Saga/Söguleysi Jakob Jakobsson skrifar 7. apríl 2020 11:30 Nú er Vegagerðin að flytja í Garðabæ. Frábært að dreifa fyrirtækjum og stofnunum um höfuðborgarsvæðið. Það þýðir að eftir standa byggingar sem hýst hafa starfsemi ýmiskonar, húsnæði sem ekki er endilega hannað fyrir þarfir næstu notenda. Húsnæði sem er ekki staðlað og ekki akkúrat. En þar eru tækifærin. Húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni er byggt um og eftir seinni heimstyrjöld og hefur svo tekið breytingum gegnum tíðina. Þetta eru ekki íburðarmiklar byggingar og ekki byggingar sem venjulega væru settar í verndunarflokk eða friðaðar, enda ekki beint ástæða til. Þær falla ekki undir 100 ára regluna og eru ekki meistaraverk í íslenskri byggingasögu en þær eru meðal fárra bygginga sem eftir eru vestan Kringlumýrarbrautar sem myndu flokkast sem iðnaðarhúsnæði. Þær hafa sögu sem nær lengra aftur en til aldamóta, sögu um aðra tíma. Það eru örfáar byggingar eftir í Borgartúni sem segja þessa sögu að einhverju leyti: Smith & Norland, Nóatúni 4 frá 1972, Borgartún 23 frá 1968, Borgartún 34-36 frá 1957. Án þeirra væri hverfið fátækara. Hinum megin við Kringlumýrarbraut er nýtt hverfi í uppbyggingu sem er fallega skipulagt eftir kúnstarinnar reglum, en þar voru byggingar fyrir sem sögðu sögu Strætisvagna Reykjavíkur sem nú eru horfnar. Byggingar frá 1969 sem auðveldlega hefði mátt tvinna inn í nýtt skipulag og hefðu gefið nýju hverfi karakter, nafn og sögu. Vonandi verður Júpiter og Mars húsinu (Íslandsbanka) bjargað, sem stendur eitt eftir og segir misgóðar sögur. Reykjavík hefur byggst hratt á undanförnum árum. Okkur finnst það kannski sjálfsagt núna en við megum ekki gleyma að það er ekki langt síðan allar götur voru eins og þjóðvegir og stórir reitir miðsvæðis í borginni voru malarplön þar sem við geymdum bíla. Borgin hefur aldrei litið betur út og flestir virðast vera að vanda sig. Hins vegar, þegar mikið er byggt á stuttu tímabili, þá er hætta á að byggingar verði einsleitar, „allar eins”, „eintómir steypukassar”. Upplifun fólks skiptir máli og upplifunin verður ekki jafn sláandi þegar fólk þekkir byggingar inn á milli og tengir kennileiti við ný hverfi. Vogabyggð er dæmi um hverfi sem er skipulagt í kringum gamlar byggingar og sögu. Það hefur eflaust verið óhemjumikil vinna fyrir hlutaðeigandi en lokaniðurstaðan virðist ætla að sanna það að sú vinna er að margborga sig. Það rímar líka betur við okkar tíma þar sem takmarkið hlýtur að vera að draga úr neyslu að við áttum okkur á að þær byggingar sem eru hvað sjálfbærastar (e. Sustainable) eru einmitt þær sem nú þegar eru byggðar. Það getur verið að það sé ódýrara að rífa og byrja frá grunni, en það þarf líka að meta söguna til fjár, þó hún sé ómetanleg. Þetta á við í Klettagörðum, Múlahverfi, á Orkuhússreitnum, Mjóddinni, Granda, Vegagerðarreitnum og öllum þeim fjölmörgu svæðum sem á næstu árum fara í endurnýjun. Nóg er plássið. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Nú er Vegagerðin að flytja í Garðabæ. Frábært að dreifa fyrirtækjum og stofnunum um höfuðborgarsvæðið. Það þýðir að eftir standa byggingar sem hýst hafa starfsemi ýmiskonar, húsnæði sem ekki er endilega hannað fyrir þarfir næstu notenda. Húsnæði sem er ekki staðlað og ekki akkúrat. En þar eru tækifærin. Húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni er byggt um og eftir seinni heimstyrjöld og hefur svo tekið breytingum gegnum tíðina. Þetta eru ekki íburðarmiklar byggingar og ekki byggingar sem venjulega væru settar í verndunarflokk eða friðaðar, enda ekki beint ástæða til. Þær falla ekki undir 100 ára regluna og eru ekki meistaraverk í íslenskri byggingasögu en þær eru meðal fárra bygginga sem eftir eru vestan Kringlumýrarbrautar sem myndu flokkast sem iðnaðarhúsnæði. Þær hafa sögu sem nær lengra aftur en til aldamóta, sögu um aðra tíma. Það eru örfáar byggingar eftir í Borgartúni sem segja þessa sögu að einhverju leyti: Smith & Norland, Nóatúni 4 frá 1972, Borgartún 23 frá 1968, Borgartún 34-36 frá 1957. Án þeirra væri hverfið fátækara. Hinum megin við Kringlumýrarbraut er nýtt hverfi í uppbyggingu sem er fallega skipulagt eftir kúnstarinnar reglum, en þar voru byggingar fyrir sem sögðu sögu Strætisvagna Reykjavíkur sem nú eru horfnar. Byggingar frá 1969 sem auðveldlega hefði mátt tvinna inn í nýtt skipulag og hefðu gefið nýju hverfi karakter, nafn og sögu. Vonandi verður Júpiter og Mars húsinu (Íslandsbanka) bjargað, sem stendur eitt eftir og segir misgóðar sögur. Reykjavík hefur byggst hratt á undanförnum árum. Okkur finnst það kannski sjálfsagt núna en við megum ekki gleyma að það er ekki langt síðan allar götur voru eins og þjóðvegir og stórir reitir miðsvæðis í borginni voru malarplön þar sem við geymdum bíla. Borgin hefur aldrei litið betur út og flestir virðast vera að vanda sig. Hins vegar, þegar mikið er byggt á stuttu tímabili, þá er hætta á að byggingar verði einsleitar, „allar eins”, „eintómir steypukassar”. Upplifun fólks skiptir máli og upplifunin verður ekki jafn sláandi þegar fólk þekkir byggingar inn á milli og tengir kennileiti við ný hverfi. Vogabyggð er dæmi um hverfi sem er skipulagt í kringum gamlar byggingar og sögu. Það hefur eflaust verið óhemjumikil vinna fyrir hlutaðeigandi en lokaniðurstaðan virðist ætla að sanna það að sú vinna er að margborga sig. Það rímar líka betur við okkar tíma þar sem takmarkið hlýtur að vera að draga úr neyslu að við áttum okkur á að þær byggingar sem eru hvað sjálfbærastar (e. Sustainable) eru einmitt þær sem nú þegar eru byggðar. Það getur verið að það sé ódýrara að rífa og byrja frá grunni, en það þarf líka að meta söguna til fjár, þó hún sé ómetanleg. Þetta á við í Klettagörðum, Múlahverfi, á Orkuhússreitnum, Mjóddinni, Granda, Vegagerðarreitnum og öllum þeim fjölmörgu svæðum sem á næstu árum fara í endurnýjun. Nóg er plássið. Höfundur er arkitekt.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun