Mismunur á aksturskostnaði þingmanna vekur upp spurningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. desember 2019 14:30 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. vísir/vilhelm Alþingi hefur birt tölur um aksturskostnað þingmanna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þar kemur fram að þingmenn hafa á tímabilinu fengið um 25 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs. Á öllu árinu í fyrra nam kostnaðurinn um 30 milljónum króna. Níu landsbyggðarþingmenn taka um tvo þriðju hluta alls aksturskostnaðar, og eru greiðslur til þeirra á bilinu ein til þrjár og hálf milljónir króna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þar efstur á lista en næstur á eftir honum kemur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins með 2,3 milljónir króna. Báðir eru þeir úr Suðurkjördæmi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. „Það gefur tilefni til spurninga. Því tvímælalaust er ákveðinn kostnaður við að komast héðan og þaðan af landinu á þing og ekkert óeðlilega hár kostnaður í mörgum tilfellum. En þegar það er svona mikill munur á milli þingmanna frá sama svæði þá er kannski eðlilegt að það sé farið að spyrja spurninga,“ segir Björn Leví. Aksturskostnaður Ásmundar vakti athygli árið 2017 þegar hann nam alls 4,6 milljónum króna. Eftir það lagði hann einkabílnum og ferðast nú um á bílaleigubílum á kostnað þingsins. Í fyrra lækkaði kostnaðurinn niður í tvær og hálfa milljón króna en nú þegar einungis er litið til fyrstu tíu mánaða ársins nemur hann 3,5 milljónum króna og er því hið minnsta um að ræða 40% aukningu milli ára. Björn Leví telur að setja þurfi skýrari reglur þannig að rekja megi hvort ferðir séu vissulega vegna þingstarfa. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis í Bretlandi. „Það er eina leiðin til að það sé hægt að ganga á eftir því að einhver þingmaður mætti á fund sem var tvímælalaust vegna þingstarfa. Við höfum enga leið núna til að athuga hvort þingmaður rukkaði þingið fyrir þá fundarferð eða ekki. Við verðum að geta haft þann aðhaldsmöguleika.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Alþingi hefur birt tölur um aksturskostnað þingmanna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þar kemur fram að þingmenn hafa á tímabilinu fengið um 25 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs. Á öllu árinu í fyrra nam kostnaðurinn um 30 milljónum króna. Níu landsbyggðarþingmenn taka um tvo þriðju hluta alls aksturskostnaðar, og eru greiðslur til þeirra á bilinu ein til þrjár og hálf milljónir króna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þar efstur á lista en næstur á eftir honum kemur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins með 2,3 milljónir króna. Báðir eru þeir úr Suðurkjördæmi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. „Það gefur tilefni til spurninga. Því tvímælalaust er ákveðinn kostnaður við að komast héðan og þaðan af landinu á þing og ekkert óeðlilega hár kostnaður í mörgum tilfellum. En þegar það er svona mikill munur á milli þingmanna frá sama svæði þá er kannski eðlilegt að það sé farið að spyrja spurninga,“ segir Björn Leví. Aksturskostnaður Ásmundar vakti athygli árið 2017 þegar hann nam alls 4,6 milljónum króna. Eftir það lagði hann einkabílnum og ferðast nú um á bílaleigubílum á kostnað þingsins. Í fyrra lækkaði kostnaðurinn niður í tvær og hálfa milljón króna en nú þegar einungis er litið til fyrstu tíu mánaða ársins nemur hann 3,5 milljónum króna og er því hið minnsta um að ræða 40% aukningu milli ára. Björn Leví telur að setja þurfi skýrari reglur þannig að rekja megi hvort ferðir séu vissulega vegna þingstarfa. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis í Bretlandi. „Það er eina leiðin til að það sé hægt að ganga á eftir því að einhver þingmaður mætti á fund sem var tvímælalaust vegna þingstarfa. Við höfum enga leið núna til að athuga hvort þingmaður rukkaði þingið fyrir þá fundarferð eða ekki. Við verðum að geta haft þann aðhaldsmöguleika.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05