Sýni úr smituðu lögreglumönnunum voru neikvæð á mánudag Kristín Ólafsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 19. júní 2020 12:21 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Magnús Hlynur Allir lögreglumennirnir sem komu að aðgerðum vegna manna sem komu hingað sem ferðamenn í byrjun júní munu aftur fara í kórónuveirupróf eftir helgi. Sýni úr tveimur lögreglumönnum sem greindust með veiruna í gær voru neikvæð fyrir veirunni síðasta mánudag. Lögreglan hafði afskipti af þremur mönnum vegna málsins en þeir komu hingað til lands sem ferðamenn og áttu að vera í sóttkví þegar málið kom upp. Tveir mannanna, sem eru rúmenskir ríkisborgarar, reyndust smitaðir og nú er ljóst að þrír lögreglumenn hið minnsta hafa smitast af þeim. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segist aðspurður auðvitað vona að ekki hafi fleiri lögreglumenn smitast í aðgerðunum. „En þau fóru náttúrulega ellefu í sóttkví og fóru öll í próf á mánudaginn og aftur í próf í gær það bættust þá tveir við, þannig að það er aftur próf á mánudaginn og vonum hið besta. En við erum náttúrulega undirbúin undir hið versta.“ Þannig að þessi sem greindust í gær höfðu greinst neikvæð áður? „Já, þau greindust neikvæð á mánudaginn. Þetta er áfall fyrir þau og fólkið þeirra og okkur. Við vorum að vonast til þess að þau væru sloppin en það virðist ekki vera svo einfalt.“ Hvernig heilsast þeim sem eru smituð? „Þau tvö sem greindust í gær eru einkennalaus, enn þá allavega, en sú sem greindist fyrst er með hálsbólgu og eitthvað svona minniháttar.“ Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist fyrst af veirunni, sagði í samtali við Vísi á þriðjudag að það hafi verið áfall að greinast með veiruna í starfi. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Þá lýsti hún veikindunum sem hefðbundinni flensu, með tilheyrandi hálsbólgu og beinverkjum. Írís, auk lögreglumannanna hinna lögreglumannanna tveggja, eru nú í einangrun en 25 eru í sóttkví, þar af fjórtán lögreglumenn. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Allir lögreglumennirnir sem komu að aðgerðum vegna manna sem komu hingað sem ferðamenn í byrjun júní munu aftur fara í kórónuveirupróf eftir helgi. Sýni úr tveimur lögreglumönnum sem greindust með veiruna í gær voru neikvæð fyrir veirunni síðasta mánudag. Lögreglan hafði afskipti af þremur mönnum vegna málsins en þeir komu hingað til lands sem ferðamenn og áttu að vera í sóttkví þegar málið kom upp. Tveir mannanna, sem eru rúmenskir ríkisborgarar, reyndust smitaðir og nú er ljóst að þrír lögreglumenn hið minnsta hafa smitast af þeim. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segist aðspurður auðvitað vona að ekki hafi fleiri lögreglumenn smitast í aðgerðunum. „En þau fóru náttúrulega ellefu í sóttkví og fóru öll í próf á mánudaginn og aftur í próf í gær það bættust þá tveir við, þannig að það er aftur próf á mánudaginn og vonum hið besta. En við erum náttúrulega undirbúin undir hið versta.“ Þannig að þessi sem greindust í gær höfðu greinst neikvæð áður? „Já, þau greindust neikvæð á mánudaginn. Þetta er áfall fyrir þau og fólkið þeirra og okkur. Við vorum að vonast til þess að þau væru sloppin en það virðist ekki vera svo einfalt.“ Hvernig heilsast þeim sem eru smituð? „Þau tvö sem greindust í gær eru einkennalaus, enn þá allavega, en sú sem greindist fyrst er með hálsbólgu og eitthvað svona minniháttar.“ Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist fyrst af veirunni, sagði í samtali við Vísi á þriðjudag að það hafi verið áfall að greinast með veiruna í starfi. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Þá lýsti hún veikindunum sem hefðbundinni flensu, með tilheyrandi hálsbólgu og beinverkjum. Írís, auk lögreglumannanna hinna lögreglumannanna tveggja, eru nú í einangrun en 25 eru í sóttkví, þar af fjórtán lögreglumenn.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31
Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00
Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26
Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20