Hetjurnar í framlínunni Stefán Pétursson skrifar 4. apríl 2020 19:00 Þær stórkostlegu hetjur, sem nú standa í fremstu víglínu baráttunnar við hinn útsmogna og lævísa óþokka Covid-19, eru svo sannarlega skjöldur okkar og sverð. Með æðruleysi og fórnfýsi leggja þau allt í sölurnar fyrir samfélagið og leggja heilsu sína og velferð í hættu allan sólarhringinn í þeirri vissu og trú, að sigur muni vinnast að lokum. Heilbrigðisstéttirnar sem nú berjast sem aldrei fyrr við þennan vágest eiga svo sannarlega skilið þakkir okkar. Mig langar að koma því á framfæri hér, um leið og ég þakka öllu starfsfólki heilbrigðiskerfisins fyrir þeirra ómetanlega starf, að sú starfstétt sem ég tilheyri fær mínar allra bestu kveðjur fyrir það gríðarlega mikilvæga og fórnfúsa starf sem hún sinnir. Fólkinu í utanspítalaþjónustu á Íslandi, sem sinnir veikum og slösuðum allan sólarhringinn alla daga ársins, færi ég mínar innilegustu þakkir og heillaóskir. Ef ykkar nyti ekki við núna, sem endranær, er hætt við að allt önnur sviðsmynd væri uppi á teningnum. Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn eru oftar en ekki fyrsta snerting veikra og slasaðra við heilbrigðiskerfið og fyrstu samskipti við fagaðila innan þess kerfis. Gríðarlegt álag er á slökkviliðs og sjúkraflutningamönnum um þessar mundir, eins og öðrum í heilbrigðiskerfinu, og því vil ég ítreka þakkir mínar, ykkur öllum til handa, fyrir að standa vaktina og hrósa ykkur fyrir fagleg og fumlaus vinnubrögð. Takk fyrir að standa í broddi fylkingar og mæta vágestinum af einurð, ákveðni og fagmennsku. Þið eruð hetjurnar og fagfólkið sem takið fyrsta höggið. Án ykkar væri heilbrigðiskerfið og utanspítalaþjónusta á Íslandi mun verr statt. Nú ríður á að klára sem fyrst kjarasamninga við þær heilbrigðisstéttir sem enn er ósamið við og má þar fyrst nefna hjúkrunarfræðinga, sem standa í eldlínunni nú sem fyrr. Eins er vert að minnast á að enn er ósamið við sjúkraflutningamenn sem starfa hjá ríkinu, en þó virðist sem eitthvað sé að rofa til á þeim vettvangi, sem betur fer. Að öllum öðrum heilbrigðisstéttum ólöstuðum er það fólkið í utanspítalaþjónustunni, fólkið á sjúkrabílunum, slökkviliðs og sjúkraflutningamenn þessa lands sem eru í fremstu víglínu baráttunnar og í afar mikilli nálægð við ógnvaldinn Covid-19. Þessu fólki megum við ekki gleyma því án þeirra værum við mun verr stödd í baráttunni. Kæru félagar í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, takk fyrir ykkar framlag og takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur öll. Rétt er að taka fram að eftir að þessi grein var skrifuð var samið við sjúkraflutningamenn hjá ríkinu. Fer samningurinn nú í kynningu meðal félagsmanna og í framhaldinu verður kosið um hann. Höfundur er sjúkraflutningamaður og fyrrverandi formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þær stórkostlegu hetjur, sem nú standa í fremstu víglínu baráttunnar við hinn útsmogna og lævísa óþokka Covid-19, eru svo sannarlega skjöldur okkar og sverð. Með æðruleysi og fórnfýsi leggja þau allt í sölurnar fyrir samfélagið og leggja heilsu sína og velferð í hættu allan sólarhringinn í þeirri vissu og trú, að sigur muni vinnast að lokum. Heilbrigðisstéttirnar sem nú berjast sem aldrei fyrr við þennan vágest eiga svo sannarlega skilið þakkir okkar. Mig langar að koma því á framfæri hér, um leið og ég þakka öllu starfsfólki heilbrigðiskerfisins fyrir þeirra ómetanlega starf, að sú starfstétt sem ég tilheyri fær mínar allra bestu kveðjur fyrir það gríðarlega mikilvæga og fórnfúsa starf sem hún sinnir. Fólkinu í utanspítalaþjónustu á Íslandi, sem sinnir veikum og slösuðum allan sólarhringinn alla daga ársins, færi ég mínar innilegustu þakkir og heillaóskir. Ef ykkar nyti ekki við núna, sem endranær, er hætt við að allt önnur sviðsmynd væri uppi á teningnum. Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn eru oftar en ekki fyrsta snerting veikra og slasaðra við heilbrigðiskerfið og fyrstu samskipti við fagaðila innan þess kerfis. Gríðarlegt álag er á slökkviliðs og sjúkraflutningamönnum um þessar mundir, eins og öðrum í heilbrigðiskerfinu, og því vil ég ítreka þakkir mínar, ykkur öllum til handa, fyrir að standa vaktina og hrósa ykkur fyrir fagleg og fumlaus vinnubrögð. Takk fyrir að standa í broddi fylkingar og mæta vágestinum af einurð, ákveðni og fagmennsku. Þið eruð hetjurnar og fagfólkið sem takið fyrsta höggið. Án ykkar væri heilbrigðiskerfið og utanspítalaþjónusta á Íslandi mun verr statt. Nú ríður á að klára sem fyrst kjarasamninga við þær heilbrigðisstéttir sem enn er ósamið við og má þar fyrst nefna hjúkrunarfræðinga, sem standa í eldlínunni nú sem fyrr. Eins er vert að minnast á að enn er ósamið við sjúkraflutningamenn sem starfa hjá ríkinu, en þó virðist sem eitthvað sé að rofa til á þeim vettvangi, sem betur fer. Að öllum öðrum heilbrigðisstéttum ólöstuðum er það fólkið í utanspítalaþjónustunni, fólkið á sjúkrabílunum, slökkviliðs og sjúkraflutningamenn þessa lands sem eru í fremstu víglínu baráttunnar og í afar mikilli nálægð við ógnvaldinn Covid-19. Þessu fólki megum við ekki gleyma því án þeirra værum við mun verr stödd í baráttunni. Kæru félagar í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, takk fyrir ykkar framlag og takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur öll. Rétt er að taka fram að eftir að þessi grein var skrifuð var samið við sjúkraflutningamenn hjá ríkinu. Fer samningurinn nú í kynningu meðal félagsmanna og í framhaldinu verður kosið um hann. Höfundur er sjúkraflutningamaður og fyrrverandi formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun