Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 11:01 Eldur í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fyrirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, starfsmenn Vinnueftirlitsins og ríkisskattstjóra fóru með byggingarfulltrúa á vettvang við Dalveg í Kópavogi þann 9. júní síðastliðinn. Fundust herbergi á efri hæð hússins sem voru í útleigu í óleyfi og brunavarnir voru mjög slæmar. Í desember 2014 sagði Morgunblaðið frá því að mikil eftirspurn hefði verið eftir því að breyta húsnæði til gistireksturs. Þar kom fram að HD Verk hafði sótt um leyfi til að innrétta gistiheimili á Bræðraborgarstíg 1 með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti. Þeirri umsókn var hafnað. Í fasteignaskrá er húsnæðið skráð sem íbúðarhúsnæði. Ekki gistiheimili. Sjá einnig: 73 skráðir með lögheimili í húsinu Í desember 2015 ræddi blaðamaður Stundarinnar við fyrrverandi leigjanda sem sagði mikinn myglusvepp í húsinu og að þar byggi fjöldi manna í stökum herbergjum og borguðu fyrir það 90 þúsund krónur. Þá sagði byggingarfulltrúi Reykjavíkur að húsið yrði tekið til skoðunar. Húsnæðið sem um ræðir við Dalveg 24, sem skoða var fyrr í mánuðinum.Vísir/Sunna Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar, sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Halla Rut Bjarnadóttir, skráður forráðamaður starfsmannaleigunnar Seiglu, áður Menn í vinnu, sagði þó við Mbl í gær að hún hefði ekkert með þetta hús að gera. Eins og segir hér að ofan er skráður eigandi hússins HD Verk ehf. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af eiganda HD Verks í morgun. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fyrirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, starfsmenn Vinnueftirlitsins og ríkisskattstjóra fóru með byggingarfulltrúa á vettvang við Dalveg í Kópavogi þann 9. júní síðastliðinn. Fundust herbergi á efri hæð hússins sem voru í útleigu í óleyfi og brunavarnir voru mjög slæmar. Í desember 2014 sagði Morgunblaðið frá því að mikil eftirspurn hefði verið eftir því að breyta húsnæði til gistireksturs. Þar kom fram að HD Verk hafði sótt um leyfi til að innrétta gistiheimili á Bræðraborgarstíg 1 með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti. Þeirri umsókn var hafnað. Í fasteignaskrá er húsnæðið skráð sem íbúðarhúsnæði. Ekki gistiheimili. Sjá einnig: 73 skráðir með lögheimili í húsinu Í desember 2015 ræddi blaðamaður Stundarinnar við fyrrverandi leigjanda sem sagði mikinn myglusvepp í húsinu og að þar byggi fjöldi manna í stökum herbergjum og borguðu fyrir það 90 þúsund krónur. Þá sagði byggingarfulltrúi Reykjavíkur að húsið yrði tekið til skoðunar. Húsnæðið sem um ræðir við Dalveg 24, sem skoða var fyrr í mánuðinum.Vísir/Sunna Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar, sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Halla Rut Bjarnadóttir, skráður forráðamaður starfsmannaleigunnar Seiglu, áður Menn í vinnu, sagði þó við Mbl í gær að hún hefði ekkert með þetta hús að gera. Eins og segir hér að ofan er skráður eigandi hússins HD Verk ehf. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af eiganda HD Verks í morgun.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17