Einhverf og synjað um skólavist Valgerður Sigurðardóttir skrifar 19. maí 2020 11:30 Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. Börnin eru í sínu umhverfi, með sama starfsfólkið í kringum sig alla virka daga, allan ársins hring. Þetta öryggi og þessi rútína í daglegu lífi er nauðsynleg fyrir sum fötluð börn til að þau nái að þroskast og dafna. Arnarskóli er eini skólinn á landinu sem veitir slíka þjónustu. Reykjavíkurborg synjar börnum Arnarskóli hefur verið starfræktur í tvö ár og hefur því ekki verið framkvæmt ytra mat á starfsemi skólans. Enda fer slíkt mat aldrei fram fyrr en á fjórða starfsári. Í dag eru fjögur Reykvísk börn í Arnarskóla og fleiri sem hafa sótt um skólavist þar. Reykjavíkurborg hefur nú verið að synja þessum börnum um skólavist þrátt fyrir það að foreldrar og sérfræðingar telja að hagsmunum barnanna sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Reykjavíkurborg ber fyrir sig að ytra mat hafi ekki farið fram og því sé hægt að synja þeim umsóknum sem berast um skólavist í Arnarskóla. Sú krafa að ytra mat fari fram áður en fleiri nemendur verði sendir í Arnarskóla er án fordæma, óraunhæf og verulega íþyngjandi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Önnur sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið að setja þetta fyrir sig og nemendur þaðan fá vist í Arnarskóla. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem þessi börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra þessara barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Þau sérfræðiteymi sem halda utan um þessi börn telja að skólavist í Arnarskóla sé það besta fyrir þau. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um skólavist, neita þeim um skólavist í þeim skóla sem allir telja að henti þeim best. Nú þegar eru Reykvískir nemendur í skólanum og því er hér verið að mismuna börnum með sérþarfir. Sjálfstæðismenn í skóla- og frístundaráði lögðu til 28. apríl að samningar við Arnarskóla verði endurskoðaðir og þeim börnum sem hafi sótt um skólavist í Arnarskóla fá að stunda þar nám. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í Arnarskóla. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Kópavogur Reykjavík Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. Börnin eru í sínu umhverfi, með sama starfsfólkið í kringum sig alla virka daga, allan ársins hring. Þetta öryggi og þessi rútína í daglegu lífi er nauðsynleg fyrir sum fötluð börn til að þau nái að þroskast og dafna. Arnarskóli er eini skólinn á landinu sem veitir slíka þjónustu. Reykjavíkurborg synjar börnum Arnarskóli hefur verið starfræktur í tvö ár og hefur því ekki verið framkvæmt ytra mat á starfsemi skólans. Enda fer slíkt mat aldrei fram fyrr en á fjórða starfsári. Í dag eru fjögur Reykvísk börn í Arnarskóla og fleiri sem hafa sótt um skólavist þar. Reykjavíkurborg hefur nú verið að synja þessum börnum um skólavist þrátt fyrir það að foreldrar og sérfræðingar telja að hagsmunum barnanna sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Reykjavíkurborg ber fyrir sig að ytra mat hafi ekki farið fram og því sé hægt að synja þeim umsóknum sem berast um skólavist í Arnarskóla. Sú krafa að ytra mat fari fram áður en fleiri nemendur verði sendir í Arnarskóla er án fordæma, óraunhæf og verulega íþyngjandi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Önnur sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið að setja þetta fyrir sig og nemendur þaðan fá vist í Arnarskóla. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem þessi börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra þessara barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Þau sérfræðiteymi sem halda utan um þessi börn telja að skólavist í Arnarskóla sé það besta fyrir þau. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um skólavist, neita þeim um skólavist í þeim skóla sem allir telja að henti þeim best. Nú þegar eru Reykvískir nemendur í skólanum og því er hér verið að mismuna börnum með sérþarfir. Sjálfstæðismenn í skóla- og frístundaráði lögðu til 28. apríl að samningar við Arnarskóla verði endurskoðaðir og þeim börnum sem hafi sótt um skólavist í Arnarskóla fá að stunda þar nám. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í Arnarskóla. Höfundur er borgarfulltrúi.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun