Göngu- og hjólastígarnir okkar Ómar H. Kristmundsson skrifar 16. apríl 2020 08:00 Það var vor í lofti um páskana og margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu tækifærið til útivistar. Mikil umferð var um göngu- og hjólastígana svo minnti á Laugaveginn á Þorláksmessu. Áreiðanlega verða stígarnir nýttir sem aldrei fyrr í sumar af augljósum ástæðum. Umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi hefur margfaldast á þessari öld og að því er virðist talsvert umfram þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á stígakerfi höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir vinnu sveitarfélaga við að skilja að hjóla- og gönguumferð er enn langt í land að því sé lokið. Við þær aðstæður er hætta á óhöppum og óþægindum fyrir alla þá sem nýta sér stígana. Til að tryggja snurðulausa umferð um göngu- og hjólastíga við núverandi aðstæður þarf þrennt, skýrar og vel kynntar umferðarreglur, greinilegar umferðarmerkingar og góða umferðarmenningu. Umferðarreglurnar Grunnforsenda fyrir greiðri og hnökralausri umferð er að umferðarreglur séu skýrar og vegfarendur þekki þær. Reglur vegna gangandi og hjólandi umferðar utan vega hafa verið óskýrar í gegnum tíðina, sérstaklega varðandi hjólaumferð á göngustígum. Ný umferðarlög sem tóku gildi nú um síðustu áramót fela í sér framfarir hvað þetta varðar. Skv. þeim eru helstu reglur eftirfarandi: 1. Almenn aðgæsluskylda gildir fyrir alla vegfarendur. Hún felst í því að sýna almenna aðgæslu og öðrum vegfarendum tillitsemi. 2. Heimilt er að hjóla á göngustíg ef það veldur ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Gæta skal ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hjólreiðamaður geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. 3. Ef hjólastígur er samhliða göngustíg skal hjólreiðamaður að jafnaði notast við hjólastíginn. Þó er í slíkum tilvikum heimilt að hjóla á göngustíg ef fyllsta öryggis er gætt og ekki er hjólað hraðar en sem nemur eðlilegum gönguhraða. 4. Gangandi vegfarandi skal nota göngustíg. Hjólastíg má nota ef göngustígur er ekki til staðar eða ófær. Þessar reglur eru skýrar og einfaldar og má draga saman í eina langa setningu: Allir þeir sem um göngu- og hjólastíg fara eiga að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi, hjólreiðafólk má nota göngustíg en það skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og gæta þess að þeir verði ekki fyrir óþægindum eða hættu og gangandi og hlaupandi vegfarendum er heimilt að nota hjólreiðastíg ef göngustíg er ekki að finna eða hann er ófær. Upplýsingar um þessar reglur eru aðgengilegar m.a. hjá Samgöngustofu, á vefnum hjolreidar.is og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna. Þrátt fyrir þetta mætti gera átak í að kynna reglurnar betur, m.a. með sjónvarpsauglýsingum. Reglurnar ættu að vera aðgengilegar í einhverju formi á stígunum sjálfum t.d. á skiltum á fjölförnum stöðum. Umferðarmerkingar Eins og áður segir vantar mikið upp á að umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfaranda sé nægjanlega vel aðskilin. Í umferðarlögum segir að hjólastígur sé sá hluti vegar sem eingöngu er ætlaður umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla, er merktur þannig og greinilega aðskilinn frá akbraut, t.d. með umferðareyju eða kantsteini. Þar sem stígar eru ekki aðskildir með umferðareyju virðist að jafnaði notast við yfirborðsmerkingu, óbrotna línu. Bæta mætti talsvert yfirborðsmerkingar og fjölga viðvörunar- og upplýsingamerkjum. Sérstaklega er þörf á betri merkingum þar sem hjólastígar þvera göngustíga, stígar sameinast eða umferð er sérstaklega mikil. Vantað hefur upp á að yfirborðsmerkingar séu endurmálaðar. Fara ætti í endurmálun þeirra strax. Þetta er ódýr leið til að auka öryggi vegfaranda! Á tímum sóttvarnaaðgerða væri um leið ekki úr vegi að setja merkingar um tveggja metra regluna sem verður örugglega í fullu gildi a.m.k. út sumarið. Umferðarmenning Reglur og merkingar koma hins vegar aldrei í staðinn fyrir góða umferðarmenningu. Hún felur í sér að vegfarendur sýni varkárni og hverjum öðrum tillitssemi og kurteisi óháð skráðum reglum. Nánari umfjöllun um góða umferðarmenningu má finna í leiðbeiningum Landssamtaka hjólreiðamanna um umferð hjólandi á stígum og götum. Þúsundir höfuðborgarbúa fara um stígana á hverjum góðviðrisdegi og þarfir þeirra eru ólíkar. Á stígunum eru hjólreiðamenn sem fara hratt yfir, aðrir hægar, þar fara ungir vegfarendur, hlauparar, einir og í hópum og að lokum gangandi vegfarendur, sumir í félagsskap hunda. Allir þurfa að geta farið um þessa stíga án þess að eiga það á hættu að verða fyrir óhöppum eða óþægindum. Munum að þetta eru stígarnir okkar allra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar H. Kristmundsson Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það var vor í lofti um páskana og margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu tækifærið til útivistar. Mikil umferð var um göngu- og hjólastígana svo minnti á Laugaveginn á Þorláksmessu. Áreiðanlega verða stígarnir nýttir sem aldrei fyrr í sumar af augljósum ástæðum. Umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi hefur margfaldast á þessari öld og að því er virðist talsvert umfram þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á stígakerfi höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir vinnu sveitarfélaga við að skilja að hjóla- og gönguumferð er enn langt í land að því sé lokið. Við þær aðstæður er hætta á óhöppum og óþægindum fyrir alla þá sem nýta sér stígana. Til að tryggja snurðulausa umferð um göngu- og hjólastíga við núverandi aðstæður þarf þrennt, skýrar og vel kynntar umferðarreglur, greinilegar umferðarmerkingar og góða umferðarmenningu. Umferðarreglurnar Grunnforsenda fyrir greiðri og hnökralausri umferð er að umferðarreglur séu skýrar og vegfarendur þekki þær. Reglur vegna gangandi og hjólandi umferðar utan vega hafa verið óskýrar í gegnum tíðina, sérstaklega varðandi hjólaumferð á göngustígum. Ný umferðarlög sem tóku gildi nú um síðustu áramót fela í sér framfarir hvað þetta varðar. Skv. þeim eru helstu reglur eftirfarandi: 1. Almenn aðgæsluskylda gildir fyrir alla vegfarendur. Hún felst í því að sýna almenna aðgæslu og öðrum vegfarendum tillitsemi. 2. Heimilt er að hjóla á göngustíg ef það veldur ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Gæta skal ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hjólreiðamaður geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. 3. Ef hjólastígur er samhliða göngustíg skal hjólreiðamaður að jafnaði notast við hjólastíginn. Þó er í slíkum tilvikum heimilt að hjóla á göngustíg ef fyllsta öryggis er gætt og ekki er hjólað hraðar en sem nemur eðlilegum gönguhraða. 4. Gangandi vegfarandi skal nota göngustíg. Hjólastíg má nota ef göngustígur er ekki til staðar eða ófær. Þessar reglur eru skýrar og einfaldar og má draga saman í eina langa setningu: Allir þeir sem um göngu- og hjólastíg fara eiga að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi, hjólreiðafólk má nota göngustíg en það skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og gæta þess að þeir verði ekki fyrir óþægindum eða hættu og gangandi og hlaupandi vegfarendum er heimilt að nota hjólreiðastíg ef göngustíg er ekki að finna eða hann er ófær. Upplýsingar um þessar reglur eru aðgengilegar m.a. hjá Samgöngustofu, á vefnum hjolreidar.is og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna. Þrátt fyrir þetta mætti gera átak í að kynna reglurnar betur, m.a. með sjónvarpsauglýsingum. Reglurnar ættu að vera aðgengilegar í einhverju formi á stígunum sjálfum t.d. á skiltum á fjölförnum stöðum. Umferðarmerkingar Eins og áður segir vantar mikið upp á að umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfaranda sé nægjanlega vel aðskilin. Í umferðarlögum segir að hjólastígur sé sá hluti vegar sem eingöngu er ætlaður umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla, er merktur þannig og greinilega aðskilinn frá akbraut, t.d. með umferðareyju eða kantsteini. Þar sem stígar eru ekki aðskildir með umferðareyju virðist að jafnaði notast við yfirborðsmerkingu, óbrotna línu. Bæta mætti talsvert yfirborðsmerkingar og fjölga viðvörunar- og upplýsingamerkjum. Sérstaklega er þörf á betri merkingum þar sem hjólastígar þvera göngustíga, stígar sameinast eða umferð er sérstaklega mikil. Vantað hefur upp á að yfirborðsmerkingar séu endurmálaðar. Fara ætti í endurmálun þeirra strax. Þetta er ódýr leið til að auka öryggi vegfaranda! Á tímum sóttvarnaaðgerða væri um leið ekki úr vegi að setja merkingar um tveggja metra regluna sem verður örugglega í fullu gildi a.m.k. út sumarið. Umferðarmenning Reglur og merkingar koma hins vegar aldrei í staðinn fyrir góða umferðarmenningu. Hún felur í sér að vegfarendur sýni varkárni og hverjum öðrum tillitssemi og kurteisi óháð skráðum reglum. Nánari umfjöllun um góða umferðarmenningu má finna í leiðbeiningum Landssamtaka hjólreiðamanna um umferð hjólandi á stígum og götum. Þúsundir höfuðborgarbúa fara um stígana á hverjum góðviðrisdegi og þarfir þeirra eru ólíkar. Á stígunum eru hjólreiðamenn sem fara hratt yfir, aðrir hægar, þar fara ungir vegfarendur, hlauparar, einir og í hópum og að lokum gangandi vegfarendur, sumir í félagsskap hunda. Allir þurfa að geta farið um þessa stíga án þess að eiga það á hættu að verða fyrir óhöppum eða óþægindum. Munum að þetta eru stígarnir okkar allra!
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun