samþykkja þessa framhaldstillögu.Auknir tekjumöguleikar Þessi tillaga er ekki kominn til vegna þess að að bílastæðahúsin séu illa rekin í dag heldur vegna þess að tækifærin eru mun meiri fyrir aðra rekstraraðila en Bílastæðasjóð. Það skýrist fyrst og fremst af ströngum reglum sem Bílastæðasjóður þarf að vinna eftir í dag. Þannig yrði sveigjanleikinn í rekstrinum, t.d. hvað varðar opnunartíma, þjónustustig, bætta nýtingu á stæðum og fleira, mun meiri hjá einkaaðilum. Við vitum að Bílastæðasjóður er vel rekinn innan þess regluramma sem honum er gert að vinna eftir í dag. Því er hægt með útvistun á þremur bílastæðahúsum að afla meiri tekna fyrir Reykjavíkurborg. Það væri hagur þeirra sem myndu taka að sér rekstur bílastæðahúsanna að bæta nýtingu þeirra og auka þjónustu. Þrif og rekstur bílastæðahúsanna myndu einnig vera í höndum leigutaka. Það er vel þekkt í öðrum löndum að rekstur bílastæðahúsa sé leigður út til einkaaðila. Árið 1931 var í Bretlandi stofnað félag sem enn í dag sinnir þessum rekstri en hann nær yfir 150 þúsund stæði í yfir 500 bílastæðahúsum víða í Bretlandi. Hér er því ekki verið að finna upp hjólið og auðvelt að horfa til fordæma frá öðrum löndum við tæknileg úrlausnarefni. Rekstrarútboð á þessum þremur húsum myndi því verða til hagsbóta fyrir notendur þessara bílastæðahúsa og Reykjavíkurborg.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun