Tveimur Rúmenanna verður vísað úr landi Sylvía Hall skrifar 18. júní 2020 13:03 Frá aðgerðum þegar verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Ákvörðun hefur verið tekin um að vísa tveimur Rúmenum úr landi sem gerðust sekir um brot á sóttvarnalögum og hafa ellefu verið sektaðir. Mál hinna níu er enn til meðferðar og er því mögulegt að ákveðið verði að vísa fleirum úr landi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Fjórtán Rúmenar eru vistaðir í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík eftir að hafa rofið sóttkví. Sautján dvelja því í farsóttarhúsinu sem stendur en á síðustu dögum bættust við þrír Rúmenar og þrír hælisleitendur. Sektirnar sem um ræðir eru á bilinu 150 til 250 þúsund krónur. Tvö sem dvelja í farsóttarhúsinu reyndust smituð af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 og eru þau í einangrun. Þá eru þau jafnframt grunuð um þjófnað úr verslun á Suðurlandi en þau áttu að vera í sóttkví þegar þau voru handtekin. Ein lögreglukona smitaðist af veirunni eftir að tekið þátt í aðgerðum lögreglu vegna málsins. Á vef Ríkisútvarpsins er haft eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni yfirlögregluþjóni að búið sé að finna flestar verslanir sem þýfið er úr. Ekki sé um mikil verðmæti að ræða og rannsókn sé vel á veg komin. Einn af þeim þremur sem voru handtekin vegna málsins reyndist vera með íslenska kennitölu og hefur verið búsettur hér á landi. Hann var þó nýkominn til landsins þegar hann var handtekinn. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. 17. júní 2020 11:35 Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin um að vísa tveimur Rúmenum úr landi sem gerðust sekir um brot á sóttvarnalögum og hafa ellefu verið sektaðir. Mál hinna níu er enn til meðferðar og er því mögulegt að ákveðið verði að vísa fleirum úr landi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Fjórtán Rúmenar eru vistaðir í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík eftir að hafa rofið sóttkví. Sautján dvelja því í farsóttarhúsinu sem stendur en á síðustu dögum bættust við þrír Rúmenar og þrír hælisleitendur. Sektirnar sem um ræðir eru á bilinu 150 til 250 þúsund krónur. Tvö sem dvelja í farsóttarhúsinu reyndust smituð af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 og eru þau í einangrun. Þá eru þau jafnframt grunuð um þjófnað úr verslun á Suðurlandi en þau áttu að vera í sóttkví þegar þau voru handtekin. Ein lögreglukona smitaðist af veirunni eftir að tekið þátt í aðgerðum lögreglu vegna málsins. Á vef Ríkisútvarpsins er haft eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni yfirlögregluþjóni að búið sé að finna flestar verslanir sem þýfið er úr. Ekki sé um mikil verðmæti að ræða og rannsókn sé vel á veg komin. Einn af þeim þremur sem voru handtekin vegna málsins reyndist vera með íslenska kennitölu og hefur verið búsettur hér á landi. Hann var þó nýkominn til landsins þegar hann var handtekinn.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. 17. júní 2020 11:35 Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00
Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. 17. júní 2020 11:35
Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20