Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 10:20 Mikill eldur logaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun. Slökkviliðsmenn töldu sig hafa náð tökum á eldinum á tíunda tímanum. Steinar Ólafsson Einn eigenda fiskvinnslunnar Hríseyjar Seafood, hjá hverri mikill eldur kviknaði í frystihúsi snemma í morgun, segir að áfallið sé mikið. Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum sem skipti mestu máli. Tilkynning barst um mikinn eld í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey um klukkan fimm í morgun. Eldurinn barst í nyrsta hluta hússins, sem og í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. Mikinn reyk frá eldinum lagði yfir byggðina í Hrísey en slökkviliðsmenn töldu sig hafa náð tökum á eldinum nú á tíunda tímanum. Ljóst er að tjón er þónokkuð en ekkert hefur verið gefið út um eldsupptök. Telma Róbertsdóttir festi kaup á Hrísey Seafood ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Jóelssyni, í október 2019. Þau búa ekki í eyjunni en Sigurður lagði af stað norður eldsnemma í morgun. Telma segir í samtali við Vísi að þau hjónin hafi verið vakin í nótt með fregnum af eldinum. Fátt sé þó hægt að segja um brunann að svo stöddu, það sé einfaldlega lítið vitað um stöðuna. Verkstjóri hjá fiskvinnslunni, sem búsettur er í íbúð á efri hæð, vaknaði við eldinn, að sögn Telmu, og komst heilu og höldnu út úr húsinu. Þá segir Telma að áfall eigendanna sé mikið en mestu skipti að allir hafi komist heilir frá eldsvoðanum. „Þetta er svo mikill harmleikur líka fyrir samfélagið [í Hrísey]. En á svona stundu er maður þakklátastur fyrir að það eru allir heilir. Og svo verðum við bara að bíða og sjá.“ Hrísey Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Einn eigenda fiskvinnslunnar Hríseyjar Seafood, hjá hverri mikill eldur kviknaði í frystihúsi snemma í morgun, segir að áfallið sé mikið. Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum sem skipti mestu máli. Tilkynning barst um mikinn eld í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey um klukkan fimm í morgun. Eldurinn barst í nyrsta hluta hússins, sem og í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. Mikinn reyk frá eldinum lagði yfir byggðina í Hrísey en slökkviliðsmenn töldu sig hafa náð tökum á eldinum nú á tíunda tímanum. Ljóst er að tjón er þónokkuð en ekkert hefur verið gefið út um eldsupptök. Telma Róbertsdóttir festi kaup á Hrísey Seafood ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Jóelssyni, í október 2019. Þau búa ekki í eyjunni en Sigurður lagði af stað norður eldsnemma í morgun. Telma segir í samtali við Vísi að þau hjónin hafi verið vakin í nótt með fregnum af eldinum. Fátt sé þó hægt að segja um brunann að svo stöddu, það sé einfaldlega lítið vitað um stöðuna. Verkstjóri hjá fiskvinnslunni, sem búsettur er í íbúð á efri hæð, vaknaði við eldinn, að sögn Telmu, og komst heilu og höldnu út úr húsinu. Þá segir Telma að áfall eigendanna sé mikið en mestu skipti að allir hafi komist heilir frá eldsvoðanum. „Þetta er svo mikill harmleikur líka fyrir samfélagið [í Hrísey]. En á svona stundu er maður þakklátastur fyrir að það eru allir heilir. Og svo verðum við bara að bíða og sjá.“
Hrísey Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53
Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00