Verður Ighalo áfram í Manchester borg? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 15:00 Ighalo fagnar marki gegn LASK í Evrópudeildinni skömmu áður en allur fótbolti var settur á ís. vísir/getty Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er við það að framlengja lánsamning Odion Ighalo sem er á láni frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua. Núverandi lánsamningur félaganna rennur út á sunnudaginn eftir viku. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, vill halda nígeríska framherjanum í herbúðum sínum þangað til í janúar á næsta ári. Það þýðir að Ighalo myndi missa af meirihluta kínversku úrvalsdeildarinnar sem á að hefjast í júní. Upphaflega vildi Shenhua aðeins lána Ighalo með þvi skilyrði að Man Utd myndi kaupa hann ef leikmaðurinn næði ákveðnum leikjafjölda. Nú er komið annað hljóð í strokkinn en óljóst er hvort Ighaldo geti farið aftur til Kína á næstunni vegna kórónufaraldursins. Hann myndi því hvort eð er missa af fjölda leikja liðsins og því gæti verið vænlegast að framlengja lánsdvöl hans í Manchester. Sky Sports greinir frá. Þá er talið að kínverska félagið hafi boðið Ighalo nýjan samning á dögunum. Núverandi samningur hans við félagið rennur út í desember 2022 en sá nýi gildir til desember 2024 og myndi gefa Ighalo 400 þúsund pund á viku eða litlar 67 milljónir króna. The man to fire Manchester United back into the Champions League? — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Ighalo lék átta leiki fyrir Manchester United eftir að hafa komið á láni í janúar á þessu ári. Skoraði hann fjögur mörk fyrir félagið en framherjanum stóra og stæðilega tókst ekki að skora í úrvalsdeildinni. Hann virðist nú fá frekari tækifæri til þess en hann er hugsaður sem varaskeifa fyrir þá Anthony Martial og Marcus Rashford. Þá gefur hann Solskjær aðra valmöguleika í framlínunni en þessi þrítugi framherji er töluvert líkamlega sterkari en aðrir framherjar United liðsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er við það að framlengja lánsamning Odion Ighalo sem er á láni frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua. Núverandi lánsamningur félaganna rennur út á sunnudaginn eftir viku. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, vill halda nígeríska framherjanum í herbúðum sínum þangað til í janúar á næsta ári. Það þýðir að Ighalo myndi missa af meirihluta kínversku úrvalsdeildarinnar sem á að hefjast í júní. Upphaflega vildi Shenhua aðeins lána Ighalo með þvi skilyrði að Man Utd myndi kaupa hann ef leikmaðurinn næði ákveðnum leikjafjölda. Nú er komið annað hljóð í strokkinn en óljóst er hvort Ighaldo geti farið aftur til Kína á næstunni vegna kórónufaraldursins. Hann myndi því hvort eð er missa af fjölda leikja liðsins og því gæti verið vænlegast að framlengja lánsdvöl hans í Manchester. Sky Sports greinir frá. Þá er talið að kínverska félagið hafi boðið Ighalo nýjan samning á dögunum. Núverandi samningur hans við félagið rennur út í desember 2022 en sá nýi gildir til desember 2024 og myndi gefa Ighalo 400 þúsund pund á viku eða litlar 67 milljónir króna. The man to fire Manchester United back into the Champions League? — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Ighalo lék átta leiki fyrir Manchester United eftir að hafa komið á láni í janúar á þessu ári. Skoraði hann fjögur mörk fyrir félagið en framherjanum stóra og stæðilega tókst ekki að skora í úrvalsdeildinni. Hann virðist nú fá frekari tækifæri til þess en hann er hugsaður sem varaskeifa fyrir þá Anthony Martial og Marcus Rashford. Þá gefur hann Solskjær aðra valmöguleika í framlínunni en þessi þrítugi framherji er töluvert líkamlega sterkari en aðrir framherjar United liðsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira