Tími Pukki hjá Bröndby hjálpaði honum að blómstra í úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 08:00 Pukki sendir stuðningsmönnum Norwich fingurkoss eftir að hafa skorað þrennu gegn Newcastle síðastliðið haust. Getty/Marc Atkins Teemu Pukki hóf leiktíðina með enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City frábærlega og segir að vera sín hjá danska liðinu Bröndbu hafi komið honum á þann stað sem hann er í dag. Hinn finnski Pukki var ungur að árum þegar hann varð mjög eftirsóttur. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann gekk í raðir Sevilla á Spáni. Það gekk ekki upp og fór hann heim til Finnlands og lék með HJK Helsinki áður en þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke 04 keypti hann. Skoska stórliðið Celtic festi síðan kaup á honum áður en hann var lánaður til Bröndby sem keypti hann í kjölfarið. Á hans þriðja ári í Danmörku fóru hlutirnir loks að smella. „Við fengum þýskan þjálfara á þriðja tímabilinu mínu. Hann var harður í horn að taka, kom okkur í form og breytti hugarfari okkar. Það hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði Pukki í viðtali við Sky Sports um innkomu Alexander Zorniger til Bröndby. Zorniger sá til þess að Pukki sinnti varnarvinnunni upp á tíu hjá Bröndby. Með því að hjálpa liðsfélögum sínum fékk hann enn meiri spiltíma og þar af leiðandi enn meiri tíma til að skora mörk, sem hann og gerði. In an exclusive interview with Sky Sports, Teemu Pukki explains how a shift in mentality during his time in Denmark with Brondby helped him go on to play the best football of his career at Norwich — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Þá hitti Pukki eiginkonu sína í Danmörku og eignaðist barn. „Þessir hlutir hjálpuðu mér að þroskast sem manneskju og knattspyrnumanni. Það varð auðveldara fyrir mig að einbeita mér að fótboltanum þegar hann var ekki lengur það mikilvægasta í lífi mínu.“ „Þegar þú átt litla stelpu þá er hún það mikilvægasta sem þú átt. Það hjálpaði til við að létta á pressunni sem fylgir fótbolta,“ sagði Pukki ennfremur. Þá óx sjálfstraust Pukki hjá Bröndby en framherjinn hafði misst trú á eigin getu og hæfileikum. Hann skoraði 29 mörk í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og var stór ástæða þess að Norwich komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Finninn byrjaði leiktíðina, sem enn á eftir að klára, frábærlega en hann skoraði gegn Liverpool í fyrsta leik. Í fyrsta heimaleik Norwich skoraði hann þrennu gegn Newcastle United ásamt því að skora í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Englandsmeisturum Manchester City. Alls skoraði Pukki 11 mörk í 28 leikjum áður en úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Hann þarf að reima á sig markaskóna þegar deildin fer aftur af stað þann 17. júní en Norwich er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Teemu Pukki hóf leiktíðina með enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City frábærlega og segir að vera sín hjá danska liðinu Bröndbu hafi komið honum á þann stað sem hann er í dag. Hinn finnski Pukki var ungur að árum þegar hann varð mjög eftirsóttur. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann gekk í raðir Sevilla á Spáni. Það gekk ekki upp og fór hann heim til Finnlands og lék með HJK Helsinki áður en þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke 04 keypti hann. Skoska stórliðið Celtic festi síðan kaup á honum áður en hann var lánaður til Bröndby sem keypti hann í kjölfarið. Á hans þriðja ári í Danmörku fóru hlutirnir loks að smella. „Við fengum þýskan þjálfara á þriðja tímabilinu mínu. Hann var harður í horn að taka, kom okkur í form og breytti hugarfari okkar. Það hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði Pukki í viðtali við Sky Sports um innkomu Alexander Zorniger til Bröndby. Zorniger sá til þess að Pukki sinnti varnarvinnunni upp á tíu hjá Bröndby. Með því að hjálpa liðsfélögum sínum fékk hann enn meiri spiltíma og þar af leiðandi enn meiri tíma til að skora mörk, sem hann og gerði. In an exclusive interview with Sky Sports, Teemu Pukki explains how a shift in mentality during his time in Denmark with Brondby helped him go on to play the best football of his career at Norwich — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Þá hitti Pukki eiginkonu sína í Danmörku og eignaðist barn. „Þessir hlutir hjálpuðu mér að þroskast sem manneskju og knattspyrnumanni. Það varð auðveldara fyrir mig að einbeita mér að fótboltanum þegar hann var ekki lengur það mikilvægasta í lífi mínu.“ „Þegar þú átt litla stelpu þá er hún það mikilvægasta sem þú átt. Það hjálpaði til við að létta á pressunni sem fylgir fótbolta,“ sagði Pukki ennfremur. Þá óx sjálfstraust Pukki hjá Bröndby en framherjinn hafði misst trú á eigin getu og hæfileikum. Hann skoraði 29 mörk í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og var stór ástæða þess að Norwich komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Finninn byrjaði leiktíðina, sem enn á eftir að klára, frábærlega en hann skoraði gegn Liverpool í fyrsta leik. Í fyrsta heimaleik Norwich skoraði hann þrennu gegn Newcastle United ásamt því að skora í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Englandsmeisturum Manchester City. Alls skoraði Pukki 11 mörk í 28 leikjum áður en úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Hann þarf að reima á sig markaskóna þegar deildin fer aftur af stað þann 17. júní en Norwich er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira