Miður þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki tiltækur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. maí 2020 20:30 Slökkviliðsmenn í Borgarfirði, Akranesi og Reykjanesbæ stóðu í ströngu í margar klukkustundir þegar eldur kom upp í gróðri í Norðurárdal í vikunni. Vísir/Jóhann K. Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir það áhyggjuefni að mikilvægur slökkvibúnaður sé ekki tiltækur þegar hans er þörf en svokölluð slökkviskjóla, sem notuð eru við gróðurbruna, voru ekki tiltæk þegar stórt og viðkvæmt svæði brann í Norðurárdal í vikunni. Um hundrað manns tóku þátt í slökkvistarfi þegar mikill gróðureldur kviknaði í Norðurárdal í Borgarfirði í síðustu viku. Mikið af kjarri og mosa varð undir í eldinum, á um 15 hektara svæði. Á landinu er til ein svokölluð slökkviskjóla, 2000 lítra poki sem þyrla getur borið og sleppt vatni yfir svæði sem brennur. Skjóðan var keypt í kjölfar Mýrareldanna í Borgarfirði árið 2006, fjármögnuð af opinberum stofnunum en komið fyrir hjá Landhelgisgæslunni sem hefur sinnt þjónustunni. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkvistjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Jóhann K. Afleitt þegar búnaðurinn er ekki tiltækur Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir afleitt þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki til staðar þegar á þarf að halda en skjólan var ekki tiltæk þegar eldurinn kom upp í síðustu viku sem gerði slökkvistarf mun erfiðara. „Án efa hefði þetta hjálpað mikið til og sparað mikið streð hjá slökkviliðsmönnunum og eflaust náð að slökkva eldinn mun fyrr en ella,“ segir Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Hér að neðan má sjá umfang og aðstæður á vettvangi í Norðurárdal í vikunni. Ekki við Landhelgisgæsluna að sakast Pétur segir að þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi verið fengin til sinna þjónustunni sé það ekki skilgreint hlutverk stofnunarinnar að slökkva elda og nota búnaðinn. „Það er hins vegar ekki inni í þeirra verklagi, reglum eða lagaverki að það er ekki þeirra hlutverk að nota hana og gera þá ráð fyrir að hún sé alltaf tiltæk,“ segir Pétur. Pétur segir ekki við Landhelgisgæsluna að sakast og kallar eftir betra regluverki, verklagi og auknu fjármagni því reka þurfi búnaðinn. Ein skjóla sé ekki nóg og er hann kominn vel til ára sinna. „Svo sannalega þyrfti að skrifa þetta inn í regluverk og tryggja þessu sess á réttum stað þannig að hægt sé að nota hana í því umhverfi sem við búum við í dag sem er þá það að gróðureldhætta hefur aukist til muna,“ segir Pétur. Slökkvilið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. 19. maí 2020 11:58 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir það áhyggjuefni að mikilvægur slökkvibúnaður sé ekki tiltækur þegar hans er þörf en svokölluð slökkviskjóla, sem notuð eru við gróðurbruna, voru ekki tiltæk þegar stórt og viðkvæmt svæði brann í Norðurárdal í vikunni. Um hundrað manns tóku þátt í slökkvistarfi þegar mikill gróðureldur kviknaði í Norðurárdal í Borgarfirði í síðustu viku. Mikið af kjarri og mosa varð undir í eldinum, á um 15 hektara svæði. Á landinu er til ein svokölluð slökkviskjóla, 2000 lítra poki sem þyrla getur borið og sleppt vatni yfir svæði sem brennur. Skjóðan var keypt í kjölfar Mýrareldanna í Borgarfirði árið 2006, fjármögnuð af opinberum stofnunum en komið fyrir hjá Landhelgisgæslunni sem hefur sinnt þjónustunni. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkvistjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Jóhann K. Afleitt þegar búnaðurinn er ekki tiltækur Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir afleitt þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki til staðar þegar á þarf að halda en skjólan var ekki tiltæk þegar eldurinn kom upp í síðustu viku sem gerði slökkvistarf mun erfiðara. „Án efa hefði þetta hjálpað mikið til og sparað mikið streð hjá slökkviliðsmönnunum og eflaust náð að slökkva eldinn mun fyrr en ella,“ segir Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Hér að neðan má sjá umfang og aðstæður á vettvangi í Norðurárdal í vikunni. Ekki við Landhelgisgæsluna að sakast Pétur segir að þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi verið fengin til sinna þjónustunni sé það ekki skilgreint hlutverk stofnunarinnar að slökkva elda og nota búnaðinn. „Það er hins vegar ekki inni í þeirra verklagi, reglum eða lagaverki að það er ekki þeirra hlutverk að nota hana og gera þá ráð fyrir að hún sé alltaf tiltæk,“ segir Pétur. Pétur segir ekki við Landhelgisgæsluna að sakast og kallar eftir betra regluverki, verklagi og auknu fjármagni því reka þurfi búnaðinn. Ein skjóla sé ekki nóg og er hann kominn vel til ára sinna. „Svo sannalega þyrfti að skrifa þetta inn í regluverk og tryggja þessu sess á réttum stað þannig að hægt sé að nota hana í því umhverfi sem við búum við í dag sem er þá það að gróðureldhætta hefur aukist til muna,“ segir Pétur.
Slökkvilið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. 19. maí 2020 11:58 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. 19. maí 2020 11:58
Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11
Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11