Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2020 20:39 Mirabela segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma í sinn garð í kjölfar máls Rúmena sem brutu reglur um sóttkví fljótlega eftir komuna hingað til lands. Vísir/Aðsend/Vilhelm Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. Mirabela, sem sjálf er rúmensk, var kölluð til af lögreglu í kjölfar þess að mennirnir þrír voru handteknir fyrir búðarhnupl. Hún var beðin um að túlka við skýrslutökuna, en hún starfar hjá túlkaþjónustu samhliða námi sínu. „Ég er kölluð út og veit ekki fyrir hvern eða hvað. Mér eru ekki veitt nöfn eða neitt og mæti bara á staðinn. Mér er sagt að það verði skýrslutökur af þremur einstaklingum sem voru handteknir vegna þjófnaðar úr búð,“ segir Mirabela. Hún bætir við að við skýrslutöku hafi komið í ljós að mennirnir hefðu átt að vera í sóttkví, þar sem þeir hefðu komið til landsins aðeins fjórum dögum áður en þeir voru handteknir. Í kjölfarið kom í ljós að tveir mannanna væru sýktir af kórónuveirunni. Mirabela er því nú í sóttkví, og verður það þangað til fjórtán dagar eru liðnir frá skýrslutökunni. Auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi Mirabela segist hafa tekið eftir áhyggjum Rúmena og fólks af rúmenskum uppruna sem býr hér á landi vegna málsins. Óttinn snúi helst að því að fordómar gagnvart Rúmenum muni aukast á Íslandi. „Ég hef tekið eftir á rúmenskum síðum á Facebook að fólk hafi áhyggjur af því að mæta í vinnuna á morgun og verða fyrir fordómum. Það vöktu svolítið athygli mína í gær allar þær athugasemdir sem Íslendingar hafa sett fram í kommentakerfum. Þarna voru kynþáttafordómar og frekar harður rasismi, fannst mér,“ segir Mirabela. Hún segist telja að Rúmenar hér á landi hafi áhyggjur af því að verða fyrir fordómum vegna málsins, og bendir meðal annars á stæka fordóma í garð rúmenskra í Evrópu, til að mynda á Spáni og Ítalíu, þar sem fólki hefur verið sagt upp störfum vegna þjóðernis síns. „Við erum kölluð glæpamenn og sígaunar og allt þetta. Mér finnst þetta ekki í lagi, þar sem ég veit að það er fullt af fólki hérna sem er að gera góða hluti,“ segir Mirabela og bendir á að hér á landi séu Rúmenar sem séu læknar og lögfræðingar, en sjálf mun hún ljúka meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík næsta haust. Mirabela stefnir á að klára meistaranám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík næstkomandi haust.Mynd/Aðsend „Það eru svo miklu fleiri sem eru vinnusamt fólk þó það sé verið að alhæfa að við séum glæpamenn og það sé bara „draslfólk“ sem komi frá Rúmeníu. Mig langar svo mikið að leiðrétta það, bara okkar vegna,“ segir Mirabela. Fólk kallað sígaunar á vinnustöðum sínum Sjálf segist Mirabela ekki hafa fundið fyrir miklum fordómum í sinn garð, á þeim 15 árum sem hún hefur búið hér. Hún hafi hins vegar fengið að heyra ótal sögur þess efnis frá öðru fólki. „Ég fæ sögur á mitt borð á hverjum degi. Ég er að fá fullt af tölvupóstum þar sem fólk kvartar yfir því að vera kallað sígaunar eða glæpamenn á vinnustöðum,“ segir hún. „Nú birtast myndir af einstaklingum sem því miður eru ekki að gera góða hluti hér á Íslandi og eru Rúmenar, sem eru að eyðileggja íbúðir og fara gegn lögum. Það þýðir samt ekki að við séum öll eins,“ segir Mirabela. Hún segir þá að ljóst sé að alls konar fólk sé að finna í öllum löndum, og að glæpastarfsemi hér á landi hafi ekki hafist með Rúmenum. „Það er ekki hægt að alhæfa að heil þjóð sé eins. Alveg eins og við getum ekki sagt að allir múslimar séu hryðjuverkamenn. Þetta getur verið svolítið hættulegt. Mér finnst rasismi vera birtingarmynd hættulegs ofbeldis, og getur alveg leitt til dauðsfalla. Þetta eru bara hættulegar umræður og mig langar bara að undirstrika að við erum gott fólk. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir að það verði tekið alvarlega á þessu,“ segir Mirabela að lokum. Kynþáttafordómar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rúmenía Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. Mirabela, sem sjálf er rúmensk, var kölluð til af lögreglu í kjölfar þess að mennirnir þrír voru handteknir fyrir búðarhnupl. Hún var beðin um að túlka við skýrslutökuna, en hún starfar hjá túlkaþjónustu samhliða námi sínu. „Ég er kölluð út og veit ekki fyrir hvern eða hvað. Mér eru ekki veitt nöfn eða neitt og mæti bara á staðinn. Mér er sagt að það verði skýrslutökur af þremur einstaklingum sem voru handteknir vegna þjófnaðar úr búð,“ segir Mirabela. Hún bætir við að við skýrslutöku hafi komið í ljós að mennirnir hefðu átt að vera í sóttkví, þar sem þeir hefðu komið til landsins aðeins fjórum dögum áður en þeir voru handteknir. Í kjölfarið kom í ljós að tveir mannanna væru sýktir af kórónuveirunni. Mirabela er því nú í sóttkví, og verður það þangað til fjórtán dagar eru liðnir frá skýrslutökunni. Auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi Mirabela segist hafa tekið eftir áhyggjum Rúmena og fólks af rúmenskum uppruna sem býr hér á landi vegna málsins. Óttinn snúi helst að því að fordómar gagnvart Rúmenum muni aukast á Íslandi. „Ég hef tekið eftir á rúmenskum síðum á Facebook að fólk hafi áhyggjur af því að mæta í vinnuna á morgun og verða fyrir fordómum. Það vöktu svolítið athygli mína í gær allar þær athugasemdir sem Íslendingar hafa sett fram í kommentakerfum. Þarna voru kynþáttafordómar og frekar harður rasismi, fannst mér,“ segir Mirabela. Hún segist telja að Rúmenar hér á landi hafi áhyggjur af því að verða fyrir fordómum vegna málsins, og bendir meðal annars á stæka fordóma í garð rúmenskra í Evrópu, til að mynda á Spáni og Ítalíu, þar sem fólki hefur verið sagt upp störfum vegna þjóðernis síns. „Við erum kölluð glæpamenn og sígaunar og allt þetta. Mér finnst þetta ekki í lagi, þar sem ég veit að það er fullt af fólki hérna sem er að gera góða hluti,“ segir Mirabela og bendir á að hér á landi séu Rúmenar sem séu læknar og lögfræðingar, en sjálf mun hún ljúka meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík næsta haust. Mirabela stefnir á að klára meistaranám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík næstkomandi haust.Mynd/Aðsend „Það eru svo miklu fleiri sem eru vinnusamt fólk þó það sé verið að alhæfa að við séum glæpamenn og það sé bara „draslfólk“ sem komi frá Rúmeníu. Mig langar svo mikið að leiðrétta það, bara okkar vegna,“ segir Mirabela. Fólk kallað sígaunar á vinnustöðum sínum Sjálf segist Mirabela ekki hafa fundið fyrir miklum fordómum í sinn garð, á þeim 15 árum sem hún hefur búið hér. Hún hafi hins vegar fengið að heyra ótal sögur þess efnis frá öðru fólki. „Ég fæ sögur á mitt borð á hverjum degi. Ég er að fá fullt af tölvupóstum þar sem fólk kvartar yfir því að vera kallað sígaunar eða glæpamenn á vinnustöðum,“ segir hún. „Nú birtast myndir af einstaklingum sem því miður eru ekki að gera góða hluti hér á Íslandi og eru Rúmenar, sem eru að eyðileggja íbúðir og fara gegn lögum. Það þýðir samt ekki að við séum öll eins,“ segir Mirabela. Hún segir þá að ljóst sé að alls konar fólk sé að finna í öllum löndum, og að glæpastarfsemi hér á landi hafi ekki hafist með Rúmenum. „Það er ekki hægt að alhæfa að heil þjóð sé eins. Alveg eins og við getum ekki sagt að allir múslimar séu hryðjuverkamenn. Þetta getur verið svolítið hættulegt. Mér finnst rasismi vera birtingarmynd hættulegs ofbeldis, og getur alveg leitt til dauðsfalla. Þetta eru bara hættulegar umræður og mig langar bara að undirstrika að við erum gott fólk. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir að það verði tekið alvarlega á þessu,“ segir Mirabela að lokum.
Kynþáttafordómar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rúmenía Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira