Enski boltinn

Wolves heldur í vonina um Meistaradeildarsæti | Aston Villa náði í mikilvægt stig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jimenez elskar að skora mörk. Hann tryggði Wolves sigur í kvöld.
Jimenez elskar að skora mörk. Hann tryggði Wolves sigur í kvöld. Marc Atkins/Getty Images

Manchester United vann öruggan 3-0 sigur á Sheffield United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Þá vann Everton 1-0 sigur á botniliði Norwich City á útivelli. Tveir aðrir leikri voru á dagskrá en Aston Villa nældi í mikilvægt stig í botnbaráttunni og Wolves unnu Bournemouth á heimavelli.

Á St. James´ Park voru Aston Villa í heimsókn en Villa-menn eru í bullandi fallbaráttu á meðan Newcastle, sem vann Sheffield 3-0 á dögunum, sigla lygnan sjó.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Dwight Gayle heimamönnum yfir eftir sendingu Andy Carroll á 68. mínútu leiksins.

Gestirnir dóu ekki ráðalausir og þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Egyptinn Ahmed El Mohamady metin fyrir Aston Villa og þar við sat. Lokatölur 1-1.

Newcastle eru í 13. sæti deildarinnar með 39 stig á meðan Aston Villa er sem stendur í 19. sæti með 27 stig þegar sjö umferðir eru eftir.

Þá vann Wolverhampton Wanderers 1-0 heimasigur á Bournemouth þökk sé marki markamaskínunnar Raul Jiminez á 60. mínútu leiksins. Wolves eru í 6. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Manchester United sem er í 4. sætinu og fjórum stigum á eftir Chelsea sem situr þar fyrir ofan. Chelsea á þó leik til góða.

Bournemouth er með 27 stig, líkt og West Ham United og Aston Villa. West Ham er þó með bestu markatöluna af þeim þremur og því ekki í fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×