Ekkert lát á jarðskjálftahrinunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 13:22 Jarðskjálftahrinan hefur ollið miklu grjóthruni bæði á Tröllaskaga, Flateyjarskaga og í Málmey. Vísir/Jóhann - AÐSEND/SIGURGEIR HARALDSSON Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti. Rúmlega 70 þessara skjálfta hafa mælst yfir 3 að stærð og stærsti skjálftinn mældist 5,6 að stærð en hann reið yfir klukkan hálf átta í gærkvöldi. Skjálftinn fannst vel og bárust fregnir frá Ísafirði um að skjálftinn hafi fundist þar. Jarðskjálftarnir eiga upptök sín um 20 km norðaustur af Siglufirði og hafa haldist á svipuðum slóðum frá því á föstudag. Klukkan hálf tólf í dag mældist skjálfti af stærðinni 4 sem fannst á Siglufirði og Akureyri. Um klukkan þrjú í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4,3 og fylgdi honum eftirskjálfti af stærðinni 3,5. Tilkynningar bárust veðurstofunni að skjálftinn í nótt hafi fundist í Eyjafirði, á Ólafsfirði og Siglufirði. Stærri skjálftar hafa fundist víða um landið, á öllu Norðurlandi og eins og fyrr sagði allt að Ísafirði. Hægt er að tilkynna um að hafa fundið fyrir skjálfta hér. Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að búast megi við að skjálftahrinan haldi áfram næstu daga. Hrina af svipaðri gerð reið yfir á svæðinu árið 2012 og mældust þá sex skjálftar yfir 5 að stærð. Í hrinunni núna hafa tveir mælst yfir 5 og segir í tilkynningunni að ekki sé hægt að útiloka að þeir verði fleiri. Þá hefur verið talsvert um grjóthrun á Tröllaskaga og Flateyjarskaga en einnig hafa borist tilkynningar um hrun í Málmey. Rafmagnsleysi var í Kelduhverfi eftir skjálftann sem reið yfir um hálf átta í gær en engar tilkynningar hafa borist um eignatjón eða slys vegna skjálftanna í gær. Varað er við því að fólk aki um vegi sem liggja undir bröttum hlíðum á svæðinu og er fólk sem ferðast um fjöll eða brattlendi að varað við hrun- og skriðhættu. Því er ekki mælt með að fólk sé mikið til fjalla á meðan jarðskjálftahrinan er í gangi. Eldgos og jarðhræringar Fjallamennska Fjallabyggð Tengdar fréttir Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. 21. júní 2020 07:28 Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31 Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti. Rúmlega 70 þessara skjálfta hafa mælst yfir 3 að stærð og stærsti skjálftinn mældist 5,6 að stærð en hann reið yfir klukkan hálf átta í gærkvöldi. Skjálftinn fannst vel og bárust fregnir frá Ísafirði um að skjálftinn hafi fundist þar. Jarðskjálftarnir eiga upptök sín um 20 km norðaustur af Siglufirði og hafa haldist á svipuðum slóðum frá því á föstudag. Klukkan hálf tólf í dag mældist skjálfti af stærðinni 4 sem fannst á Siglufirði og Akureyri. Um klukkan þrjú í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4,3 og fylgdi honum eftirskjálfti af stærðinni 3,5. Tilkynningar bárust veðurstofunni að skjálftinn í nótt hafi fundist í Eyjafirði, á Ólafsfirði og Siglufirði. Stærri skjálftar hafa fundist víða um landið, á öllu Norðurlandi og eins og fyrr sagði allt að Ísafirði. Hægt er að tilkynna um að hafa fundið fyrir skjálfta hér. Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að búast megi við að skjálftahrinan haldi áfram næstu daga. Hrina af svipaðri gerð reið yfir á svæðinu árið 2012 og mældust þá sex skjálftar yfir 5 að stærð. Í hrinunni núna hafa tveir mælst yfir 5 og segir í tilkynningunni að ekki sé hægt að útiloka að þeir verði fleiri. Þá hefur verið talsvert um grjóthrun á Tröllaskaga og Flateyjarskaga en einnig hafa borist tilkynningar um hrun í Málmey. Rafmagnsleysi var í Kelduhverfi eftir skjálftann sem reið yfir um hálf átta í gær en engar tilkynningar hafa borist um eignatjón eða slys vegna skjálftanna í gær. Varað er við því að fólk aki um vegi sem liggja undir bröttum hlíðum á svæðinu og er fólk sem ferðast um fjöll eða brattlendi að varað við hrun- og skriðhættu. Því er ekki mælt með að fólk sé mikið til fjalla á meðan jarðskjálftahrinan er í gangi.
Eldgos og jarðhræringar Fjallamennska Fjallabyggð Tengdar fréttir Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. 21. júní 2020 07:28 Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31 Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. 21. júní 2020 07:28
Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31
Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35