Hinsta kveðjan dýrari eftir lagabreytingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2020 18:45 Útfarakostnaður sem aðstandendur látinna þurfa að bera eykst með nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni. Formaður lífsskoðunarfélags gagnrýnir samráðsleysi og skamman fyrirvara, auk þess sem lögin geri stöðu annarra trúfélaga enn verri gagnvart þjóðkirkjunni. Meðal þeirra rúmlega 30 mála sem samþykkt voru á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí voru breytingar á lögum um þjóðkirkjuna. Með þeim var efndur viðbótarsamningur við kirkjuna til 15 ára, hvers ætlun er að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar eins og það er orðað í viljayfirlýsingu um samninginn milli stjórnvalda og kirkjunnar. Meðal ákvæða nýju laganna er að kirkjugarðar hætti að greiða fyrir prestþjónustu við útfarir, jafnt við kistulagningar og jarðsetningu duftkers eða kistu. Kirkjugarðsstjórn hefur borið þennan kostnað frá 1993 án þess að fá til þess sérstakt fjármagn og hefur þetta því verið fjárhagslega íþyngjandi fyrir kirkjugarðana, eins og fréttastofan fjallaði t.a.m. um í lok síðasta árs. Kostnaður hækki um tugi þúsunda Með lagabreytingunni munu aðstandendur nú bera þann kostnað. „Það snertir ekki bara þjóðkirkjuna, það snertir öll önnur lífsskoðunar- og trúfélög á Íslandi og býr til ójafnræði eftir trúarskoðunum fólks," segir Inga Straumland, formaður Siðmenntar. „Okkur hefur fundist í rauninni fallegt að ríkið styðji við fólk þegar það er að kveðja látinn ástvin. Það er mannlegt og fallegt að leyfa öllum að kveðja með reisn.“ Hún segir í tilfelli hennar félags hafi niðurgreiðslan numið helmingi kostnaðar, eða 35 þúsund krónum. „Niðurgreiðsla ríkisins hefur verið eftir gjaldskrá þjóðkirkjunnar og þetta hafa verið um 35 þúsund krónur fyrir útför með kistulagningu. Við höfum fengið þær greiðslur og verðlagt okkar útfarir á um 70 þúsund krónur þannig að þetta hefur komið til móts við helminginn," segir Inga. „Félagsmenn sem þurftu að borga 35 þúsund krónur áður, til móts við þetta framlag, þurfa nú hins vegar að standa straum af öllum kostnaðinum. Það auðvitað hefur áhrif á stöðu okkar félags.“ Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar.Vísir/sigurjón Eins og unglingur sem þrífur ekki herbergið Fyrir vikið sé þjóðkirkjan í betri stöðu. „Því hún er með fólk á sínum snærum sem er á fullum mánaðarlaunum, hverra upptök eru í ríkissjóði. Við getum ekki keppt við það þannig að við verðum að rukka meira fyrir okkar þjónustu. Það finnst okkur sanngjarnt," segir Inga. Samráð og fyrirvari við lagasetinguna hafi jafnframt verið af skornum skammti. Siðmennt hafi gert miklar athugasemdir við allt ferlið. „Lögin taka gildi um leið og þetta er samþykkt þarna um miðja nótt á Alþingi. Fólk sem bókaði sér athöfn fyrir viku síðan eiga því ekki rétt á þessum greiðslum þegar kemur að útförinni. Þannig að þetta hefði mátt vera gert með meiri fyrirvara og meiri tillitssemi gagnvart öllum," segir Inga. Umræddur viðbótarsamningur hafi verið samþykktur síðastliðið haust án þinglegrar meðferðar eða aðkomu almennings. Samningurinn skuldbindi ríkið til að styðja þjóðkirkjuna til 15 ára og verið sé að létta skyldum af herðum kirkjunnar án þess að draga úr fjárframlögum á móti. „Þetta er eins og ef unglingur fái ennþá vasapeninga þó að hann þurfi ekki lengur að taka til í herberginu sínu, þannig að okkur þykir þetta undarlegt,“ segir Inga. Trúmál Stjórnsýsla Alþingi Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Útfarakostnaður sem aðstandendur látinna þurfa að bera eykst með nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni. Formaður lífsskoðunarfélags gagnrýnir samráðsleysi og skamman fyrirvara, auk þess sem lögin geri stöðu annarra trúfélaga enn verri gagnvart þjóðkirkjunni. Meðal þeirra rúmlega 30 mála sem samþykkt voru á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí voru breytingar á lögum um þjóðkirkjuna. Með þeim var efndur viðbótarsamningur við kirkjuna til 15 ára, hvers ætlun er að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar eins og það er orðað í viljayfirlýsingu um samninginn milli stjórnvalda og kirkjunnar. Meðal ákvæða nýju laganna er að kirkjugarðar hætti að greiða fyrir prestþjónustu við útfarir, jafnt við kistulagningar og jarðsetningu duftkers eða kistu. Kirkjugarðsstjórn hefur borið þennan kostnað frá 1993 án þess að fá til þess sérstakt fjármagn og hefur þetta því verið fjárhagslega íþyngjandi fyrir kirkjugarðana, eins og fréttastofan fjallaði t.a.m. um í lok síðasta árs. Kostnaður hækki um tugi þúsunda Með lagabreytingunni munu aðstandendur nú bera þann kostnað. „Það snertir ekki bara þjóðkirkjuna, það snertir öll önnur lífsskoðunar- og trúfélög á Íslandi og býr til ójafnræði eftir trúarskoðunum fólks," segir Inga Straumland, formaður Siðmenntar. „Okkur hefur fundist í rauninni fallegt að ríkið styðji við fólk þegar það er að kveðja látinn ástvin. Það er mannlegt og fallegt að leyfa öllum að kveðja með reisn.“ Hún segir í tilfelli hennar félags hafi niðurgreiðslan numið helmingi kostnaðar, eða 35 þúsund krónum. „Niðurgreiðsla ríkisins hefur verið eftir gjaldskrá þjóðkirkjunnar og þetta hafa verið um 35 þúsund krónur fyrir útför með kistulagningu. Við höfum fengið þær greiðslur og verðlagt okkar útfarir á um 70 þúsund krónur þannig að þetta hefur komið til móts við helminginn," segir Inga. „Félagsmenn sem þurftu að borga 35 þúsund krónur áður, til móts við þetta framlag, þurfa nú hins vegar að standa straum af öllum kostnaðinum. Það auðvitað hefur áhrif á stöðu okkar félags.“ Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar.Vísir/sigurjón Eins og unglingur sem þrífur ekki herbergið Fyrir vikið sé þjóðkirkjan í betri stöðu. „Því hún er með fólk á sínum snærum sem er á fullum mánaðarlaunum, hverra upptök eru í ríkissjóði. Við getum ekki keppt við það þannig að við verðum að rukka meira fyrir okkar þjónustu. Það finnst okkur sanngjarnt," segir Inga. Samráð og fyrirvari við lagasetinguna hafi jafnframt verið af skornum skammti. Siðmennt hafi gert miklar athugasemdir við allt ferlið. „Lögin taka gildi um leið og þetta er samþykkt þarna um miðja nótt á Alþingi. Fólk sem bókaði sér athöfn fyrir viku síðan eiga því ekki rétt á þessum greiðslum þegar kemur að útförinni. Þannig að þetta hefði mátt vera gert með meiri fyrirvara og meiri tillitssemi gagnvart öllum," segir Inga. Umræddur viðbótarsamningur hafi verið samþykktur síðastliðið haust án þinglegrar meðferðar eða aðkomu almennings. Samningurinn skuldbindi ríkið til að styðja þjóðkirkjuna til 15 ára og verið sé að létta skyldum af herðum kirkjunnar án þess að draga úr fjárframlögum á móti. „Þetta er eins og ef unglingur fái ennþá vasapeninga þó að hann þurfi ekki lengur að taka til í herberginu sínu, þannig að okkur þykir þetta undarlegt,“ segir Inga.
Trúmál Stjórnsýsla Alþingi Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira