Bubbi, sagan og fyrrverandi Rannveig Borg skrifar 12. maí 2020 17:00 Þetta með Bubba og sígarettuna er einstaklega táknrænt í ljósi sögunnar. Stundum þarf talsverða fjarlægð frá aðstæðum til að sjá þær í réttu ljósi. Við erum búin að setja sígarettuna á sinn stað. Þó var ekki bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi fyrr en 2007. Það er því ekki ýkja langt síðan það þótti sjálfsagt og jafnvel töff að reykja með tilheyrandi reykingalykt í partýjum, á skemmtistöðum, á skrifstofum, í bílum og inni á heimilum. Ég var líka Bubbi um tíma en er löngu hætt og sé eftir að hafa verið hann. Þróun reykinga sést best þegar bornar eru saman kvikmyndir síðustu áratuga. Hvað breyttist? Vöknuðum við allt í einu og áttuðum okkur á að það væri ekki lengur svalt að reykja? Að það væri vond lykt af sígarettum, þær væru ávanabindandi, krabbameinsvaldandi og almennt heilsuspillandi? Til að við almenningur tæki við sér þurfti raunar að setja lög til að minnka framboð, eftirspurn og aðgengi að svæðum til að reykja á. Banna sígarettuauglýsingar, reykingar á vinnustöðum og skemmtistöðum og hækka skatta á tóbaki. Einnig setja áberandi merkingar um skaðsemi reykinga á pakkningar. Þurfti virkilega að þvinga okkur til að hætta að reykja? Ég ákvað fyrir nokkru að taka fjarlægð frá fyrrverandi þótt flestir segðu að hann væri æði - nema kannski þeir sem höfðu játað sig sigraða fyrir Guði og mönnum - . Ég áttaði mig á að hann gerði mér ekkert gott. Þegar ég var komin með ákveðna fjarlægð og sá hann í betra ljósi ákvað ég að lesa mér til og gekk svo langt að setjast á (há)skólabekk til að fræðast til um hann og hans líka. Ekki gat ég lesið um innihaldið á umbúðunum – þar stendur bara einhver prósentutala. Staðreyndirnar tala sínu máli. Hann er ávanabindandi, heilsuspillandi, krabbameinsvaldandi og dregur að meðaltali 3 milljónir manna á ári til dauða – þar af 12.6% af völdum krabbameina árið 2016. Samkvæmt fjölda rannsókna er hann eitt hættulegasta eiturlyfið. Nýjustu rannsóknir hrekja það sem við höfðum áður talið – hann er líka hættulegur í hófi. Á-i. En hann er svalur. Hrikalega svalur. Ég fylgi háttvirtum dómsmálaráðherra á Instagram sem sýnir sig stolt með honum í sparifötunum. Landlæknir talar um hann spariklæddan og freyðandi sem uppáhald. Lækna-Tómas fagnaði með honum nýlega á Facebook. Það getur vel verið að ég verði í einhverjum samskiptum við hann aftur seinna – sérstaklega við hátíðleg tilefni. Ég verð jú að falla í hópinn og halda kúlinu. Aftur á móti spyr ég mig. Sá sem á mynd af sér árið 2050 með drykk í hendi verður hann kannski Bubbi? Heimildir: 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/274603/9789241565639-eng.pdf?ua=1 2. https://www.globalcommissionondrugs.org/reports/classification-psychoactive-substances 3. http://www.euro.who.int/en/health-topics/disease-prevention/alcohol-use/news/news/2018/09/there-is-no-safe-level-of-alcohol,-new-study-confirms Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Rannveig Borg Sigurðardóttir Tengdar fréttir Hæpin auglýsing Sígarettumyndin af Bubba í auglýsingu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf hefur fengið vægast sagt mikla athygli - en fyrirmyndin er gömul ljósmynd úr tímaritinu Samúel. 11. maí 2020 13:00 Stóra Bubbamálið krufið Bítið er á sínum stað á þessum bjarta föstudagsmorgni. 8. maí 2020 06:51 Bannað að birta mynd af Bubba með sígó á gafli Borgó Bubbi Morthens segir að lögin meini Borgarleikhúsinu að birta mynd af sér með sígarettu í munnvikinu. 7. maí 2020 15:14 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þetta með Bubba og sígarettuna er einstaklega táknrænt í ljósi sögunnar. Stundum þarf talsverða fjarlægð frá aðstæðum til að sjá þær í réttu ljósi. Við erum búin að setja sígarettuna á sinn stað. Þó var ekki bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi fyrr en 2007. Það er því ekki ýkja langt síðan það þótti sjálfsagt og jafnvel töff að reykja með tilheyrandi reykingalykt í partýjum, á skemmtistöðum, á skrifstofum, í bílum og inni á heimilum. Ég var líka Bubbi um tíma en er löngu hætt og sé eftir að hafa verið hann. Þróun reykinga sést best þegar bornar eru saman kvikmyndir síðustu áratuga. Hvað breyttist? Vöknuðum við allt í einu og áttuðum okkur á að það væri ekki lengur svalt að reykja? Að það væri vond lykt af sígarettum, þær væru ávanabindandi, krabbameinsvaldandi og almennt heilsuspillandi? Til að við almenningur tæki við sér þurfti raunar að setja lög til að minnka framboð, eftirspurn og aðgengi að svæðum til að reykja á. Banna sígarettuauglýsingar, reykingar á vinnustöðum og skemmtistöðum og hækka skatta á tóbaki. Einnig setja áberandi merkingar um skaðsemi reykinga á pakkningar. Þurfti virkilega að þvinga okkur til að hætta að reykja? Ég ákvað fyrir nokkru að taka fjarlægð frá fyrrverandi þótt flestir segðu að hann væri æði - nema kannski þeir sem höfðu játað sig sigraða fyrir Guði og mönnum - . Ég áttaði mig á að hann gerði mér ekkert gott. Þegar ég var komin með ákveðna fjarlægð og sá hann í betra ljósi ákvað ég að lesa mér til og gekk svo langt að setjast á (há)skólabekk til að fræðast til um hann og hans líka. Ekki gat ég lesið um innihaldið á umbúðunum – þar stendur bara einhver prósentutala. Staðreyndirnar tala sínu máli. Hann er ávanabindandi, heilsuspillandi, krabbameinsvaldandi og dregur að meðaltali 3 milljónir manna á ári til dauða – þar af 12.6% af völdum krabbameina árið 2016. Samkvæmt fjölda rannsókna er hann eitt hættulegasta eiturlyfið. Nýjustu rannsóknir hrekja það sem við höfðum áður talið – hann er líka hættulegur í hófi. Á-i. En hann er svalur. Hrikalega svalur. Ég fylgi háttvirtum dómsmálaráðherra á Instagram sem sýnir sig stolt með honum í sparifötunum. Landlæknir talar um hann spariklæddan og freyðandi sem uppáhald. Lækna-Tómas fagnaði með honum nýlega á Facebook. Það getur vel verið að ég verði í einhverjum samskiptum við hann aftur seinna – sérstaklega við hátíðleg tilefni. Ég verð jú að falla í hópinn og halda kúlinu. Aftur á móti spyr ég mig. Sá sem á mynd af sér árið 2050 með drykk í hendi verður hann kannski Bubbi? Heimildir: 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/274603/9789241565639-eng.pdf?ua=1 2. https://www.globalcommissionondrugs.org/reports/classification-psychoactive-substances 3. http://www.euro.who.int/en/health-topics/disease-prevention/alcohol-use/news/news/2018/09/there-is-no-safe-level-of-alcohol,-new-study-confirms
Hæpin auglýsing Sígarettumyndin af Bubba í auglýsingu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf hefur fengið vægast sagt mikla athygli - en fyrirmyndin er gömul ljósmynd úr tímaritinu Samúel. 11. maí 2020 13:00
Bannað að birta mynd af Bubba með sígó á gafli Borgó Bubbi Morthens segir að lögin meini Borgarleikhúsinu að birta mynd af sér með sígarettu í munnvikinu. 7. maí 2020 15:14
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun