Mörg ríki ekki undirbúin fyrir tilslakanir á félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 09:05 Farandverkamenn um borð í rútu á Indlandi. Margir hafa setið fastir vegna útgöngubanns og eru nú á leið til síns heima. AP/Rajesh Kumar Singh Víða um heim er verið að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun. Það er þó óljóst hve mörg ríki eru í raun undirbúin og sérfræðingar vara við því að mörg ríki séu það ekki. Ríki hafi ekki byggt upp nægilega getu til að skima fyrir nýju kórónuveirunni né elta uppi þá sem hafi verið í samskiptum við smitaða og skipa þeim í sóttkví. Á Indlandi hefur umfangsmikið útgöngubann hjálpað verulega við að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu meðal 1,3 milljarða íbúa Indlands. Þar á hins vegar að setja lestar landsins á stað aftur, þar sem sagan segir okkur að margir verði í miklu návígi. Tugir þúsunda hafa pantað sér miða með lestunum sem fóru af stað í morgun. Í samtali við Reuters sagði starfsmaður ríkisfyrirtækisins sem heldur utan um rekstur lestakerfisins að allar lestir yrðu fullar í dag. Farþegar munu þó þurfa að láta hitamæla sig og samþykkja að sækja rakningarapp í síma sína, áður en þeir fá að fara um borð í lestarnar. Á undanförnum dögum hafa fyrirtæki verið opnuð á nýjan leik og þegar eru ummerki um fjölgun smitaðra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Dr. Michael Ryan, frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sagði í gær að aðgerðir sem gripið hafi verið til í Þýskalandi og Suður-Kóreu sýni fram á að mögulegt sé að greina nýja smitklasa og einangra fólk áður en það verður of seint. Hann sagði ljóst að mörg ríki byggju ekki yfir þessari getu. „Að loka augunum og keyra í gegnum þetta blindur er eins kjánaleg jafna og ég hef séð,“ sagði Ryan. „Ég hef verulega áhyggjur af því að tiltekin ríki stefni á alvarlega blinda keyrslu á næstu mánuðum.“ .@WHO recommends countries answer these 3 questions to determine how to release a lockdown:-is the epidemic under control?-is the health system able to cope with a resurgence of cases?-is the surveillance system able to detect & manage the cases & their contacts?— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 11, 2020 Tæknifyrirtæki eins og Apple og Google vinna að þróun rakningarappa en sérfræðingar segja hefðbundna rannsóknarvinnu vera besta. Í Þýskalandi koma til dæmis rúmlega tíu þúsund manns að því að greina ferðir smitaðra. Yfirvöld Bretlands ætla að fá 18 þúsund manns til að vinna þessa vinnu þar í landi. Upprunalega stóð til að gera það í mars en hröð útbreiðsla veirunnar gerði það ómögulegt. Bandaríkin eru einnig meðal þeirra ríkja sem gætu verið óundirbúin fyrir aukna útbreiðslu veirunnar en eru samt að létta á félagsforðun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær að hver sem vildi gangast próf vegna veirunnar gæti gert það. Sérfræðingar segja það samt fjarri lagi. Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að framkvæma 700 þúsund próf á degi hverjum en óljóst er hvort ríkið geti náð því markmiði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Bandaríkin Bretland Þýskaland Suður-Kórea Frakkland Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Víða um heim er verið að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun. Það er þó óljóst hve mörg ríki eru í raun undirbúin og sérfræðingar vara við því að mörg ríki séu það ekki. Ríki hafi ekki byggt upp nægilega getu til að skima fyrir nýju kórónuveirunni né elta uppi þá sem hafi verið í samskiptum við smitaða og skipa þeim í sóttkví. Á Indlandi hefur umfangsmikið útgöngubann hjálpað verulega við að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu meðal 1,3 milljarða íbúa Indlands. Þar á hins vegar að setja lestar landsins á stað aftur, þar sem sagan segir okkur að margir verði í miklu návígi. Tugir þúsunda hafa pantað sér miða með lestunum sem fóru af stað í morgun. Í samtali við Reuters sagði starfsmaður ríkisfyrirtækisins sem heldur utan um rekstur lestakerfisins að allar lestir yrðu fullar í dag. Farþegar munu þó þurfa að láta hitamæla sig og samþykkja að sækja rakningarapp í síma sína, áður en þeir fá að fara um borð í lestarnar. Á undanförnum dögum hafa fyrirtæki verið opnuð á nýjan leik og þegar eru ummerki um fjölgun smitaðra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Dr. Michael Ryan, frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sagði í gær að aðgerðir sem gripið hafi verið til í Þýskalandi og Suður-Kóreu sýni fram á að mögulegt sé að greina nýja smitklasa og einangra fólk áður en það verður of seint. Hann sagði ljóst að mörg ríki byggju ekki yfir þessari getu. „Að loka augunum og keyra í gegnum þetta blindur er eins kjánaleg jafna og ég hef séð,“ sagði Ryan. „Ég hef verulega áhyggjur af því að tiltekin ríki stefni á alvarlega blinda keyrslu á næstu mánuðum.“ .@WHO recommends countries answer these 3 questions to determine how to release a lockdown:-is the epidemic under control?-is the health system able to cope with a resurgence of cases?-is the surveillance system able to detect & manage the cases & their contacts?— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 11, 2020 Tæknifyrirtæki eins og Apple og Google vinna að þróun rakningarappa en sérfræðingar segja hefðbundna rannsóknarvinnu vera besta. Í Þýskalandi koma til dæmis rúmlega tíu þúsund manns að því að greina ferðir smitaðra. Yfirvöld Bretlands ætla að fá 18 þúsund manns til að vinna þessa vinnu þar í landi. Upprunalega stóð til að gera það í mars en hröð útbreiðsla veirunnar gerði það ómögulegt. Bandaríkin eru einnig meðal þeirra ríkja sem gætu verið óundirbúin fyrir aukna útbreiðslu veirunnar en eru samt að létta á félagsforðun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær að hver sem vildi gangast próf vegna veirunnar gæti gert það. Sérfræðingar segja það samt fjarri lagi. Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að framkvæma 700 þúsund próf á degi hverjum en óljóst er hvort ríkið geti náð því markmiði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Bandaríkin Bretland Þýskaland Suður-Kórea Frakkland Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira