Tími Pukki hjá Bröndby hjálpaði honum að blómstra í úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 08:00 Pukki sendir stuðningsmönnum Norwich fingurkoss eftir að hafa skorað þrennu gegn Newcastle síðastliðið haust. Getty/Marc Atkins Teemu Pukki hóf leiktíðina með enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City frábærlega og segir að vera sín hjá danska liðinu Bröndbu hafi komið honum á þann stað sem hann er í dag. Hinn finnski Pukki var ungur að árum þegar hann varð mjög eftirsóttur. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann gekk í raðir Sevilla á Spáni. Það gekk ekki upp og fór hann heim til Finnlands og lék með HJK Helsinki áður en þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke 04 keypti hann. Skoska stórliðið Celtic festi síðan kaup á honum áður en hann var lánaður til Bröndby sem keypti hann í kjölfarið. Á hans þriðja ári í Danmörku fóru hlutirnir loks að smella. „Við fengum þýskan þjálfara á þriðja tímabilinu mínu. Hann var harður í horn að taka, kom okkur í form og breytti hugarfari okkar. Það hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði Pukki í viðtali við Sky Sports um innkomu Alexander Zorniger til Bröndby. Zorniger sá til þess að Pukki sinnti varnarvinnunni upp á tíu hjá Bröndby. Með því að hjálpa liðsfélögum sínum fékk hann enn meiri spiltíma og þar af leiðandi enn meiri tíma til að skora mörk, sem hann og gerði. In an exclusive interview with Sky Sports, Teemu Pukki explains how a shift in mentality during his time in Denmark with Brondby helped him go on to play the best football of his career at Norwich — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Þá hitti Pukki eiginkonu sína í Danmörku og eignaðist barn. „Þessir hlutir hjálpuðu mér að þroskast sem manneskju og knattspyrnumanni. Það varð auðveldara fyrir mig að einbeita mér að fótboltanum þegar hann var ekki lengur það mikilvægasta í lífi mínu.“ „Þegar þú átt litla stelpu þá er hún það mikilvægasta sem þú átt. Það hjálpaði til við að létta á pressunni sem fylgir fótbolta,“ sagði Pukki ennfremur. Þá óx sjálfstraust Pukki hjá Bröndby en framherjinn hafði misst trú á eigin getu og hæfileikum. Hann skoraði 29 mörk í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og var stór ástæða þess að Norwich komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Finninn byrjaði leiktíðina, sem enn á eftir að klára, frábærlega en hann skoraði gegn Liverpool í fyrsta leik. Í fyrsta heimaleik Norwich skoraði hann þrennu gegn Newcastle United ásamt því að skora í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Englandsmeisturum Manchester City. Alls skoraði Pukki 11 mörk í 28 leikjum áður en úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Hann þarf að reima á sig markaskóna þegar deildin fer aftur af stað þann 17. júní en Norwich er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Teemu Pukki hóf leiktíðina með enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City frábærlega og segir að vera sín hjá danska liðinu Bröndbu hafi komið honum á þann stað sem hann er í dag. Hinn finnski Pukki var ungur að árum þegar hann varð mjög eftirsóttur. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann gekk í raðir Sevilla á Spáni. Það gekk ekki upp og fór hann heim til Finnlands og lék með HJK Helsinki áður en þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke 04 keypti hann. Skoska stórliðið Celtic festi síðan kaup á honum áður en hann var lánaður til Bröndby sem keypti hann í kjölfarið. Á hans þriðja ári í Danmörku fóru hlutirnir loks að smella. „Við fengum þýskan þjálfara á þriðja tímabilinu mínu. Hann var harður í horn að taka, kom okkur í form og breytti hugarfari okkar. Það hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði Pukki í viðtali við Sky Sports um innkomu Alexander Zorniger til Bröndby. Zorniger sá til þess að Pukki sinnti varnarvinnunni upp á tíu hjá Bröndby. Með því að hjálpa liðsfélögum sínum fékk hann enn meiri spiltíma og þar af leiðandi enn meiri tíma til að skora mörk, sem hann og gerði. In an exclusive interview with Sky Sports, Teemu Pukki explains how a shift in mentality during his time in Denmark with Brondby helped him go on to play the best football of his career at Norwich — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Þá hitti Pukki eiginkonu sína í Danmörku og eignaðist barn. „Þessir hlutir hjálpuðu mér að þroskast sem manneskju og knattspyrnumanni. Það varð auðveldara fyrir mig að einbeita mér að fótboltanum þegar hann var ekki lengur það mikilvægasta í lífi mínu.“ „Þegar þú átt litla stelpu þá er hún það mikilvægasta sem þú átt. Það hjálpaði til við að létta á pressunni sem fylgir fótbolta,“ sagði Pukki ennfremur. Þá óx sjálfstraust Pukki hjá Bröndby en framherjinn hafði misst trú á eigin getu og hæfileikum. Hann skoraði 29 mörk í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og var stór ástæða þess að Norwich komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Finninn byrjaði leiktíðina, sem enn á eftir að klára, frábærlega en hann skoraði gegn Liverpool í fyrsta leik. Í fyrsta heimaleik Norwich skoraði hann þrennu gegn Newcastle United ásamt því að skora í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Englandsmeisturum Manchester City. Alls skoraði Pukki 11 mörk í 28 leikjum áður en úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Hann þarf að reima á sig markaskóna þegar deildin fer aftur af stað þann 17. júní en Norwich er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira