Hvað kostar lýðræðið? Björn Berg Gunnarson skrifar 26. maí 2020 07:30 Það mætti deila meira um hugtakið „óumdeilt“. Kannski hefur það ekki snúist jafn hressilega upp í andhverfu sína og orðin „kóngur“ og „meistari“ en þegar fólk er sagt óumdeilt verðum við að staldra stundarkorn við. Réttur okkar til að deila um og tjá skoðun á fulltrúum okkar og leiðtogum er með þeim mikilvægari sem við eigum. Slíkan rétt hafa ekki allir og metur The Economist stöðu lýðræðis í heiminum nú þá verstu frá árinu 2006, en einungis 4,5% jarðarbúa búa við fullt lýðræði og ríflega þriðjungur býr í löndum þar sem almenningur hefur engin áhrif á hvernig þeim er stjórnað. Þar fær fólk ekki tækifæri til að láta með formlegum hætti reyna á fullyrðingar sumra um að leiðtogarnir séu óumdeildir. Þar þætti lýðræðissinnum væntanlega ekki tiltökumál að inn á kjörseðilinn læddist einn og einn kverúlant sem við fyrstu sýn virðist eygja litla sigurvon eða að hart væri í ári og kosningar dýrar. Slíkt þætti tæplega tilefni til að flauta kosningarnar af, enda rétturinn til að tjá pólitískar skoðanir sínar umtalsvert dýrmætari en svo. Það er áhyggjuefni að hér á landi sé talað um að ástæða sé til að sleppa forsetakosningum, hvort sem ástæðan sem gefin er sé kostnaður, óheppilegir frambjóðendur eða vinsældir núverandi forseta. Það kostar vissulega 300-400 milljónir króna að kjósa í júní en það eru góð kaup, þrátt fyrir allt. Útfærsluatriði á borð við þann fjölda meðmæla sem safna þarf fyrir framboð er um að gera að ráðast í og laga að samtímanum áður en við göngum næst að kjörkössunum, en í stóra samhenginu skiptir það sáralitlu máli. Við skulum ekki gefa okkur að almenn sátt sé um fulltrúa okkar og þeir séu óumdeildir. Skoðanakannanir og fullyrðingar annarra koma aldrei í staðinn fyrir raunverulega þátttöku í frjálsum kosningum. Vonandi verður það á einhverjum tímapunkti óumdeilt. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Forsetakosningar 2020 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það mætti deila meira um hugtakið „óumdeilt“. Kannski hefur það ekki snúist jafn hressilega upp í andhverfu sína og orðin „kóngur“ og „meistari“ en þegar fólk er sagt óumdeilt verðum við að staldra stundarkorn við. Réttur okkar til að deila um og tjá skoðun á fulltrúum okkar og leiðtogum er með þeim mikilvægari sem við eigum. Slíkan rétt hafa ekki allir og metur The Economist stöðu lýðræðis í heiminum nú þá verstu frá árinu 2006, en einungis 4,5% jarðarbúa búa við fullt lýðræði og ríflega þriðjungur býr í löndum þar sem almenningur hefur engin áhrif á hvernig þeim er stjórnað. Þar fær fólk ekki tækifæri til að láta með formlegum hætti reyna á fullyrðingar sumra um að leiðtogarnir séu óumdeildir. Þar þætti lýðræðissinnum væntanlega ekki tiltökumál að inn á kjörseðilinn læddist einn og einn kverúlant sem við fyrstu sýn virðist eygja litla sigurvon eða að hart væri í ári og kosningar dýrar. Slíkt þætti tæplega tilefni til að flauta kosningarnar af, enda rétturinn til að tjá pólitískar skoðanir sínar umtalsvert dýrmætari en svo. Það er áhyggjuefni að hér á landi sé talað um að ástæða sé til að sleppa forsetakosningum, hvort sem ástæðan sem gefin er sé kostnaður, óheppilegir frambjóðendur eða vinsældir núverandi forseta. Það kostar vissulega 300-400 milljónir króna að kjósa í júní en það eru góð kaup, þrátt fyrir allt. Útfærsluatriði á borð við þann fjölda meðmæla sem safna þarf fyrir framboð er um að gera að ráðast í og laga að samtímanum áður en við göngum næst að kjörkössunum, en í stóra samhenginu skiptir það sáralitlu máli. Við skulum ekki gefa okkur að almenn sátt sé um fulltrúa okkar og þeir séu óumdeildir. Skoðanakannanir og fullyrðingar annarra koma aldrei í staðinn fyrir raunverulega þátttöku í frjálsum kosningum. Vonandi verður það á einhverjum tímapunkti óumdeilt. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun