Yfir hina pólitísku miðju Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 6. júní 2020 08:00 Það er ekki alltaf auðvelt að vera miðjusinnaður í pólitík. Ef eitthvað er að marka umræðuhefðina á samfélagsmiðlum er varla annað að sjá en að miðjustefnan standi við dauðans dyr. Á þeim vettvangi er þó varla við öðru að búast, því sú stefna hefur löngum þótt óljós og moðvolg í samanburði við eldmóð þeirra sem aðhyllast róttækar hugmyndir og keppast við að safna áhorfi og smellum. Í upplýsingaóreiðu samtímans getur einnig verið erfitt að henda reiður á því hvaða merkingu miðjuhugtakið hafi yfirhöfuð. Á sama tíma og „miðjan.is“ er vefmiðill með áberandi vinstri-slagsíðu hefur „Miðflokkurinn“ flest einkenni íhaldssams hægriflokks. Með þetta til hliðsjónar er það mikið ánægjuefni að langlífasta ríkisstjórn Íslands í tæpan áratug starfi nú þvert yfir hina pólitísku miðju. Forysta Vinstriflokksins á mikið hrós skilið fyrir að hafa gengið í þetta samstarf, því meðal annarra vinstriflokka var samstarfsviljinn gagnvart hægriflokkunum nánast enginn. Þessi ríkisstjórn hefur notið meiri stuðnings landsmanna en nokkur önnur frá efnahagshruninu 2008, og má taka því sem sterkri vísbendingu um að miðjupólitík sé ekki dauð úr öllum æðum hér á landi. Í slíku samstarfi eru málamiðlanir lykilatriði. Í grunninn byggir miðjustefnan á málamiðlunum – að finna veginn sem flestir geta sætt sig við. Jafnframt byggir hún á því að hafna öfgum, hvort sem þær eru að finna á hægri eða vinstri vængnum. Þegar vel er að gáð byggja flestar pólitískar stefnur á réttmætum forsendum, en þær eru því miður oft samofnar vafasömum hugmyndum. Marxisminn er t.d. byggður á eðlilegum vilja verkalýðsins til að lifa mannsæmandi lífi, en hann einkennist einnig af fyrirlitningu í garð trúarbragða og þjóðerniskenndar. Hægri-frjálshyggjan er sömuleiðis byggð á skiljanlegri löngun einstaklinga til athafnafrelsis og sjálfstæðis, en jafnframt væri hægt að gagnrýna þá stefnu fyrir að taka ekki nægilegt tillit til verkalýðsins eða samfélagsábyrgðar einstaklingsins. Því miður hafa margir tilhneigingu til að gleyma sér í völundarhúsum byltingarhugmynda eða reiði gagnvart pólitískum mótherjum sínum. Í þeim gírnum gerir fólk sjálfkrafa ráð fyrir einbeittum brotavilja og illri innrætingu þeirra sem hafa andstæðar skoðanir. Sú afstaða gerir allar málamiðlanir erfiðari og jafnvel ómögulegar þegar verst lætur. Til að greiða veginn fyrir málamiðlunum þarf að stíga upp úr skotgröfunum og kynna sér skoðanir mótherja sinna – ekki í þeim tilgangi að skjóta þær niður heldur til þess að mæta þeim með opnum huga. Það er vert að taka fram að þetta þýðir ekki að maður ætti að forðast gagnrýna hugsun, heldur er þetta einfaldlega hvatning til þess að leyfa pólitískum mótherjum að njóta sama vafa og aðrir í lífi manns. Því öll mannleg samskipti snúast að einhverju leiti um málamiðlanir, svo hvers vegna ætti það sama ekki að eiga við um pólitík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf auðvelt að vera miðjusinnaður í pólitík. Ef eitthvað er að marka umræðuhefðina á samfélagsmiðlum er varla annað að sjá en að miðjustefnan standi við dauðans dyr. Á þeim vettvangi er þó varla við öðru að búast, því sú stefna hefur löngum þótt óljós og moðvolg í samanburði við eldmóð þeirra sem aðhyllast róttækar hugmyndir og keppast við að safna áhorfi og smellum. Í upplýsingaóreiðu samtímans getur einnig verið erfitt að henda reiður á því hvaða merkingu miðjuhugtakið hafi yfirhöfuð. Á sama tíma og „miðjan.is“ er vefmiðill með áberandi vinstri-slagsíðu hefur „Miðflokkurinn“ flest einkenni íhaldssams hægriflokks. Með þetta til hliðsjónar er það mikið ánægjuefni að langlífasta ríkisstjórn Íslands í tæpan áratug starfi nú þvert yfir hina pólitísku miðju. Forysta Vinstriflokksins á mikið hrós skilið fyrir að hafa gengið í þetta samstarf, því meðal annarra vinstriflokka var samstarfsviljinn gagnvart hægriflokkunum nánast enginn. Þessi ríkisstjórn hefur notið meiri stuðnings landsmanna en nokkur önnur frá efnahagshruninu 2008, og má taka því sem sterkri vísbendingu um að miðjupólitík sé ekki dauð úr öllum æðum hér á landi. Í slíku samstarfi eru málamiðlanir lykilatriði. Í grunninn byggir miðjustefnan á málamiðlunum – að finna veginn sem flestir geta sætt sig við. Jafnframt byggir hún á því að hafna öfgum, hvort sem þær eru að finna á hægri eða vinstri vængnum. Þegar vel er að gáð byggja flestar pólitískar stefnur á réttmætum forsendum, en þær eru því miður oft samofnar vafasömum hugmyndum. Marxisminn er t.d. byggður á eðlilegum vilja verkalýðsins til að lifa mannsæmandi lífi, en hann einkennist einnig af fyrirlitningu í garð trúarbragða og þjóðerniskenndar. Hægri-frjálshyggjan er sömuleiðis byggð á skiljanlegri löngun einstaklinga til athafnafrelsis og sjálfstæðis, en jafnframt væri hægt að gagnrýna þá stefnu fyrir að taka ekki nægilegt tillit til verkalýðsins eða samfélagsábyrgðar einstaklingsins. Því miður hafa margir tilhneigingu til að gleyma sér í völundarhúsum byltingarhugmynda eða reiði gagnvart pólitískum mótherjum sínum. Í þeim gírnum gerir fólk sjálfkrafa ráð fyrir einbeittum brotavilja og illri innrætingu þeirra sem hafa andstæðar skoðanir. Sú afstaða gerir allar málamiðlanir erfiðari og jafnvel ómögulegar þegar verst lætur. Til að greiða veginn fyrir málamiðlunum þarf að stíga upp úr skotgröfunum og kynna sér skoðanir mótherja sinna – ekki í þeim tilgangi að skjóta þær niður heldur til þess að mæta þeim með opnum huga. Það er vert að taka fram að þetta þýðir ekki að maður ætti að forðast gagnrýna hugsun, heldur er þetta einfaldlega hvatning til þess að leyfa pólitískum mótherjum að njóta sama vafa og aðrir í lífi manns. Því öll mannleg samskipti snúast að einhverju leiti um málamiðlanir, svo hvers vegna ætti það sama ekki að eiga við um pólitík?
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun