Sýni úr smituðu lögreglumönnunum voru neikvæð á mánudag Kristín Ólafsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 19. júní 2020 12:21 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Magnús Hlynur Allir lögreglumennirnir sem komu að aðgerðum vegna manna sem komu hingað sem ferðamenn í byrjun júní munu aftur fara í kórónuveirupróf eftir helgi. Sýni úr tveimur lögreglumönnum sem greindust með veiruna í gær voru neikvæð fyrir veirunni síðasta mánudag. Lögreglan hafði afskipti af þremur mönnum vegna málsins en þeir komu hingað til lands sem ferðamenn og áttu að vera í sóttkví þegar málið kom upp. Tveir mannanna, sem eru rúmenskir ríkisborgarar, reyndust smitaðir og nú er ljóst að þrír lögreglumenn hið minnsta hafa smitast af þeim. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segist aðspurður auðvitað vona að ekki hafi fleiri lögreglumenn smitast í aðgerðunum. „En þau fóru náttúrulega ellefu í sóttkví og fóru öll í próf á mánudaginn og aftur í próf í gær það bættust þá tveir við, þannig að það er aftur próf á mánudaginn og vonum hið besta. En við erum náttúrulega undirbúin undir hið versta.“ Þannig að þessi sem greindust í gær höfðu greinst neikvæð áður? „Já, þau greindust neikvæð á mánudaginn. Þetta er áfall fyrir þau og fólkið þeirra og okkur. Við vorum að vonast til þess að þau væru sloppin en það virðist ekki vera svo einfalt.“ Hvernig heilsast þeim sem eru smituð? „Þau tvö sem greindust í gær eru einkennalaus, enn þá allavega, en sú sem greindist fyrst er með hálsbólgu og eitthvað svona minniháttar.“ Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist fyrst af veirunni, sagði í samtali við Vísi á þriðjudag að það hafi verið áfall að greinast með veiruna í starfi. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Þá lýsti hún veikindunum sem hefðbundinni flensu, með tilheyrandi hálsbólgu og beinverkjum. Írís, auk lögreglumannanna hinna lögreglumannanna tveggja, eru nú í einangrun en 25 eru í sóttkví, þar af fjórtán lögreglumenn. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Allir lögreglumennirnir sem komu að aðgerðum vegna manna sem komu hingað sem ferðamenn í byrjun júní munu aftur fara í kórónuveirupróf eftir helgi. Sýni úr tveimur lögreglumönnum sem greindust með veiruna í gær voru neikvæð fyrir veirunni síðasta mánudag. Lögreglan hafði afskipti af þremur mönnum vegna málsins en þeir komu hingað til lands sem ferðamenn og áttu að vera í sóttkví þegar málið kom upp. Tveir mannanna, sem eru rúmenskir ríkisborgarar, reyndust smitaðir og nú er ljóst að þrír lögreglumenn hið minnsta hafa smitast af þeim. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segist aðspurður auðvitað vona að ekki hafi fleiri lögreglumenn smitast í aðgerðunum. „En þau fóru náttúrulega ellefu í sóttkví og fóru öll í próf á mánudaginn og aftur í próf í gær það bættust þá tveir við, þannig að það er aftur próf á mánudaginn og vonum hið besta. En við erum náttúrulega undirbúin undir hið versta.“ Þannig að þessi sem greindust í gær höfðu greinst neikvæð áður? „Já, þau greindust neikvæð á mánudaginn. Þetta er áfall fyrir þau og fólkið þeirra og okkur. Við vorum að vonast til þess að þau væru sloppin en það virðist ekki vera svo einfalt.“ Hvernig heilsast þeim sem eru smituð? „Þau tvö sem greindust í gær eru einkennalaus, enn þá allavega, en sú sem greindist fyrst er með hálsbólgu og eitthvað svona minniháttar.“ Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist fyrst af veirunni, sagði í samtali við Vísi á þriðjudag að það hafi verið áfall að greinast með veiruna í starfi. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Þá lýsti hún veikindunum sem hefðbundinni flensu, með tilheyrandi hálsbólgu og beinverkjum. Írís, auk lögreglumannanna hinna lögreglumannanna tveggja, eru nú í einangrun en 25 eru í sóttkví, þar af fjórtán lögreglumenn.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31
Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00
Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26
Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20