Mörg ríki ekki undirbúin fyrir tilslakanir á félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 09:05 Farandverkamenn um borð í rútu á Indlandi. Margir hafa setið fastir vegna útgöngubanns og eru nú á leið til síns heima. AP/Rajesh Kumar Singh Víða um heim er verið að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun. Það er þó óljóst hve mörg ríki eru í raun undirbúin og sérfræðingar vara við því að mörg ríki séu það ekki. Ríki hafi ekki byggt upp nægilega getu til að skima fyrir nýju kórónuveirunni né elta uppi þá sem hafi verið í samskiptum við smitaða og skipa þeim í sóttkví. Á Indlandi hefur umfangsmikið útgöngubann hjálpað verulega við að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu meðal 1,3 milljarða íbúa Indlands. Þar á hins vegar að setja lestar landsins á stað aftur, þar sem sagan segir okkur að margir verði í miklu návígi. Tugir þúsunda hafa pantað sér miða með lestunum sem fóru af stað í morgun. Í samtali við Reuters sagði starfsmaður ríkisfyrirtækisins sem heldur utan um rekstur lestakerfisins að allar lestir yrðu fullar í dag. Farþegar munu þó þurfa að láta hitamæla sig og samþykkja að sækja rakningarapp í síma sína, áður en þeir fá að fara um borð í lestarnar. Á undanförnum dögum hafa fyrirtæki verið opnuð á nýjan leik og þegar eru ummerki um fjölgun smitaðra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Dr. Michael Ryan, frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sagði í gær að aðgerðir sem gripið hafi verið til í Þýskalandi og Suður-Kóreu sýni fram á að mögulegt sé að greina nýja smitklasa og einangra fólk áður en það verður of seint. Hann sagði ljóst að mörg ríki byggju ekki yfir þessari getu. „Að loka augunum og keyra í gegnum þetta blindur er eins kjánaleg jafna og ég hef séð,“ sagði Ryan. „Ég hef verulega áhyggjur af því að tiltekin ríki stefni á alvarlega blinda keyrslu á næstu mánuðum.“ .@WHO recommends countries answer these 3 questions to determine how to release a lockdown:-is the epidemic under control?-is the health system able to cope with a resurgence of cases?-is the surveillance system able to detect & manage the cases & their contacts?— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 11, 2020 Tæknifyrirtæki eins og Apple og Google vinna að þróun rakningarappa en sérfræðingar segja hefðbundna rannsóknarvinnu vera besta. Í Þýskalandi koma til dæmis rúmlega tíu þúsund manns að því að greina ferðir smitaðra. Yfirvöld Bretlands ætla að fá 18 þúsund manns til að vinna þessa vinnu þar í landi. Upprunalega stóð til að gera það í mars en hröð útbreiðsla veirunnar gerði það ómögulegt. Bandaríkin eru einnig meðal þeirra ríkja sem gætu verið óundirbúin fyrir aukna útbreiðslu veirunnar en eru samt að létta á félagsforðun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær að hver sem vildi gangast próf vegna veirunnar gæti gert það. Sérfræðingar segja það samt fjarri lagi. Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að framkvæma 700 þúsund próf á degi hverjum en óljóst er hvort ríkið geti náð því markmiði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Bandaríkin Bretland Þýskaland Suður-Kórea Frakkland Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Víða um heim er verið að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun. Það er þó óljóst hve mörg ríki eru í raun undirbúin og sérfræðingar vara við því að mörg ríki séu það ekki. Ríki hafi ekki byggt upp nægilega getu til að skima fyrir nýju kórónuveirunni né elta uppi þá sem hafi verið í samskiptum við smitaða og skipa þeim í sóttkví. Á Indlandi hefur umfangsmikið útgöngubann hjálpað verulega við að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu meðal 1,3 milljarða íbúa Indlands. Þar á hins vegar að setja lestar landsins á stað aftur, þar sem sagan segir okkur að margir verði í miklu návígi. Tugir þúsunda hafa pantað sér miða með lestunum sem fóru af stað í morgun. Í samtali við Reuters sagði starfsmaður ríkisfyrirtækisins sem heldur utan um rekstur lestakerfisins að allar lestir yrðu fullar í dag. Farþegar munu þó þurfa að láta hitamæla sig og samþykkja að sækja rakningarapp í síma sína, áður en þeir fá að fara um borð í lestarnar. Á undanförnum dögum hafa fyrirtæki verið opnuð á nýjan leik og þegar eru ummerki um fjölgun smitaðra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Dr. Michael Ryan, frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sagði í gær að aðgerðir sem gripið hafi verið til í Þýskalandi og Suður-Kóreu sýni fram á að mögulegt sé að greina nýja smitklasa og einangra fólk áður en það verður of seint. Hann sagði ljóst að mörg ríki byggju ekki yfir þessari getu. „Að loka augunum og keyra í gegnum þetta blindur er eins kjánaleg jafna og ég hef séð,“ sagði Ryan. „Ég hef verulega áhyggjur af því að tiltekin ríki stefni á alvarlega blinda keyrslu á næstu mánuðum.“ .@WHO recommends countries answer these 3 questions to determine how to release a lockdown:-is the epidemic under control?-is the health system able to cope with a resurgence of cases?-is the surveillance system able to detect & manage the cases & their contacts?— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 11, 2020 Tæknifyrirtæki eins og Apple og Google vinna að þróun rakningarappa en sérfræðingar segja hefðbundna rannsóknarvinnu vera besta. Í Þýskalandi koma til dæmis rúmlega tíu þúsund manns að því að greina ferðir smitaðra. Yfirvöld Bretlands ætla að fá 18 þúsund manns til að vinna þessa vinnu þar í landi. Upprunalega stóð til að gera það í mars en hröð útbreiðsla veirunnar gerði það ómögulegt. Bandaríkin eru einnig meðal þeirra ríkja sem gætu verið óundirbúin fyrir aukna útbreiðslu veirunnar en eru samt að létta á félagsforðun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær að hver sem vildi gangast próf vegna veirunnar gæti gert það. Sérfræðingar segja það samt fjarri lagi. Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að framkvæma 700 þúsund próf á degi hverjum en óljóst er hvort ríkið geti náð því markmiði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Bandaríkin Bretland Þýskaland Suður-Kórea Frakkland Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira