Við krefjumst öryggi barna okkar gagnvart kynferðisafbrotamönnum Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir og Sigurður Hólm Gunnarsson skrifa 10. júní 2020 11:00 Í um árabil hefur maður búsettur í hverfinu okkar áreitt börn kynferðislega, ítrekað, reglulega, jafnvel daglega. Hann er orðinn þekktur sem „hverfisperrinn“. Hver man ekki eftir einum slíkum frá því í barnæsku? Meinalaus grey sem maður átti að forðast. En nú er öldin önnur, nú vitum við betur og það sem meira er þá höfum við sem samfélag ákveðið að vernda börn fyrir ofbeldi því við vitum hversu alvarleg afleiðingar ofbeldi hefur á börn. Samt sem áður fær „hverfisperrinn“ að halda gjörðum sínum áfram nánast óáreittur. Hann áreitir börnin í hverfinu kynferðislega dag eftir dag, viku eftir viku, áratugum saman. Hangir í glugganum og fróar sé yfir börnunum sem leika sér á leikvellinum fyrir framan stofugluggann hans. Hann hefur verið kærður margsinnis, einu sinni dæmdur og allir vita af honum en ekkert er gert. Barnið okkar varð fyrir broti hans og það er einu barni of mikið. Það barn þurfti að fara í Barnahús og gefa skýrslu um athæfið. Það barn varð af saklausum raunveruleika sínum. Það barn varð sært, hrætt, kvíðið, óttaslegið og þurfti að fást við afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisbroti. Það barn er orðið að þolanda í lögreglurannsókn. Úrræðaleysi sem bregðast þarf við strax! Hér viljum við benda á það úrræðaleysi sem virðist vera í okkar samfélagi til að vernda börn gegn níðingum sem sannarlega hafa gerst ítrekað sekir um að áreita börn, jafnvel árum saman. Ekki virðast vera til lög sem banna kynferðisafbrotamönnum að búa í barnmörgu hverfi, hvað þá fyrir framan leikvöll. Réttindi einstaklings sem sannarlega hefur brotið á mörgum börnum trompa rétt barna til að vera örugg í sínu umhverfi. Hér þarf löggjafinn að bregðast við og það tafarlaust. Við sem foreldrar getum ekki sætt okkur við að barnaníðingur hafi tækifæri á því að brjóta ítrekað á börnunum að leik og fengið að búa áfram í miðju íbúðarhverfi. Maður sem vill eða getur ekki hætt að níðast á börnum þarf einfaldlega að færa eitthvert annað. Í verndað umhverfi þar sem hann getur fengið aðstoð og þá geta börnin okkar aftur verið örugg úti á róló án þess að eiga í hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Við krefjumst þess að löggjafinn, barnavernd og sveitarfélagið bregðist við þessum aðstæðum án tafar. Við krefjumst öryggi fyrir börnin okkar. Eitt barn í viðbót er einu barni of mikið. Höfundar eru foreldrar í Rimahverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Tengdar fréttir Ráðþrota vegna manns sem berar sig fyrir framan börn Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. 8. júní 2020 19:46 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í um árabil hefur maður búsettur í hverfinu okkar áreitt börn kynferðislega, ítrekað, reglulega, jafnvel daglega. Hann er orðinn þekktur sem „hverfisperrinn“. Hver man ekki eftir einum slíkum frá því í barnæsku? Meinalaus grey sem maður átti að forðast. En nú er öldin önnur, nú vitum við betur og það sem meira er þá höfum við sem samfélag ákveðið að vernda börn fyrir ofbeldi því við vitum hversu alvarleg afleiðingar ofbeldi hefur á börn. Samt sem áður fær „hverfisperrinn“ að halda gjörðum sínum áfram nánast óáreittur. Hann áreitir börnin í hverfinu kynferðislega dag eftir dag, viku eftir viku, áratugum saman. Hangir í glugganum og fróar sé yfir börnunum sem leika sér á leikvellinum fyrir framan stofugluggann hans. Hann hefur verið kærður margsinnis, einu sinni dæmdur og allir vita af honum en ekkert er gert. Barnið okkar varð fyrir broti hans og það er einu barni of mikið. Það barn þurfti að fara í Barnahús og gefa skýrslu um athæfið. Það barn varð af saklausum raunveruleika sínum. Það barn varð sært, hrætt, kvíðið, óttaslegið og þurfti að fást við afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisbroti. Það barn er orðið að þolanda í lögreglurannsókn. Úrræðaleysi sem bregðast þarf við strax! Hér viljum við benda á það úrræðaleysi sem virðist vera í okkar samfélagi til að vernda börn gegn níðingum sem sannarlega hafa gerst ítrekað sekir um að áreita börn, jafnvel árum saman. Ekki virðast vera til lög sem banna kynferðisafbrotamönnum að búa í barnmörgu hverfi, hvað þá fyrir framan leikvöll. Réttindi einstaklings sem sannarlega hefur brotið á mörgum börnum trompa rétt barna til að vera örugg í sínu umhverfi. Hér þarf löggjafinn að bregðast við og það tafarlaust. Við sem foreldrar getum ekki sætt okkur við að barnaníðingur hafi tækifæri á því að brjóta ítrekað á börnunum að leik og fengið að búa áfram í miðju íbúðarhverfi. Maður sem vill eða getur ekki hætt að níðast á börnum þarf einfaldlega að færa eitthvert annað. Í verndað umhverfi þar sem hann getur fengið aðstoð og þá geta börnin okkar aftur verið örugg úti á róló án þess að eiga í hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Við krefjumst þess að löggjafinn, barnavernd og sveitarfélagið bregðist við þessum aðstæðum án tafar. Við krefjumst öryggi fyrir börnin okkar. Eitt barn í viðbót er einu barni of mikið. Höfundar eru foreldrar í Rimahverfi.
Ráðþrota vegna manns sem berar sig fyrir framan börn Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. 8. júní 2020 19:46
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun