Forsætisráðherra hyggst leggja fram auðlindarákvæði næsta haust Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2020 19:00 Forsætisráðherra stefnir á að leggja fram á Alþingi næsta haust ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir náttúru Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign. Prófessor í hagfræði segir svívirðulegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja og sett auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs í stjórnarskrá. Í fréttum okkar hefur komið fram hörð gagnrýni á að eigendur Samherja hafi framselt nánast alla hlutabréfaeign í félaginu til afkomenda sinna þar sem í því felist framsal á kvóta til næstu kynslóðar. Þá hefur komið fram að ef auðlindarákvæði væri komið í stjórnarskrá væri hægt að koma í veg fyrir að aflaheimildir erfist með slíkum hætti. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að auðlindarákvæði en frekari vinna á eftir að fara fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram auðlindarákvæði í stjórnarskrá á næstu mánuðum. „Stefna mín er að á komandi hausti verði lagt fram ákvæði um að náttúruauðlindir Íslands verði skilgreindar í þjóðareign í stjórnarskrá. Afnotarétturinn af þeim sé ekki afhentur með varanlegum hætti og kveðið verði á um gjaldtöku á auðlindum sem nýttar eru í ábataskyni og eru í þjóðareign. Þetta hefur verið eitt af stóru málunum í íslenskum stjórnmálum en ég held að það sé til mjög mikils að vinna að ná sem breiðastri samstöðu um að slíkt ákvæði fari inn í stjórnarskrá og marki þannig leiðina fyrir löggjafann á komandi árum “ segir Katrín. Vitlaust gefið í upphafi Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði segir að upphaflegur tilgangur kvótakerfisins hafi verið allt annar en sá að afkomendur þeirra sem fari með aflaheimildirnar erfi þær. „Það var ekki ætlun löggjafans þegar kvótakerfið var sett á að framsal af þessu tagi gæti átt sér stað. Þegar framsal var svo leyft nokkrum árum eftir að kvótakerfið var sett á var það reist á alvarlegum misbresti sem fólst í því að frjálst framsals getur ekki virkað ef það var vitlaust gefið í upphafi. Það , segir Þorvaldur. Alþingi á harðahlaupum frá þjóðarviljanum Þorvaldur var fulltrúi í Stjórnlagaráði sem skilaði drögum að stjórnarskrá árið 2012. Í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um drögin sama ár kaus um 83% kjósenda að auðlindarákvæði ráðsins væri lagt til grundvallar í stjórnarskrá. Þorvaldur er afar ósáttur við framgöngu stjórnvalda í málinu. „Þessari þjóðaratkvæðagreiðslu hefur Alþingi verið á harðahlaupum frá síðan árið 2012. Við sjáum sömu þróun erlendis þ.e. hvernig sérhagsmunahópargeta beitt stjórnvöldum fyrir sig til þess að grafa undan lýðræði og mannréttindum. Við getum ekki búið við það ár fram að ári að Alþingi brjóti gegn þjóðarviljanum í þessu máli eins og það hefur gert. Það er svívirðuleg framganga frá mínum bæjardyrum séð. Skýringin blasir við, útvegsfyrirtækin eru með þingmenn og þingflokka á fóðrum. Við þurfum að kortleggja ferillinn og rekja slóðina ,“ segir Þorvaldur. Segir landsmenn bera lítið úr býtum Hann segir að aðeins lítill hluti af ávinningi af fiskveiðiauðlindinni renni til þjóðarinnar. „Það liggur fyrir að um 90% af rentunni af lögmætri eign þjóðarinnar rennur í fáeina vasa og gjarnan inná reikninga í skattaskjólum. Réttur eigandi fær aðeins 10%. Þessum hlutföllum þarf að snúa við. Og það er það sem nýja stjórnarskráin með sínu auðlindarákvæði miðar að,“ segir Þorvaldur Gylfason. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. 19. maí 2020 19:07 Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46 Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20. maí 2020 12:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Forsætisráðherra stefnir á að leggja fram á Alþingi næsta haust ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir náttúru Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign. Prófessor í hagfræði segir svívirðulegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja og sett auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs í stjórnarskrá. Í fréttum okkar hefur komið fram hörð gagnrýni á að eigendur Samherja hafi framselt nánast alla hlutabréfaeign í félaginu til afkomenda sinna þar sem í því felist framsal á kvóta til næstu kynslóðar. Þá hefur komið fram að ef auðlindarákvæði væri komið í stjórnarskrá væri hægt að koma í veg fyrir að aflaheimildir erfist með slíkum hætti. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að auðlindarákvæði en frekari vinna á eftir að fara fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram auðlindarákvæði í stjórnarskrá á næstu mánuðum. „Stefna mín er að á komandi hausti verði lagt fram ákvæði um að náttúruauðlindir Íslands verði skilgreindar í þjóðareign í stjórnarskrá. Afnotarétturinn af þeim sé ekki afhentur með varanlegum hætti og kveðið verði á um gjaldtöku á auðlindum sem nýttar eru í ábataskyni og eru í þjóðareign. Þetta hefur verið eitt af stóru málunum í íslenskum stjórnmálum en ég held að það sé til mjög mikils að vinna að ná sem breiðastri samstöðu um að slíkt ákvæði fari inn í stjórnarskrá og marki þannig leiðina fyrir löggjafann á komandi árum “ segir Katrín. Vitlaust gefið í upphafi Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði segir að upphaflegur tilgangur kvótakerfisins hafi verið allt annar en sá að afkomendur þeirra sem fari með aflaheimildirnar erfi þær. „Það var ekki ætlun löggjafans þegar kvótakerfið var sett á að framsal af þessu tagi gæti átt sér stað. Þegar framsal var svo leyft nokkrum árum eftir að kvótakerfið var sett á var það reist á alvarlegum misbresti sem fólst í því að frjálst framsals getur ekki virkað ef það var vitlaust gefið í upphafi. Það , segir Þorvaldur. Alþingi á harðahlaupum frá þjóðarviljanum Þorvaldur var fulltrúi í Stjórnlagaráði sem skilaði drögum að stjórnarskrá árið 2012. Í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um drögin sama ár kaus um 83% kjósenda að auðlindarákvæði ráðsins væri lagt til grundvallar í stjórnarskrá. Þorvaldur er afar ósáttur við framgöngu stjórnvalda í málinu. „Þessari þjóðaratkvæðagreiðslu hefur Alþingi verið á harðahlaupum frá síðan árið 2012. Við sjáum sömu þróun erlendis þ.e. hvernig sérhagsmunahópargeta beitt stjórnvöldum fyrir sig til þess að grafa undan lýðræði og mannréttindum. Við getum ekki búið við það ár fram að ári að Alþingi brjóti gegn þjóðarviljanum í þessu máli eins og það hefur gert. Það er svívirðuleg framganga frá mínum bæjardyrum séð. Skýringin blasir við, útvegsfyrirtækin eru með þingmenn og þingflokka á fóðrum. Við þurfum að kortleggja ferillinn og rekja slóðina ,“ segir Þorvaldur. Segir landsmenn bera lítið úr býtum Hann segir að aðeins lítill hluti af ávinningi af fiskveiðiauðlindinni renni til þjóðarinnar. „Það liggur fyrir að um 90% af rentunni af lögmætri eign þjóðarinnar rennur í fáeina vasa og gjarnan inná reikninga í skattaskjólum. Réttur eigandi fær aðeins 10%. Þessum hlutföllum þarf að snúa við. Og það er það sem nýja stjórnarskráin með sínu auðlindarákvæði miðar að,“ segir Þorvaldur Gylfason.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. 19. maí 2020 19:07 Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46 Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20. maí 2020 12:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
„Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. 19. maí 2020 19:07
Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46
Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41
Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20. maí 2020 12:34