Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2020 10:48 Mikill eldur logaði í frystihúsinu í Hrísey á fimmtudag. Lögregla telur að bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju var að ræða. Steinar Ólafsson Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. Lögregla telur slys þó líklegra eins og er. Þetta segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir að síðastliðinn föstudag, daginn eftir brunann, hafi rannsakendur frá tæknideild lögreglunnar farið ásamt sérfræðingi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun farið út í eyjuna og rannsakað vettvang brunans. „Í fyrstu atrennu útiloka þeir rafmagnið, og segja að þetta sé þar af leiðandi bruni af mannavöldum. En það er ekki hægt að segja til hvort um sé að ræða íkveikju eða slys,“ segir Bergur. Fyrstu upplýsingar hafi gefið til kynna að rafmagnsbilun í rými þar sem lyftarar voru í hleðslu hafi mögulega valdið eldinum. Svo virðist þó ekki vera. Frystihúsið brann til kaldra kola, og lítið sem ekkert var eftir.Vísir/Tryggvi Telja slys líklegra eins og sakir standa „Nú er verið að vinna úr gögnum sem þeir tóku. Við höfum verið með skýrslutökur af vitnum og skoðað myndefni og annað. Við höllumst meira að því að þetta sé slys,“ segir Bergur. Hann segir ekkert hægt að fullyrða um hvað gögnin kunni, eða kunni ekki, að leiða í ljós. „Líkleg skýring væri slys. Það var verið að sjóða í rými þar sem við sjáum að eldur kemur upp, þannig að það er eitthvað sem ekki er hægt að útiloka. Að neisti hafi flogið eitthvað.“ Bergur segir hins vegar að fyrirliggjandi gögn sanni ekki með beinum hætti að sú sé raunin. „Á meðan við höfum ekki skýrslu frá þeim er þetta bara opið og þessar tvær kenningar eftir,“ segir hann. Bergur bendir þó á að brunar séu oft illrannsakanlegir, með tilliti til eldsupptaka. „Þetta er bara það erfiðasta sem þú getur unnið með til að komast að einhverri niðurstöðu. En þetta eru þessar vinnutilgátur sem við erum að elta í dag.“ Stórbruni í Hrísey Akureyri Hrísey Lögreglumál Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. Lögregla telur slys þó líklegra eins og er. Þetta segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir að síðastliðinn föstudag, daginn eftir brunann, hafi rannsakendur frá tæknideild lögreglunnar farið ásamt sérfræðingi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun farið út í eyjuna og rannsakað vettvang brunans. „Í fyrstu atrennu útiloka þeir rafmagnið, og segja að þetta sé þar af leiðandi bruni af mannavöldum. En það er ekki hægt að segja til hvort um sé að ræða íkveikju eða slys,“ segir Bergur. Fyrstu upplýsingar hafi gefið til kynna að rafmagnsbilun í rými þar sem lyftarar voru í hleðslu hafi mögulega valdið eldinum. Svo virðist þó ekki vera. Frystihúsið brann til kaldra kola, og lítið sem ekkert var eftir.Vísir/Tryggvi Telja slys líklegra eins og sakir standa „Nú er verið að vinna úr gögnum sem þeir tóku. Við höfum verið með skýrslutökur af vitnum og skoðað myndefni og annað. Við höllumst meira að því að þetta sé slys,“ segir Bergur. Hann segir ekkert hægt að fullyrða um hvað gögnin kunni, eða kunni ekki, að leiða í ljós. „Líkleg skýring væri slys. Það var verið að sjóða í rými þar sem við sjáum að eldur kemur upp, þannig að það er eitthvað sem ekki er hægt að útiloka. Að neisti hafi flogið eitthvað.“ Bergur segir hins vegar að fyrirliggjandi gögn sanni ekki með beinum hætti að sú sé raunin. „Á meðan við höfum ekki skýrslu frá þeim er þetta bara opið og þessar tvær kenningar eftir,“ segir hann. Bergur bendir þó á að brunar séu oft illrannsakanlegir, með tilliti til eldsupptaka. „Þetta er bara það erfiðasta sem þú getur unnið með til að komast að einhverri niðurstöðu. En þetta eru þessar vinnutilgátur sem við erum að elta í dag.“
Stórbruni í Hrísey Akureyri Hrísey Lögreglumál Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19
Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20
Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28. maí 2020 20:15