Árangur laga um fæðingar- og foreldraorlof Ingólfur V. Gíslason skrifar 9. mars 2020 14:00 Á vordögum 2000 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust lög um fæðingar- og foreldraorlof. Í lögunum fólust nokkrar róttækar breytingar. Orlofið var lengt í áföngum úr þremur mánuðum í sex. Greiðslur sem áður höfðu verið flatar og lágar voru nú 80% af launum. Sveigjanleiki var innleiddur þannig að mögulegt var að vera í hlutaorlofi og hlutavinnu. Þrír mánuðir voru bundnir hvoru foreldri en þrír voru skiptanlegir. Markmið laganna var annars vegar að tryggja börnum umhyggju beggja foreldra og hins vegar að auðvelda konum og körlum samþættingu fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun þessara laga og því við hæfi að líta yfir hverju þau hafa áorkað. Augljósasta breytingin er að 85-90% feðra taka orlof til að vera með börnum sínum í stað 0,2-0,3% fyrir breytinguna. Þeir taka að meðaltali þann tíma sem einungis þeir geta nýtt. Það er í fullu samræmi við það sem sjá má hjá öðrum þjóðum. Umhyggju barna er miklu jafnar skipt milli foreldra en áður og ekki aðeins meðan á orlofinu stendur. Byggt á mati foreldra (mæðra) sjálfra var umhyggju barna sem fæddust 1997, þremur árum fyrir setningu laganna, jafnt skipt í um 40% fjölskyldna þegar börnin náðu þriggja ára aldri. Umhyggju barna sem fæddust 2014 var jafnt skipt í 75% fjölskyldna þegar þau voru þriggja ára. Rannsóknir á hinum Norðurlöndunum sýna það sama, feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það, alla tíð. Þetta hefur meðal annars skilað sér í því að íslensk ungmenni meta samskipti sín við feður jákvæðari en ungmenni 43 samanburðarlanda samkvæmt alþjóðlegu rannsókninni Health and behaviour in school-aged children. Það hefur ekki grafið undan stöðu íslenskra mæðra, þær eru eftir sem áður með alþjóðlega forystu á þessu sviði. Tvær íslenskar rannsóknir hafa komist að svipuðum niðurstöðum varðandi samspil fæðingarorlofs og skilnaða. Fæðingarorlof feðra dregur úr skilnuðum. Það ætti ekki að koma á óvart, sameiginleg reynsla styrkir sambönd. Einnig þetta atriði er í fullu samræmi við erlendar rannsóknir. Þátttaka feðra í umönnun barna sinna frá upphafi vegferðar þeirra hefur sýnt sig hafa mikilvægar afleiðingar fyrir börnin. Virkni feðranna dregur úr hegðunarvandkvæðum hjá drengjum og sálfræðilegum vanda stúlkna. Hún ýtir undir vitsmunalegan þroska, dregur úr afbrotum og styrkir stöðu fjölskyldna sem standa höllum fæti, félagslega og efnahagslega. Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að þessi lög hafa haft þau áhrif sem þeim var ætlað. Alþingi hefur ekkert betur gert síðustu áratugi til að jafna stöðu kynja á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi en að samþykkja þessi lög. Það sem meira er, líklega hefur Alþingi heldur ekkert betur gert síðustu áratugi til að styrkja samheldni fjölskyldna og bæta stöðu og lífshamingju íslenskra barna. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á vordögum 2000 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust lög um fæðingar- og foreldraorlof. Í lögunum fólust nokkrar róttækar breytingar. Orlofið var lengt í áföngum úr þremur mánuðum í sex. Greiðslur sem áður höfðu verið flatar og lágar voru nú 80% af launum. Sveigjanleiki var innleiddur þannig að mögulegt var að vera í hlutaorlofi og hlutavinnu. Þrír mánuðir voru bundnir hvoru foreldri en þrír voru skiptanlegir. Markmið laganna var annars vegar að tryggja börnum umhyggju beggja foreldra og hins vegar að auðvelda konum og körlum samþættingu fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun þessara laga og því við hæfi að líta yfir hverju þau hafa áorkað. Augljósasta breytingin er að 85-90% feðra taka orlof til að vera með börnum sínum í stað 0,2-0,3% fyrir breytinguna. Þeir taka að meðaltali þann tíma sem einungis þeir geta nýtt. Það er í fullu samræmi við það sem sjá má hjá öðrum þjóðum. Umhyggju barna er miklu jafnar skipt milli foreldra en áður og ekki aðeins meðan á orlofinu stendur. Byggt á mati foreldra (mæðra) sjálfra var umhyggju barna sem fæddust 1997, þremur árum fyrir setningu laganna, jafnt skipt í um 40% fjölskyldna þegar börnin náðu þriggja ára aldri. Umhyggju barna sem fæddust 2014 var jafnt skipt í 75% fjölskyldna þegar þau voru þriggja ára. Rannsóknir á hinum Norðurlöndunum sýna það sama, feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það, alla tíð. Þetta hefur meðal annars skilað sér í því að íslensk ungmenni meta samskipti sín við feður jákvæðari en ungmenni 43 samanburðarlanda samkvæmt alþjóðlegu rannsókninni Health and behaviour in school-aged children. Það hefur ekki grafið undan stöðu íslenskra mæðra, þær eru eftir sem áður með alþjóðlega forystu á þessu sviði. Tvær íslenskar rannsóknir hafa komist að svipuðum niðurstöðum varðandi samspil fæðingarorlofs og skilnaða. Fæðingarorlof feðra dregur úr skilnuðum. Það ætti ekki að koma á óvart, sameiginleg reynsla styrkir sambönd. Einnig þetta atriði er í fullu samræmi við erlendar rannsóknir. Þátttaka feðra í umönnun barna sinna frá upphafi vegferðar þeirra hefur sýnt sig hafa mikilvægar afleiðingar fyrir börnin. Virkni feðranna dregur úr hegðunarvandkvæðum hjá drengjum og sálfræðilegum vanda stúlkna. Hún ýtir undir vitsmunalegan þroska, dregur úr afbrotum og styrkir stöðu fjölskyldna sem standa höllum fæti, félagslega og efnahagslega. Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að þessi lög hafa haft þau áhrif sem þeim var ætlað. Alþingi hefur ekkert betur gert síðustu áratugi til að jafna stöðu kynja á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi en að samþykkja þessi lög. Það sem meira er, líklega hefur Alþingi heldur ekkert betur gert síðustu áratugi til að styrkja samheldni fjölskyldna og bæta stöðu og lífshamingju íslenskra barna. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun