Handbolti

Útséð um að Aron fari á Ólympíuleikana

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Kristjánsson er orðinn þjálfari Hauka á nýjan leik en það varð ljóst í febrúar.
Aron Kristjánsson er orðinn þjálfari Hauka á nýjan leik en það varð ljóst í febrúar. VÍSIR/BÁRA

Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfari karlalandsliðs Barein í handbolta og mun einbeita sér að nýju starfi sínu sem þjálfari karlaliðs Hauka.

Þetta staðfestir Aron í samtali við mbl.is. Hann tók við liði Barein árið 2018 og kom því meðal annars á Ólympíuleikana í Tókýó, og til stóð að Aron myndi stýra liðinu fram yfir leikana í sumar. Leikunum var hins vegar frestað um eitt ár og nú er orðið ljóst að Aron mun ekki fara á þá með Barein. Hann tók við liði Hauka á nýjan leik í sumar af Gunnari Magnússyni.

Aron segir við mbl.is að það hafi einfaldlega ekki gengið að hann stýrði bæði Haukum og Barein af heilum hug. „Nei, ekki miðað við þá áætlun sem menn ætluðu að vinna eftir. Það hefði þurft að ráða aðstoðarþjálfara til að vera í Barein og ég hefði þurft að sleppa mörgum leikjum með Haukum og það var aldrei í boði, ég ræddi það ekkert við þá. Svo vilja þeir í Barein að landsliðsþjálfarinn sé staðsettur þar og höfðu verið að ræða það við mig, að ég væri meira í Barein. Það þarf að vinna með þessa næstu kynslóð sem er að koma þar upp og gera þá tilbúna til að taka við þessari gullaldarkynslóð sem er þarna núna,“ segir Aron við mbl.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×