Mikilvægt að tekið verði til á „stjórnarheimilinu“ fyrir þinglok Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 20:51 Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Stöð 2 Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Á dagskrá voru tólf mál og fyrirferðamest var umræða um samgönguáætlun sem var fyrsta mál á dagskrá. Miðflokkurinn hefur lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði í pontu í morgun að verkefni Borgarlínu beri öll einkenni innviðakerfa sem koma samfélögum í verulega fjárhagsleg vandræði til langs tíma. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sakaði Miðflokksmenn um málþóf. „Fullyrðingar háttvirts þingmanns um málþóf eru óneitanlega sérkennilegar komandi frá þingmanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Þess flokks sem á sér arfleifð áratugi aftur í tímann sem byggist á málþófi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Staðan er þannig núna að á listanum yfir málin sem stjórnarflokkarnir vilja klára eru tugir mála og örfáir dagar eftir. Þar á meðal eru ágreiningsmál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ég get nefnt þar samkeppnislögin og breytingar sem þau vilja gera á þeim,“ sagði Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þar eru líka mál sem eru í ágreiningi á milli stjórnarflokkanna eins og húsnæðismál félagsmálaráðherra. Það er afar mikilvægt mál fyrir ungt fólk sem vill kaupa sér sína fyrstu íbúð. Það er mál sem tengist lífskjarasamningnum svo það er mikilvægt að tekið verði til á stjórnarheimilinu varðandi þau atriði,“ bætti Oddný við. Við höldum áfram að tala saman og að reyna að tala af skynsemi hvað þetta varðar. Það er alveg ljóst samt sem áður að við náum ekki að klára öll þau mál en vonandi náum við lendingu og samkomulagi um bæði stjórnar- og stjórnarandstöðumálin. Þetta er kunnugleg staða, við höfum glímt við svona stöðu áður og við náum vonandi að lenda þessu fljótlega,“ sagði Oddný. Oddný var þá spurð út í afstöðu sína til þess hvort setja ætti lög á yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem áætlað er að hefjist eftir helgi. „Það kemur bara alls ekki til greina. Nú þarf ríkið að sýna samningsvilja og koma í veg fyrir þann mikla vanda sem kemur upp ef verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Alþingi Samgöngur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Á dagskrá voru tólf mál og fyrirferðamest var umræða um samgönguáætlun sem var fyrsta mál á dagskrá. Miðflokkurinn hefur lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði í pontu í morgun að verkefni Borgarlínu beri öll einkenni innviðakerfa sem koma samfélögum í verulega fjárhagsleg vandræði til langs tíma. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sakaði Miðflokksmenn um málþóf. „Fullyrðingar háttvirts þingmanns um málþóf eru óneitanlega sérkennilegar komandi frá þingmanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Þess flokks sem á sér arfleifð áratugi aftur í tímann sem byggist á málþófi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Staðan er þannig núna að á listanum yfir málin sem stjórnarflokkarnir vilja klára eru tugir mála og örfáir dagar eftir. Þar á meðal eru ágreiningsmál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ég get nefnt þar samkeppnislögin og breytingar sem þau vilja gera á þeim,“ sagði Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þar eru líka mál sem eru í ágreiningi á milli stjórnarflokkanna eins og húsnæðismál félagsmálaráðherra. Það er afar mikilvægt mál fyrir ungt fólk sem vill kaupa sér sína fyrstu íbúð. Það er mál sem tengist lífskjarasamningnum svo það er mikilvægt að tekið verði til á stjórnarheimilinu varðandi þau atriði,“ bætti Oddný við. Við höldum áfram að tala saman og að reyna að tala af skynsemi hvað þetta varðar. Það er alveg ljóst samt sem áður að við náum ekki að klára öll þau mál en vonandi náum við lendingu og samkomulagi um bæði stjórnar- og stjórnarandstöðumálin. Þetta er kunnugleg staða, við höfum glímt við svona stöðu áður og við náum vonandi að lenda þessu fljótlega,“ sagði Oddný. Oddný var þá spurð út í afstöðu sína til þess hvort setja ætti lög á yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem áætlað er að hefjist eftir helgi. „Það kemur bara alls ekki til greina. Nú þarf ríkið að sýna samningsvilja og koma í veg fyrir þann mikla vanda sem kemur upp ef verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira