Hver ber ábyrgð á kverúlantinum? Ólafur Hauksson skrifar 24. júní 2020 13:31 Guðmundur Franklín forsetaframbjóðandi er kverúlant. Einn af mörgum slíkum sem hefur reynt gegnum tíðina að komast í forsetaframboð án árangurs, ef undan er skilinn jólasveinninn. En Guðmundi tókst það, meirihluta þjóðarinnar til ama og ekki síst skattgreiðendum sem fá reikning upp á rúmar 400 milljónir króna fyrir að halda forsetakosningar. Óþarfi er að kenna Guðmundi Franklín um að vera í vonlausu framboði til að verða forseti Íslands. Hann fór eftir reglunum og fann 1.500 meðmælendur sem þurfti til að komast í framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Tilskilinn fjöldi meðmælenda hefur verið óbreyttur frá stofnun embættis forseta árið 1944. Þá voru landsmenn 126 þúsund, nú eru þeir yfir 360 þúsund. Miðað við mannfjöldaþróun ætti að þurfa að lágmarki 4.500 meðmælendur til að komast í forsetaframboð, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að kverúlantar á borð við Guðmund Franklín, jólasveininn og málarameistarann þvælist þangað sem þeir eiga ekkert erindi. Íslendingar hafa sýnt það í gegnum tíðina hvernig þjóðhöfðingja þeir vilja. Íslendingar vilja ekki eins máls fólk sem heldur að embætti forseta sé eins manns pólitískur flokkur og hefur í raun enga hugmynd um tilgang þess. En hinn lági þröskuldur til að komast í framboð hefur freistað margra þrasara. Ástæða þess að flestum kverúlöntunum hefur gengið illa til þessa er sá að fá þurfti undirritun tilskilins fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi. Það var létt mál á höfuðborgarsvæðinu, en þyngra á landsbyggðinni. Það kallaði á ferðalög út um allt land með undirskriftalista. Yfirleitt nægði fólki að hitta frambjóðandann til að vilja ekki skrifa upp á framboðið. En núna hefur sú breyting orðið á að fólk getur kvittað rafrænt upp á stuðning sinn við framboð. Það kom Guðmundi Franklín til góða. Hann og stuðningsfólk hans gat að mestu látið sér nægja að hringja í fólk, senda því tölvupósta eða skilaboð á samfélagsmiðlum. Enginn þurfi að sjá frambjóðandann eða heyra í honum og það hjálpaði vafalaust til. Söfnun 1.500 „undirskrifta“ var létt verk og löðurmannlegt miðað við það sem áður þurfti. Að sjálfsögðu ber Alþingi ábyrgð á því að Guðmundur Franklín kostar okkur skattgreiðendur hundruð milljónir króna með fullkomlega tilgangslausu forsetakjöri. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að breyta þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um fjölda meðmælenda með forsetaframboði. Ekki síst hefðu núverandi þingmenn og þeir sem sátu á síðasta kjörtímabili að beita sér fyrir þessu, í ljósi þess að rafrænar undirskriftir voru á næsta leiti. Höfundur starfar við almannatengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Ólafur Hauksson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Franklín forsetaframbjóðandi er kverúlant. Einn af mörgum slíkum sem hefur reynt gegnum tíðina að komast í forsetaframboð án árangurs, ef undan er skilinn jólasveinninn. En Guðmundi tókst það, meirihluta þjóðarinnar til ama og ekki síst skattgreiðendum sem fá reikning upp á rúmar 400 milljónir króna fyrir að halda forsetakosningar. Óþarfi er að kenna Guðmundi Franklín um að vera í vonlausu framboði til að verða forseti Íslands. Hann fór eftir reglunum og fann 1.500 meðmælendur sem þurfti til að komast í framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Tilskilinn fjöldi meðmælenda hefur verið óbreyttur frá stofnun embættis forseta árið 1944. Þá voru landsmenn 126 þúsund, nú eru þeir yfir 360 þúsund. Miðað við mannfjöldaþróun ætti að þurfa að lágmarki 4.500 meðmælendur til að komast í forsetaframboð, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að kverúlantar á borð við Guðmund Franklín, jólasveininn og málarameistarann þvælist þangað sem þeir eiga ekkert erindi. Íslendingar hafa sýnt það í gegnum tíðina hvernig þjóðhöfðingja þeir vilja. Íslendingar vilja ekki eins máls fólk sem heldur að embætti forseta sé eins manns pólitískur flokkur og hefur í raun enga hugmynd um tilgang þess. En hinn lági þröskuldur til að komast í framboð hefur freistað margra þrasara. Ástæða þess að flestum kverúlöntunum hefur gengið illa til þessa er sá að fá þurfti undirritun tilskilins fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi. Það var létt mál á höfuðborgarsvæðinu, en þyngra á landsbyggðinni. Það kallaði á ferðalög út um allt land með undirskriftalista. Yfirleitt nægði fólki að hitta frambjóðandann til að vilja ekki skrifa upp á framboðið. En núna hefur sú breyting orðið á að fólk getur kvittað rafrænt upp á stuðning sinn við framboð. Það kom Guðmundi Franklín til góða. Hann og stuðningsfólk hans gat að mestu látið sér nægja að hringja í fólk, senda því tölvupósta eða skilaboð á samfélagsmiðlum. Enginn þurfi að sjá frambjóðandann eða heyra í honum og það hjálpaði vafalaust til. Söfnun 1.500 „undirskrifta“ var létt verk og löðurmannlegt miðað við það sem áður þurfti. Að sjálfsögðu ber Alþingi ábyrgð á því að Guðmundur Franklín kostar okkur skattgreiðendur hundruð milljónir króna með fullkomlega tilgangslausu forsetakjöri. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að breyta þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um fjölda meðmælenda með forsetaframboði. Ekki síst hefðu núverandi þingmenn og þeir sem sátu á síðasta kjörtímabili að beita sér fyrir þessu, í ljósi þess að rafrænar undirskriftir voru á næsta leiti. Höfundur starfar við almannatengsl.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar