Ekki fleiri heimilisofbeldismál á borð lögreglu í einum mánuði frá 2015 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. júní 2020 07:00 Lögregla hefur kallað eftir því að ákvæði um umsáturseinelti verði sett í hegningarlög. Vísir/Vilhelm Frá árinu 2015 hafa heimilisofbeldismál hér á landi aldrei verið fleiri í einum mánuði en nú í maí. Málin voru nítján prósent fleiri eftir sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Málið kom til umræðu á alþingi í gær með fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins um þróun síðustu ára. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir erfitt á þessari stundu hvort brotum hafi í í raun fjölgað eða hvort tilkynningum fari fjölgandi frá því að samkomutakmarkanir voru settar á vegna kórónuveirufaraldursins. „Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun til að meta hvort það hafi orðið raunbreytingar á fjölda brota en til þess þarf að skoða reynslu almennings að brotum samhliða gögnum lögreglu og er slíkt gert til dæmis með þolendakönnun sem lögregla framkvæmir árlega í upphafi hvers árs,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum um heimilisofbeldi á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm 207 tilkynningar um heimilsofbeldi í apríl og maí Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí og 101 í apríl. Málum fjölgaði í sjö af níu embættum lögreglunnar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og er mesta aukningin hjá þremur stærstu embættunum. Dómsmálaráðherra segir að heilmargt gott hafi áunnist í málaflokknum síðustu ár og að enn sé verið að vinna að frekari umbótum. „Kallað hefur verið frá því frá lögreglunni að ákvæði um umsáturseinelti í hegningarlögin og hugsa ég að ég komu með frumvarp í haust með þeirri breytingu og eru þessar breytingar til þess fallnar til þess að auka vernd þolanda fyrir ágangi brotamanna sem byrjar oft með heimilisofbeldi,“ sagði Áslaug. Heimilisofbeldi var rætt á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi verður ekki liðið Í maí skipuðu dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra aðgerðarteymi gegn heimilisofbeldi vegna þeirra aukningar sem hefur orðið. „Ofbeldi geng börnum á tímum Covid-19 og aðgerðirnar munu miða sérstaklega að viðkvæmum hópum. Það með talið börnum, konum af erlendum uppruna, öldruðum og fötluðum sem reynst hefur í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi,“ sagði Áslaug. Lögreglan Alþingi Félagsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Frá árinu 2015 hafa heimilisofbeldismál hér á landi aldrei verið fleiri í einum mánuði en nú í maí. Málin voru nítján prósent fleiri eftir sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Málið kom til umræðu á alþingi í gær með fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins um þróun síðustu ára. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir erfitt á þessari stundu hvort brotum hafi í í raun fjölgað eða hvort tilkynningum fari fjölgandi frá því að samkomutakmarkanir voru settar á vegna kórónuveirufaraldursins. „Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun til að meta hvort það hafi orðið raunbreytingar á fjölda brota en til þess þarf að skoða reynslu almennings að brotum samhliða gögnum lögreglu og er slíkt gert til dæmis með þolendakönnun sem lögregla framkvæmir árlega í upphafi hvers árs,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum um heimilisofbeldi á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm 207 tilkynningar um heimilsofbeldi í apríl og maí Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí og 101 í apríl. Málum fjölgaði í sjö af níu embættum lögreglunnar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og er mesta aukningin hjá þremur stærstu embættunum. Dómsmálaráðherra segir að heilmargt gott hafi áunnist í málaflokknum síðustu ár og að enn sé verið að vinna að frekari umbótum. „Kallað hefur verið frá því frá lögreglunni að ákvæði um umsáturseinelti í hegningarlögin og hugsa ég að ég komu með frumvarp í haust með þeirri breytingu og eru þessar breytingar til þess fallnar til þess að auka vernd þolanda fyrir ágangi brotamanna sem byrjar oft með heimilisofbeldi,“ sagði Áslaug. Heimilisofbeldi var rætt á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi verður ekki liðið Í maí skipuðu dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra aðgerðarteymi gegn heimilisofbeldi vegna þeirra aukningar sem hefur orðið. „Ofbeldi geng börnum á tímum Covid-19 og aðgerðirnar munu miða sérstaklega að viðkvæmum hópum. Það með talið börnum, konum af erlendum uppruna, öldruðum og fötluðum sem reynst hefur í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi,“ sagði Áslaug.
Lögreglan Alþingi Félagsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira