160 launagreiðendur sem nýttu hlutastarfaleið stjórnvalda hækkuðu laun afturvirkt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. maí 2020 13:33 Ríkisendurskoðun gerir margar athugasemdir við hvernig hlutabótaúrræðið hefur verið nýtt. Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi. Vísir 160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Fyrirtæki í öflugum rekstri og með traustan efnahag áttu ekki að nýta úrræðið Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig úrræðið hafi verið nýtt og eftirlit með því. Úttektin sýni að þrátt fyrir áherslu stjórnvalda um að hlutastarfaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hefðu miklar tekjur virðist nokkuð frjálsræði hafa verið á túlkun laganna. Þannig séu í hópi þeirra sem hafi nýtt sér úrræðið fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búi að öflugum rekstri og traustum efnahag. Ekki verði séð af lögunum og að slíkt hafi verið ætlunin. Sjö fyrirtæki hafi tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu leiðarinnar og boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ekki sé þó ljóst hvort og þá hvernig sú endurgreiðsla fari fram. Þá er vakin athygli á að að sveitarfélög og opinberir aðilar hafi nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað opinberum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Fram kemur að ljóst sé að ásókn og kostnaður við hlutastarfaleiðina sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var samið en nú sé áætlað að kostnaðurinn verði 31 milljarður króna. 37 þúsund launamenn hafi nýtt leiðina og um 6400 fyrirtæki. Mikilvægt að auka eftirlit Ríkisendurskoðun áréttar nauðsyn þess að öflugt eftirlit sé með jafn miklum útgreiðslum úr ríkissjóði og bendir á að eftir þá athugun sem fram hefur farið að fullt tilefni sé til þess. Þá sé jafnframt nauðsynlegt að Vinnumálastofnun vinni með hlutaðeigandi stjórnvöldum að nauðsynlegu eftirliti með greiðslum hlutastarfabóta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/ Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hlutabótaúrræðið hafa virkað vel og tekið verði á þeim vanköntum sem hafi komið fram í lögum um framlenginu úrræðisins. „Það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunnar rýmar við það sem við höfum þegar brugðist við í því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir þinginu og félagsmálaráðherra hefur lagt fram. Þar er gertráð fyrir stífari skilyrðum inn í leiðina og að heimildir voru til þess að hafa eftirlit með leiðinni í lögunum. Það skiptir máli að viðeigandi stofnanir hafi svigrúm til þess að sinna því eftirliti og það hefur auðvitað verið gríðarlegt álag á alla þá sem hafa verið að sinna þessum verkefnum,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Fyrirtæki í öflugum rekstri og með traustan efnahag áttu ekki að nýta úrræðið Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig úrræðið hafi verið nýtt og eftirlit með því. Úttektin sýni að þrátt fyrir áherslu stjórnvalda um að hlutastarfaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hefðu miklar tekjur virðist nokkuð frjálsræði hafa verið á túlkun laganna. Þannig séu í hópi þeirra sem hafi nýtt sér úrræðið fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búi að öflugum rekstri og traustum efnahag. Ekki verði séð af lögunum og að slíkt hafi verið ætlunin. Sjö fyrirtæki hafi tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu leiðarinnar og boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ekki sé þó ljóst hvort og þá hvernig sú endurgreiðsla fari fram. Þá er vakin athygli á að að sveitarfélög og opinberir aðilar hafi nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað opinberum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Fram kemur að ljóst sé að ásókn og kostnaður við hlutastarfaleiðina sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var samið en nú sé áætlað að kostnaðurinn verði 31 milljarður króna. 37 þúsund launamenn hafi nýtt leiðina og um 6400 fyrirtæki. Mikilvægt að auka eftirlit Ríkisendurskoðun áréttar nauðsyn þess að öflugt eftirlit sé með jafn miklum útgreiðslum úr ríkissjóði og bendir á að eftir þá athugun sem fram hefur farið að fullt tilefni sé til þess. Þá sé jafnframt nauðsynlegt að Vinnumálastofnun vinni með hlutaðeigandi stjórnvöldum að nauðsynlegu eftirliti með greiðslum hlutastarfabóta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/ Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hlutabótaúrræðið hafa virkað vel og tekið verði á þeim vanköntum sem hafi komið fram í lögum um framlenginu úrræðisins. „Það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunnar rýmar við það sem við höfum þegar brugðist við í því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir þinginu og félagsmálaráðherra hefur lagt fram. Þar er gertráð fyrir stífari skilyrðum inn í leiðina og að heimildir voru til þess að hafa eftirlit með leiðinni í lögunum. Það skiptir máli að viðeigandi stofnanir hafi svigrúm til þess að sinna því eftirliti og það hefur auðvitað verið gríðarlegt álag á alla þá sem hafa verið að sinna þessum verkefnum,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira