Svona verður Vesturlandsvegur eftir breikkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 10:27 Skjáskot úr myndbandi Verkís, þar sem umræddur vegkafli er teiknaður upp. Skjáskot/youtube Fyrsti áfangi breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í vikunni. Um er að ræða um 9 kílómetra kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Vegurinn verður 2+1 vegur, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar, og á honum verða þrjú hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Vegagerðin birti í gær myndband á vef sínum, unnið af verkfræðistofunni Verkís, sem sýnir hvernig breikkaður Vesturlandsvegur á umræddum vegkafla mun líta út. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Fyrsti áfangi nær frá Varmá að Vallá. Tilboð fyrir þann áfanga verða opnuð 11. ágúst en verklok eru áætluð 2023. Næsti áfangi verður boðinn út í haust en verklok hans eru einnig áætluð 2023. Skipulagsstofnun hefur jafnframt lokið álitsgerð á matsskýrslu vegna framkvæmdarinnar. Þó framkvæmdasvæðið nái yfir níu kílómetra er ekki talið að það geti talist viðkvæmt. Helstu neikvæðu þættir framkvæmdarinnar felast í áhrifum á landslag og ásýnd en fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun umfangsmeiri vegamannvirki en fyrir eru í dag. Áhrifin á umferðaröryggi eru þó ótvíræð að mati Skipulagsstofnunar en í matsskýrslunni segir: „Á þeim kafla Vesturlandsvegar sem hér er til skoðunar eru tæplega 30 vegamót, tengingar og þveranir auk þess sem umferðin er öll á 1+1 vegi án aðskilnaðar milli akstursstefna. Að meðaltali fara rúmlega 9 þúsund ökutæki um veginn á degi hverjum. Aðskilnaður akstursstefna, fjölgun akreina í sömu átt, fækkun vegtenginga og bygging hringtorga eru allt aðgerðir sem draga úr líkum á umferðarslysum. Sama gildir um uppbyggingu hliðarvega og undirganga undir Vesturlandsveg fyrir innansveitarumferð og aðra en akandi vegfarendur. Áhrif á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð.“ Samgöngur Reykjavík Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Fyrsti áfangi breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í vikunni. Um er að ræða um 9 kílómetra kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Vegurinn verður 2+1 vegur, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar, og á honum verða þrjú hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Vegagerðin birti í gær myndband á vef sínum, unnið af verkfræðistofunni Verkís, sem sýnir hvernig breikkaður Vesturlandsvegur á umræddum vegkafla mun líta út. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Fyrsti áfangi nær frá Varmá að Vallá. Tilboð fyrir þann áfanga verða opnuð 11. ágúst en verklok eru áætluð 2023. Næsti áfangi verður boðinn út í haust en verklok hans eru einnig áætluð 2023. Skipulagsstofnun hefur jafnframt lokið álitsgerð á matsskýrslu vegna framkvæmdarinnar. Þó framkvæmdasvæðið nái yfir níu kílómetra er ekki talið að það geti talist viðkvæmt. Helstu neikvæðu þættir framkvæmdarinnar felast í áhrifum á landslag og ásýnd en fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun umfangsmeiri vegamannvirki en fyrir eru í dag. Áhrifin á umferðaröryggi eru þó ótvíræð að mati Skipulagsstofnunar en í matsskýrslunni segir: „Á þeim kafla Vesturlandsvegar sem hér er til skoðunar eru tæplega 30 vegamót, tengingar og þveranir auk þess sem umferðin er öll á 1+1 vegi án aðskilnaðar milli akstursstefna. Að meðaltali fara rúmlega 9 þúsund ökutæki um veginn á degi hverjum. Aðskilnaður akstursstefna, fjölgun akreina í sömu átt, fækkun vegtenginga og bygging hringtorga eru allt aðgerðir sem draga úr líkum á umferðarslysum. Sama gildir um uppbyggingu hliðarvega og undirganga undir Vesturlandsveg fyrir innansveitarumferð og aðra en akandi vegfarendur. Áhrif á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð.“
Samgöngur Reykjavík Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira