Enski boltinn

Segja Arteta búinn að semja við Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arteta er aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City
Arteta er aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City vísir/getty

Bandaríska fréttastofan ESPN segir Mikel Arteta hafa samþykkt samning um að gerast nýr knattspyrnustjóri Arsenal.

Arteta á að hafa samþykkt þriggja og hálfs árs samning eftir heimildum ESPN og mun Arsenal kynna hann sem nýjan stjóra á morgun, fimmtudag, eða á föstudag.



Ensku fréttamiðlarnir hafa ekki greint frá því að Arteta sé búinn að semja við Arsenal, en Sky Sports segir þó frá því að Arsenal vonist eftir því að Arteta geti stýrt Arsenal gegn Everton um helgina.

Arsenal hefur verið án stjóra síðan Unai Emery var rekinn í lok nóvember. Liðið hefur spilað undir stjórn bráðabirgðastjórans Freddie Ljungberg síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×