Leiða má líkum að því að kviknað hafi í út frá rafmagni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. maí 2020 12:00 Miklar skemmdir urðu á vinnubúðunum í brunanum. Vísir/Jóhann K. Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang. Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynning um eldinn klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og voru slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi sendir á staðinn. Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi frá því í morgun. Í fyrstu talið að um hótel eða gistiheimili væri að ræða Vinnubúðirnar eru staðsettar við Þjóðveg 1 milli Hveragerðis og Selfoss og eiga að þjóna starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka sem vinna að tvöföldun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri segir að í fyrstu hafi ekki verið ljóst hvort um vinnubúðirnar væri að ræða eða gistiheimilið Hjarðarból sem er á svipuðum slóðum. „Svo kom í ljós að þetta voru vinnubúðirnar og við töldum líklegt að þær væru mannlausar, við höfðum það þó ekki staðfest en að kom í ljós þegar við vorum byrjaðir að þær voru mannlausar. Hér var heilmikill eldur þegar við komum á staðinn,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Eldurinn kom upp í mötuneyti vinnubúðanna og segir Pétur að leiða megi líkur að því að kviknað hafi í út frá rafmagni.Vísir/Jóhann K. Reykurinn baneitraður Vinnubúðirnar eru reistar úr gámastæðum sem Pétur segir að séu meðal annars úr frauðplastefni sem gerði aðstæður og slökkvistarf erfiðara. „Þannig að það er mikil eldsmatur í þessu. Þetta er mjög eldfimt efni og alveg baneitraður reykur. Ekki bara fyrir öndunarfæri heldur líka inn um húð hjá slökkviliðsmönnum þannig að hér þarf að fara varlega,“ sagði Pétur. Ferja þurfti allt vatn á vettvang með tankbílum sem tafði slökkvistarf. Pétur segir að samt sem áður hafi slökkvistarf gengið vel. „Það hefur tekið tíma vegna þess að það er timbur inn á milli og var nokkuð erfitt að komast að þessu en með körfubíl og rekstútum, svokölluðum, þá hefur þetta gengið vel.“ sagði Pétur. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri ræðir við Hauk Grönli, varaslökkviliðsstjóra og varðstjóra á vettvangi í morgun.Vísir/Jóhann K. Ekki hægt að segja með fullri vissu út frá hverju kviknaði en leiða má líkur að rafmagni Formlegu slökkvistarfi lauk svo á sjöunda tímanum í morgun og var vettvangurinn afhentur lögreglu til rannsóknar. Er þetta mikið tjón? „Já ég hugsa að þetta sé heilmikið tjón á þessum hluta búðanna. Þetta virðist vera mötuneytið sem þeir eru að setja upp og já þetta er mikið tjón,“ sagði Pétur. Getið þið áttað ykkur á út frá hverju kviknaði? „Ég held að það sé ómögulegt að segja með fullri vissu á þessari stundu en það má leiða líkum að rafmagni að sjálfsögðu á svona stað,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Slökkvilið Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. 22. maí 2020 06:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang. Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynning um eldinn klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og voru slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi sendir á staðinn. Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi frá því í morgun. Í fyrstu talið að um hótel eða gistiheimili væri að ræða Vinnubúðirnar eru staðsettar við Þjóðveg 1 milli Hveragerðis og Selfoss og eiga að þjóna starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka sem vinna að tvöföldun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri segir að í fyrstu hafi ekki verið ljóst hvort um vinnubúðirnar væri að ræða eða gistiheimilið Hjarðarból sem er á svipuðum slóðum. „Svo kom í ljós að þetta voru vinnubúðirnar og við töldum líklegt að þær væru mannlausar, við höfðum það þó ekki staðfest en að kom í ljós þegar við vorum byrjaðir að þær voru mannlausar. Hér var heilmikill eldur þegar við komum á staðinn,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Eldurinn kom upp í mötuneyti vinnubúðanna og segir Pétur að leiða megi líkur að því að kviknað hafi í út frá rafmagni.Vísir/Jóhann K. Reykurinn baneitraður Vinnubúðirnar eru reistar úr gámastæðum sem Pétur segir að séu meðal annars úr frauðplastefni sem gerði aðstæður og slökkvistarf erfiðara. „Þannig að það er mikil eldsmatur í þessu. Þetta er mjög eldfimt efni og alveg baneitraður reykur. Ekki bara fyrir öndunarfæri heldur líka inn um húð hjá slökkviliðsmönnum þannig að hér þarf að fara varlega,“ sagði Pétur. Ferja þurfti allt vatn á vettvang með tankbílum sem tafði slökkvistarf. Pétur segir að samt sem áður hafi slökkvistarf gengið vel. „Það hefur tekið tíma vegna þess að það er timbur inn á milli og var nokkuð erfitt að komast að þessu en með körfubíl og rekstútum, svokölluðum, þá hefur þetta gengið vel.“ sagði Pétur. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri ræðir við Hauk Grönli, varaslökkviliðsstjóra og varðstjóra á vettvangi í morgun.Vísir/Jóhann K. Ekki hægt að segja með fullri vissu út frá hverju kviknaði en leiða má líkur að rafmagni Formlegu slökkvistarfi lauk svo á sjöunda tímanum í morgun og var vettvangurinn afhentur lögreglu til rannsóknar. Er þetta mikið tjón? „Já ég hugsa að þetta sé heilmikið tjón á þessum hluta búðanna. Þetta virðist vera mötuneytið sem þeir eru að setja upp og já þetta er mikið tjón,“ sagði Pétur. Getið þið áttað ykkur á út frá hverju kviknaði? „Ég held að það sé ómögulegt að segja með fullri vissu á þessari stundu en það má leiða líkum að rafmagni að sjálfsögðu á svona stað,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
Slökkvilið Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. 22. maí 2020 06:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. 22. maí 2020 06:28