Yfirstjórn Lufthansa hafnar skilyrðum Evrópusambandsins Margrét Helga Erlingsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 27. maí 2020 18:09 Yfirstjórn flugfélagsins Lufthansa segist ekki geta samþykkt skilyrði Evrópusambandsins við björgunarpakka þýskra stjórnvalda. EPA/ARMANDO BABANI Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa. Í fyrstu var talið fullvíst að yfirstjórnin myndi skrifa undir björgunartilboð stjórnvalda möglunarlaust en niðurstaða stjórnarfundar var sú að ekki væri hægt að ganga að skilyrðum Evrópusambandsins. Evrópusambandið krefst þess að Lufthansa gefi frá sér verðmæta lendingar- og afgreiðslutíma á flugvöllum í Frankfurt og München til frambúðar. Þrátt fyrir að yfirstjórn flugfélagsins hafi hafnað skilyrðum Evrópusambandsins segir hún að björgunaraðgerðir þýskra stjórnvalda sé eina raunhæfa leiðin til að forða Lufthansa frá gjaldþroti. Því bindur yfirstjórnin vonir við frekari viðræður. Ríkisstjórnin hefur boðið flugfélaginu níu milljarða evra gegn því að eignast tuttugu prósenta hlut í flugfélaginu auk heimildar til að bæta við sig fimm prósentum til viðbótar til að koma í veg fyrir yfirtöku. Í lok síðasta mánaðar gaf Lufthansa út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert. Fréttir af flugi Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. 25. maí 2020 23:26 Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 08:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa. Í fyrstu var talið fullvíst að yfirstjórnin myndi skrifa undir björgunartilboð stjórnvalda möglunarlaust en niðurstaða stjórnarfundar var sú að ekki væri hægt að ganga að skilyrðum Evrópusambandsins. Evrópusambandið krefst þess að Lufthansa gefi frá sér verðmæta lendingar- og afgreiðslutíma á flugvöllum í Frankfurt og München til frambúðar. Þrátt fyrir að yfirstjórn flugfélagsins hafi hafnað skilyrðum Evrópusambandsins segir hún að björgunaraðgerðir þýskra stjórnvalda sé eina raunhæfa leiðin til að forða Lufthansa frá gjaldþroti. Því bindur yfirstjórnin vonir við frekari viðræður. Ríkisstjórnin hefur boðið flugfélaginu níu milljarða evra gegn því að eignast tuttugu prósenta hlut í flugfélaginu auk heimildar til að bæta við sig fimm prósentum til viðbótar til að koma í veg fyrir yfirtöku. Í lok síðasta mánaðar gaf Lufthansa út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert.
Fréttir af flugi Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. 25. maí 2020 23:26 Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 08:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. 25. maí 2020 23:26
Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 08:30